„Kominn tími á að draga sig í janúarskelina“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. janúar 2022 19:05 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hvetur landsmenn til að draga sig í hlé. Vísir/Vilhelm Tími er kominn til að fólk dragi sig til hlés og eigi í sem minnstum samskiptum við aðra að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum. Hann segir landsmenn þurfa að hegða sér eins og ströngustu sóttvarnareglur séu í gildi. Neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins var lýst yfir í dag en þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi er lýst yfir hér á landi vegna faraldursins. Þórólfur Guðnason var ómyrkur í máli í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann varar við áframhaldandi greiningu um þúsund smitaðra dag hvern næstu vikurnar. Þá hefur Þórólfur varað við því að takist ekki að hemja útbreiðslu veirunnar muni algert neyðarástand ríkja í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendri starfsemi. Víðir segir að að einhverju leyti hafi landsmenn ekki farið nógu varlega undanfarnar vikur. „Að einhverju leiti höfum við ekki gert það og við þurfum núna að hegða okkur eins og það gildi ströngustu reglur sem við höfum nokkurn tíma séð. Það var ákveðið að framlengja gildandi reglur í morgun en við þurfum einhvern vegin að keyra þetta hratt niður svo það myndist ekki þetta yfirálag á heilbrigðiskerfinu og nú þegar er komið neyðarstig almannavarna er allt kerfið að vinna saman eins og vél,“ sagði Víðir í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað þýðir þetta neyðarstig? „Neyðarstig er efsta stig almannavarna og það felur í sér í þessu tilviki virkjun á viðbragðsáætlun sem við erum að vinna með við heimsfaraldur. Þegar það er sett á efsta stig þýðir það að allar stofnanir og fyrirtæki, sem hafa hlutverki að gegna, fara með allan sinn viðbúnað á efsta stig,“ segir Víðir. Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi síðan 28. desember síðastiðinn en nú munu fleiri stofnanir og fyrirtæki þurfa að grípa til harðari aðgerða. „Nú er bara tími á að draga sig inn í janúarskelina, láta lítið fyrir sér fara, umgangast sem fæsta, vinna heima ef það er hægt og bara vera í eins litlum samskiptum og mögulegt er næstu vikurnar,“ segir Víðir. Hann segir þó langt í frá að öll von sé úti. „Keyrum þessa bylgju hratt niður og eins og Þórólfur sóttvarnalæknir sagði í dag stefnum við á að koma þessu niður í svona 500 smit og þá getum við farið að horfa bjartara til. Svo má ekki gleyma því að að er ljós við enda ganganna. Við erum að sjá ýmislegt i kring um þetta ómíkron afbrigði sem vekur vonir um það að það sé bjart ljós við enda ganganna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar. 11. janúar 2022 18:56 Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06 Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. 11. janúar 2022 16:50 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins var lýst yfir í dag en þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi er lýst yfir hér á landi vegna faraldursins. Þórólfur Guðnason var ómyrkur í máli í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann varar við áframhaldandi greiningu um þúsund smitaðra dag hvern næstu vikurnar. Þá hefur Þórólfur varað við því að takist ekki að hemja útbreiðslu veirunnar muni algert neyðarástand ríkja í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendri starfsemi. Víðir segir að að einhverju leyti hafi landsmenn ekki farið nógu varlega undanfarnar vikur. „Að einhverju leiti höfum við ekki gert það og við þurfum núna að hegða okkur eins og það gildi ströngustu reglur sem við höfum nokkurn tíma séð. Það var ákveðið að framlengja gildandi reglur í morgun en við þurfum einhvern vegin að keyra þetta hratt niður svo það myndist ekki þetta yfirálag á heilbrigðiskerfinu og nú þegar er komið neyðarstig almannavarna er allt kerfið að vinna saman eins og vél,“ sagði Víðir í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað þýðir þetta neyðarstig? „Neyðarstig er efsta stig almannavarna og það felur í sér í þessu tilviki virkjun á viðbragðsáætlun sem við erum að vinna með við heimsfaraldur. Þegar það er sett á efsta stig þýðir það að allar stofnanir og fyrirtæki, sem hafa hlutverki að gegna, fara með allan sinn viðbúnað á efsta stig,“ segir Víðir. Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi síðan 28. desember síðastiðinn en nú munu fleiri stofnanir og fyrirtæki þurfa að grípa til harðari aðgerða. „Nú er bara tími á að draga sig inn í janúarskelina, láta lítið fyrir sér fara, umgangast sem fæsta, vinna heima ef það er hægt og bara vera í eins litlum samskiptum og mögulegt er næstu vikurnar,“ segir Víðir. Hann segir þó langt í frá að öll von sé úti. „Keyrum þessa bylgju hratt niður og eins og Þórólfur sóttvarnalæknir sagði í dag stefnum við á að koma þessu niður í svona 500 smit og þá getum við farið að horfa bjartara til. Svo má ekki gleyma því að að er ljós við enda ganganna. Við erum að sjá ýmislegt i kring um þetta ómíkron afbrigði sem vekur vonir um það að það sé bjart ljós við enda ganganna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar. 11. janúar 2022 18:56 Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06 Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. 11. janúar 2022 16:50 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar. 11. janúar 2022 18:56
Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06
Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. 11. janúar 2022 16:50