„Aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2022 12:21 Guðjón Helgason er upplýsingafulltrúi Isavia. Isavia hefur fjölgað veðurmælum sem mæla vindhraða á Keflavíkurflugvelli. Þetta er gert til þess að skapa þann möguleika að í einhverjum tilfellum sé hægt sé að hleypa fólki frá borði í vonskuveðri með því að færa flugvélar um stæði. Nokkrum sinnum á ári yfir vetrartímann berast fréttir af flugfarþegum sem þurfa að bíða um borð í flugvélum eftir lendingu þar sem ekki er hægt að hleypa þeim frá borði vegna veðurs. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða klukkutímum saman, en síðast gerðist þetta í gær þegar ferðalangar sem komu frá Tenerife þurftu að bíða í um tvo klukkutíma um borð vegna roks. Sömuleiðis á sunnudagskvöldið en í báðum tilvikum hélt hluti farþega heim á leið í stað þess að bíða eftir töskum sínum enda leit út fyrir langa bið eftir þeim þar sem ekki var hægt að afferma vélina vegna mikils vinds. Keflavíkurflugvelli er aldrei lokað þó að á Íslandi sé allra veðra von. Flugvélar geta því alltaf lent á vellinum, en vandræði geta skapast eftir lendingu. Svokölluð veðuröryggisnefnd starfar á vegum Isavia, en hún setur ákveðnar aðgerðarreglur vegna óveðurs og tryggir að þeim sé fylgt. Flugfélög og aðrir hagsmunaaðilar eru upplýstir um það veður sem sé í vændum ef fyrirvari er á. Það er síðan í höndum flugfélaganna að taka ákvörðun um hvort að þau ætli að halda flugáætlun þrátt fyrir veður og þau vandræði sem geta skapast eftir að lent er á vellinum. „Það er vitað að ef vindhraðinn fer yfir ákveðin mörk þá er það öryggisatriði að taka landgangana úr notkun og það eru viðmiðin líka fyrir stigabíla sem eru reknir af flugþjónustuaðilum á flugvellinum,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Veðurmælum hefur verið fjölgað á vellinum, en þeir mæla vindhraða á svæðinu. „Það hjálpar okkur í því að athuga ef sú staða er uppi að hægt sé að færa vélar á ákveðin stæði á vellinum þar sem hægt yrði að nota til dæmis stigabíla til þess að hleypa fólki frá borði. Þannig að aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn.“ Keflavíkurflugvöllur Veður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45 Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Nokkrum sinnum á ári yfir vetrartímann berast fréttir af flugfarþegum sem þurfa að bíða um borð í flugvélum eftir lendingu þar sem ekki er hægt að hleypa þeim frá borði vegna veðurs. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða klukkutímum saman, en síðast gerðist þetta í gær þegar ferðalangar sem komu frá Tenerife þurftu að bíða í um tvo klukkutíma um borð vegna roks. Sömuleiðis á sunnudagskvöldið en í báðum tilvikum hélt hluti farþega heim á leið í stað þess að bíða eftir töskum sínum enda leit út fyrir langa bið eftir þeim þar sem ekki var hægt að afferma vélina vegna mikils vinds. Keflavíkurflugvelli er aldrei lokað þó að á Íslandi sé allra veðra von. Flugvélar geta því alltaf lent á vellinum, en vandræði geta skapast eftir lendingu. Svokölluð veðuröryggisnefnd starfar á vegum Isavia, en hún setur ákveðnar aðgerðarreglur vegna óveðurs og tryggir að þeim sé fylgt. Flugfélög og aðrir hagsmunaaðilar eru upplýstir um það veður sem sé í vændum ef fyrirvari er á. Það er síðan í höndum flugfélaganna að taka ákvörðun um hvort að þau ætli að halda flugáætlun þrátt fyrir veður og þau vandræði sem geta skapast eftir að lent er á vellinum. „Það er vitað að ef vindhraðinn fer yfir ákveðin mörk þá er það öryggisatriði að taka landgangana úr notkun og það eru viðmiðin líka fyrir stigabíla sem eru reknir af flugþjónustuaðilum á flugvellinum,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Veðurmælum hefur verið fjölgað á vellinum, en þeir mæla vindhraða á svæðinu. „Það hjálpar okkur í því að athuga ef sú staða er uppi að hægt sé að færa vélar á ákveðin stæði á vellinum þar sem hægt yrði að nota til dæmis stigabíla til þess að hleypa fólki frá borði. Þannig að aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn.“
Keflavíkurflugvöllur Veður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45 Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45
Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53