Eðlileg krafa að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2022 13:02 Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Hertar sóttvarnaaðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á takmörkunum og telur eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangun. Líkt og greint hefur verið frá voru samkomutakmarkanir hertar í gær og mega nú aðeins tíu koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hertar aðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. „Ég held að allir hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessar hertu sóttvarnaaðgerðir og það er alveg ljóst að við höfum kallað eftir því að ríkisstjórnin stígi fram með trúverðugar efnahagsaðgerðir til þess að styðja við bakið á fyrirtækjum. Það blasir auðvitað við að fyrirtæki sem að hökta í þessum samkomutakmörkunum og geta varla haldið úti starfsemi sinni, en eru á sama tíma að greiða laun fyrir starfsfólk sem er í sóttkví og jafnvel einangrun,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun „Ríkisstjórnir flestra ríkja Norðurlanda. Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa stigið inn í þetta með afgerandi hætti og eru farin að greiða laun starfsmanna í einangrun að hluta til. Það er eðlileg krafa og ég vænti þess að ríkisstjórnin muni sýna á spilin strax í næstu viku hvað það áhrærir.“ Hann segir ríkisstjórnina verða að koma fram með trúverðugar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum samhliða hertum aðgerðum. „Þau hafa aðeins sýnt á spilin. Þetta er sannarlega skref í rétta átt en ef það á að viðhalda þessu ástandi. Tíu manna samkomutakmörkunum þá er ljóst að það þarf að ganga enn lengra. Við verðum að hafa í huga að ríkissjóður er ekki í sömu stöðu og í upphafi faraldursins og það þarf að fara að meta þessar sóttvarnaaðgerður út frá fleiri þáttum að mínu viti, þar á meðal þarf að taka tillit til efnahagslegrar stöðu bæði almennings og fyrirtækja í landinu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42 Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá voru samkomutakmarkanir hertar í gær og mega nú aðeins tíu koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hertar aðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. „Ég held að allir hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessar hertu sóttvarnaaðgerðir og það er alveg ljóst að við höfum kallað eftir því að ríkisstjórnin stígi fram með trúverðugar efnahagsaðgerðir til þess að styðja við bakið á fyrirtækjum. Það blasir auðvitað við að fyrirtæki sem að hökta í þessum samkomutakmörkunum og geta varla haldið úti starfsemi sinni, en eru á sama tíma að greiða laun fyrir starfsfólk sem er í sóttkví og jafnvel einangrun,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun „Ríkisstjórnir flestra ríkja Norðurlanda. Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa stigið inn í þetta með afgerandi hætti og eru farin að greiða laun starfsmanna í einangrun að hluta til. Það er eðlileg krafa og ég vænti þess að ríkisstjórnin muni sýna á spilin strax í næstu viku hvað það áhrærir.“ Hann segir ríkisstjórnina verða að koma fram með trúverðugar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum samhliða hertum aðgerðum. „Þau hafa aðeins sýnt á spilin. Þetta er sannarlega skref í rétta átt en ef það á að viðhalda þessu ástandi. Tíu manna samkomutakmörkunum þá er ljóst að það þarf að ganga enn lengra. Við verðum að hafa í huga að ríkissjóður er ekki í sömu stöðu og í upphafi faraldursins og það þarf að fara að meta þessar sóttvarnaaðgerður út frá fleiri þáttum að mínu viti, þar á meðal þarf að taka tillit til efnahagslegrar stöðu bæði almennings og fyrirtækja í landinu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42 Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42
Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00
Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56