Sanchez tryggði Inter Ofurbikarinn á síðustu mínútu framlengingar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2022 23:00 Sanchez fagnar sigurmarki sínu. Emilio Andreoli/Getty Images Það var heldur betur dramatík er Ítalíumeistarar Inter og Juventus mættust í leiknum um ítalska Ofurbikarinn í knattspyrnu í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútu framlengingar eftir að staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Juventus komst yfir um miðbik fyrri hálfleik þegar Álvaro Morata gaf fyrir á miðjumanninn Weston McKennie sem skoraði með skalla af stuttu færi. Adam var þó ekki lengi í paradís en tíu mínútum síðar fengu Ítalíumeistararnir vítaspyrnu er Mattia De Sciglio braut á Daniele Doveri innan vítateigs. Á punktinn steig argentíski framherjinn Lautaro Martinez og skoraði hann af öruggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikur var markalaus en bæði lið gerðu urmul skiptinga. Þegar stundarfjórðungur var til loka venjulega leiktíma kom Alexis Sanchez inn af bekknum. Talað hefur verið um að Inter sé tilbúið að leyfa honum að fara frítt í janúar en Sanchez minnti heldur betur á sig í kvöld. Staðan var enn jöfn 1-1 eftir 90 mínútur, því þurfti að framlengja. Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni en á lokamínútu framlengingarinnar skoraði Sanchez eftir darraðardans í vítateig Juventus. | PARTY TIME Pure Nerazzurri joy after @Alexis_Sanchez's winner! pic.twitter.com/9ukEC8gvTb— Inter (@Inter_en) January 12, 2022 Sanchez fagnaði með því að rífa sig úr búningnum sem og treyjunni sem var þar undir. Hann fékk gult spjald fyrir en gat vart verið meira sama. Staðan orðin 2-1 og var leikurinn flautaður af í kjölfarið. Ítalíumeistarar Inter vinna þar með Ofurbikarinn 2022. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Juventus komst yfir um miðbik fyrri hálfleik þegar Álvaro Morata gaf fyrir á miðjumanninn Weston McKennie sem skoraði með skalla af stuttu færi. Adam var þó ekki lengi í paradís en tíu mínútum síðar fengu Ítalíumeistararnir vítaspyrnu er Mattia De Sciglio braut á Daniele Doveri innan vítateigs. Á punktinn steig argentíski framherjinn Lautaro Martinez og skoraði hann af öruggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikur var markalaus en bæði lið gerðu urmul skiptinga. Þegar stundarfjórðungur var til loka venjulega leiktíma kom Alexis Sanchez inn af bekknum. Talað hefur verið um að Inter sé tilbúið að leyfa honum að fara frítt í janúar en Sanchez minnti heldur betur á sig í kvöld. Staðan var enn jöfn 1-1 eftir 90 mínútur, því þurfti að framlengja. Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni en á lokamínútu framlengingarinnar skoraði Sanchez eftir darraðardans í vítateig Juventus. | PARTY TIME Pure Nerazzurri joy after @Alexis_Sanchez's winner! pic.twitter.com/9ukEC8gvTb— Inter (@Inter_en) January 12, 2022 Sanchez fagnaði með því að rífa sig úr búningnum sem og treyjunni sem var þar undir. Hann fékk gult spjald fyrir en gat vart verið meira sama. Staðan orðin 2-1 og var leikurinn flautaður af í kjölfarið. Ítalíumeistarar Inter vinna þar með Ofurbikarinn 2022.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira