„Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina“ Atli Arason skrifar 17. janúar 2022 21:55 Jordan Semple Vilhelm Jordan Semple, leikmaður ÍR, var besti leikmaður vallarins í 88-77 sigri ÍR á Stjörnunni í kvöld. Jordan var sérstaklega öflugur þegar mest á reyndi á lokamínútum leiksins. Úr stöðunni 78-76 kom Jordan að öllum stigum ÍR, 2 stoðsendingar, 6 stig, 3 fráköst og tveir stolnir boltar á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Ég spilaði ágætlega. Við hreyfðum boltann vel í fyrri hálfleik en undir lok leiksins þá opnaðist smá pláss fyrir mig og þá tókst mér að fá nokkrar auðveld skot. Við spiluðum samt allir vel í dag en við misstum út byrjunarliðsmann rétt fyrir leik og þá stigu aðrir leikmenn upp,“ sagði Jordan í viðtali við Vísi eftir leik og átti þá við Sigvalda Eggertsson sem missti af leiknum vegna sóttkvíar. ÍR leiddi leikin lengst af áður en Stjarnan náði forustunni af þeim í fjórða leikhluta. „Við héldum okkur inn í leiknum. Við náðum miklu forskoti í fyrri hálfleik, alveg eins og í síðasta leik gegn Vestra. Svo komu þeir til baka og náðu forskotinu en við sýndum mikinn karakter þar sem við létum það ekki á okkur fá og héldum áfram að spila og enduðum á því að vinna leikinn.“ Stjarnan er með verstu þriggja stiga nýtinguna í deildinni en þeir hittu vel í kvöld og enduðu leikinn með 41% þriggja stiga nýtingu. „Þeir voru að hitta úr erfiðum skotum. Við vorum ekki að spila lélega vörn heldur voru þeir að hitta úr fáránlegum þriggja stiga skotum. Samkvæmt okkar leikgreiningu á þeim þá ætluðum við að leyfa þeim að taka þriggja stiga skot en þeir voru að hitta úr skotunum sama hvað við gerðum, þrátt fyrir að við vorum með höndina í andlitinu á þeim.“ Það kom ÍR-ingum í opna skjöldu hvað gestirnir úr Garðabænum hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Já það kom okkur á óvart en svona er körfubolti. Þú verður að spila leikinn þrátt fyrir það sem tölfræðin segir. Þeir fóru að hitta úr þessum skotum en þá verður maður bara að aðlagast. Við vissum samt að hvert einasta skot myndi ekki fara ofan í körfuna og þegar skot fór ekki ofan í þá þurftum við bara að vera tilbúnir að ná frákastinu og ná góðri sókn á þá á móti.“ Með sigrinum fer ÍR upp í 8 stig og jafnar Breiðablik af stigum en ÍR á næst leik gegn Blikum og eftir að hafa verið í fallsæti fyrir leikinn í kvöld þá geta Jordan og ÍR-ingar allt í einu leyft sér að dreyma um sæti í úrslitakeppninni. „Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina. Við erum nánast búnir að fá nýtt lið. Nýr þjálfar og nýir leikmenn. Markmiðið okkar er að sýna hvað ÍR stendur fyrir og koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima. Einhverjir eru búnir að afskrifa okkur en það skiptir engu máli fyrir okkur. Við munum bara halda áfram,“ sagði Jordan Semple, leikmaður ÍR, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Körfubolti Íslenski körfuboltinn ÍR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Sjá meira
Úr stöðunni 78-76 kom Jordan að öllum stigum ÍR, 2 stoðsendingar, 6 stig, 3 fráköst og tveir stolnir boltar á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Ég spilaði ágætlega. Við hreyfðum boltann vel í fyrri hálfleik en undir lok leiksins þá opnaðist smá pláss fyrir mig og þá tókst mér að fá nokkrar auðveld skot. Við spiluðum samt allir vel í dag en við misstum út byrjunarliðsmann rétt fyrir leik og þá stigu aðrir leikmenn upp,“ sagði Jordan í viðtali við Vísi eftir leik og átti þá við Sigvalda Eggertsson sem missti af leiknum vegna sóttkvíar. ÍR leiddi leikin lengst af áður en Stjarnan náði forustunni af þeim í fjórða leikhluta. „Við héldum okkur inn í leiknum. Við náðum miklu forskoti í fyrri hálfleik, alveg eins og í síðasta leik gegn Vestra. Svo komu þeir til baka og náðu forskotinu en við sýndum mikinn karakter þar sem við létum það ekki á okkur fá og héldum áfram að spila og enduðum á því að vinna leikinn.“ Stjarnan er með verstu þriggja stiga nýtinguna í deildinni en þeir hittu vel í kvöld og enduðu leikinn með 41% þriggja stiga nýtingu. „Þeir voru að hitta úr erfiðum skotum. Við vorum ekki að spila lélega vörn heldur voru þeir að hitta úr fáránlegum þriggja stiga skotum. Samkvæmt okkar leikgreiningu á þeim þá ætluðum við að leyfa þeim að taka þriggja stiga skot en þeir voru að hitta úr skotunum sama hvað við gerðum, þrátt fyrir að við vorum með höndina í andlitinu á þeim.“ Það kom ÍR-ingum í opna skjöldu hvað gestirnir úr Garðabænum hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Já það kom okkur á óvart en svona er körfubolti. Þú verður að spila leikinn þrátt fyrir það sem tölfræðin segir. Þeir fóru að hitta úr þessum skotum en þá verður maður bara að aðlagast. Við vissum samt að hvert einasta skot myndi ekki fara ofan í körfuna og þegar skot fór ekki ofan í þá þurftum við bara að vera tilbúnir að ná frákastinu og ná góðri sókn á þá á móti.“ Með sigrinum fer ÍR upp í 8 stig og jafnar Breiðablik af stigum en ÍR á næst leik gegn Blikum og eftir að hafa verið í fallsæti fyrir leikinn í kvöld þá geta Jordan og ÍR-ingar allt í einu leyft sér að dreyma um sæti í úrslitakeppninni. „Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina. Við erum nánast búnir að fá nýtt lið. Nýr þjálfar og nýir leikmenn. Markmiðið okkar er að sýna hvað ÍR stendur fyrir og koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima. Einhverjir eru búnir að afskrifa okkur en það skiptir engu máli fyrir okkur. Við munum bara halda áfram,“ sagði Jordan Semple, leikmaður ÍR, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Körfubolti Íslenski körfuboltinn ÍR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Sjá meira