Þjálfari Bucs: Skrípaleikur ef Brady verður ekki kosinn mikilvægastur í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 16:31 Tom Brady veifar til áhorfenda eftir sigur á Carolina Panthers í lokaleik deildarkeppninnar. AP/Mark LoMoglio Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers, er á því að hinn 44 ára gamli Tom Brady hafi ekki bara verið besti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili heldur sá langbesti. Brady var að setja persónuleg met með Tampa Bay Buccaneers þrátt fyrir að vera að spila þegar jafnaldrar hans hafa verið með skóna upp á hillu í áratug eða meira. „Ég tel að það væri algjör skrípaleikur ef hann verður ekki kosinn mikilvægastur,“ sagði Bruce Arians á fyrsta blaðamannafundi fyrir komandi leik liðsins á móti Philadelphia Eagles í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) „Hann hefur aldrei klárað fleiri sendingar, kastað fyrir fleiri jördum eða átt fleiri snertimarkssendingar. Hann er með allan pakkann og þetta á ekki að vera spennandi kapphlaup,“ sagði Arians. Tom Brady var efstur í NFL-deildinni í öllum fjórum stærstu tölfræðiþáttum leikstjórndana og varð aðeins sá þriðji sem nær því frá 1991 en hinir eru Drew Brees (2018) og Peyton Manning (2013). Brady endaði tímabilið með að reyna 719 sendingar, 485 af þeim heppnuðust og þær fóru fyrir 5361 jördum og 43 snertimörkum. Enginn hefur áður náð 485 heppnuðum sendingum á einu tímabili en metið átti Drew Brees. NEW CAREER HIGH FOR TOM BRADY Brady set a personal record for passing yards in a season (5,309+) ... AT AGE 44 pic.twitter.com/kCKvpFxqiH— SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2022 Brady hefur þrisvar sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar en það var árin 2007, 2010 og 2017. Hann hefur fimm sinnum verið kosinn sá mikilvægasti í Super Bowl. Mesta samkeppnin um útnefninguna kemur líklegast frá Aaron Rodgers sem á möguleika á að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Brady vs. Rodgers (leader by category this season):Wins: TiePass Yds: BradyPass YPG: BradyPass TDs: Brady4-TD Games: Brady350-Yd Games: Brady"Tom Brady's the MVP. Brady bested Rodgers in everything. Brady had to deal w/ drama, Rodgers created the drama." @Chris_Brouussard pic.twitter.com/onJTKjkK9l— First Things First (@FTFonFS1) January 11, 2022 NFL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Brady var að setja persónuleg met með Tampa Bay Buccaneers þrátt fyrir að vera að spila þegar jafnaldrar hans hafa verið með skóna upp á hillu í áratug eða meira. „Ég tel að það væri algjör skrípaleikur ef hann verður ekki kosinn mikilvægastur,“ sagði Bruce Arians á fyrsta blaðamannafundi fyrir komandi leik liðsins á móti Philadelphia Eagles í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) „Hann hefur aldrei klárað fleiri sendingar, kastað fyrir fleiri jördum eða átt fleiri snertimarkssendingar. Hann er með allan pakkann og þetta á ekki að vera spennandi kapphlaup,“ sagði Arians. Tom Brady var efstur í NFL-deildinni í öllum fjórum stærstu tölfræðiþáttum leikstjórndana og varð aðeins sá þriðji sem nær því frá 1991 en hinir eru Drew Brees (2018) og Peyton Manning (2013). Brady endaði tímabilið með að reyna 719 sendingar, 485 af þeim heppnuðust og þær fóru fyrir 5361 jördum og 43 snertimörkum. Enginn hefur áður náð 485 heppnuðum sendingum á einu tímabili en metið átti Drew Brees. NEW CAREER HIGH FOR TOM BRADY Brady set a personal record for passing yards in a season (5,309+) ... AT AGE 44 pic.twitter.com/kCKvpFxqiH— SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2022 Brady hefur þrisvar sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar en það var árin 2007, 2010 og 2017. Hann hefur fimm sinnum verið kosinn sá mikilvægasti í Super Bowl. Mesta samkeppnin um útnefninguna kemur líklegast frá Aaron Rodgers sem á möguleika á að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Brady vs. Rodgers (leader by category this season):Wins: TiePass Yds: BradyPass YPG: BradyPass TDs: Brady4-TD Games: Brady350-Yd Games: Brady"Tom Brady's the MVP. Brady bested Rodgers in everything. Brady had to deal w/ drama, Rodgers created the drama." @Chris_Brouussard pic.twitter.com/onJTKjkK9l— First Things First (@FTFonFS1) January 11, 2022
NFL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira