Við erum börnin okkar Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir skrifar 19. janúar 2022 14:30 Foreldrahlutverkið er eitt það mest krefjandi hlutverk sem einstaklingur tekur að sér á lífsleiðinni. Við fáum í hendurnar einstakling sem treystir á okkur í einu og öllu, allt það sem við gerum endurspeglast í barninu. Við foreldrarnir erum helstu fyrirmyndir barnanna, því skiptir máli að börnin sjái og fái að taka þátt þegar við hreyfum okkur. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að hreyfa okkur, fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing. Ef við kennum börnunum okkar að skreppa út í göngutúr eða fara út að hlaupa þá erum við að kenna þeim mikilvægt undirstöðuatriði til heilbrigðs lífs til framtíðar. Börnin spegla sig í foreldrunum Þegar ég var lítil var mamma í gönguklúbb, ég var svo heppinn að fá að skottast með í styttri ferðum og kynnast þannig að ganga út í náttúrunni bæða til þess að njóta en einnig til heilsubóta. Nú sem þriggja barna móðir reyni ég að taka hlutverk mitt alvarlega, hvort sem er að bjóða krökkunum með mér í stuttar fjallgöngur, út að ganga eða hlaupa. Það er ótrúlegt hvað stuttar fætur geta komist langt með smá hvatningu og gleði. Á þessum ferðum, hvort sem þær eru stuttar eða langar náum við góðri stund saman sem ég vonast til með að styrkja samband okkar þegar börnin komast á unglingsár. En ekki bara það, von mín er að krakkarnir læri að finna hjá sér hvöt til þess að fá sér göngutúr eða fara út að hlaupa án mín þegar þau verða eldri. Með þessu vonast ég til að skila af mér hamingjusömum og heilbrigðum einstaklingum út í lífið. Hreyfum okkur saman Nú á nýju ári eru komin af stað tvö átaksverkefni sem tilvalið er að nýta sér til að komast í gang. Slöbbum saman er skemmtilegt og spennandi samstarfsverkefni sem UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið og Sýn hafa sett af stað og stendur það til 15. febrúar. Þetta verkefni snýst ekki um það hver hreyfir sig mest heldur er það hvatning til fólks um að bæta við sig hreyfingu. Til þess að eiga möguleika á skemmtilegum glaðningi þá getur þú skráð þig á visir.is/slobbumsaman eða merktu mynd með þér og ef til vill fjölskyldu þinni úr göngunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #slobbumsaman. Hitt verkefnið er Lífshlaupið, það er heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Skráning hófst í dag og hægt er að taka þátt sem einstaklingur, en einnig er í boði vinnustaðakeppni, framhaldsskólakeppni og grunnskólakeppni. Endilega tökum umræðuna um þetta við börnin okkar og vekjum áhuga. Gleymum ekki ömmu og afa Ömmur og afar, já og frændur og frænkur skipta líka miklu máli í uppeldi barna. Við skulum hvetja hvort annað og vera dugleg að bjóða krökkunum út að leika og kenna þeim hversu dásamlegt það er að hreyfa sig úti. Höfundur er sambandstjóri Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Foreldrahlutverkið er eitt það mest krefjandi hlutverk sem einstaklingur tekur að sér á lífsleiðinni. Við fáum í hendurnar einstakling sem treystir á okkur í einu og öllu, allt það sem við gerum endurspeglast í barninu. Við foreldrarnir erum helstu fyrirmyndir barnanna, því skiptir máli að börnin sjái og fái að taka þátt þegar við hreyfum okkur. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að hreyfa okkur, fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing. Ef við kennum börnunum okkar að skreppa út í göngutúr eða fara út að hlaupa þá erum við að kenna þeim mikilvægt undirstöðuatriði til heilbrigðs lífs til framtíðar. Börnin spegla sig í foreldrunum Þegar ég var lítil var mamma í gönguklúbb, ég var svo heppinn að fá að skottast með í styttri ferðum og kynnast þannig að ganga út í náttúrunni bæða til þess að njóta en einnig til heilsubóta. Nú sem þriggja barna móðir reyni ég að taka hlutverk mitt alvarlega, hvort sem er að bjóða krökkunum með mér í stuttar fjallgöngur, út að ganga eða hlaupa. Það er ótrúlegt hvað stuttar fætur geta komist langt með smá hvatningu og gleði. Á þessum ferðum, hvort sem þær eru stuttar eða langar náum við góðri stund saman sem ég vonast til með að styrkja samband okkar þegar börnin komast á unglingsár. En ekki bara það, von mín er að krakkarnir læri að finna hjá sér hvöt til þess að fá sér göngutúr eða fara út að hlaupa án mín þegar þau verða eldri. Með þessu vonast ég til að skila af mér hamingjusömum og heilbrigðum einstaklingum út í lífið. Hreyfum okkur saman Nú á nýju ári eru komin af stað tvö átaksverkefni sem tilvalið er að nýta sér til að komast í gang. Slöbbum saman er skemmtilegt og spennandi samstarfsverkefni sem UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið og Sýn hafa sett af stað og stendur það til 15. febrúar. Þetta verkefni snýst ekki um það hver hreyfir sig mest heldur er það hvatning til fólks um að bæta við sig hreyfingu. Til þess að eiga möguleika á skemmtilegum glaðningi þá getur þú skráð þig á visir.is/slobbumsaman eða merktu mynd með þér og ef til vill fjölskyldu þinni úr göngunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #slobbumsaman. Hitt verkefnið er Lífshlaupið, það er heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Skráning hófst í dag og hægt er að taka þátt sem einstaklingur, en einnig er í boði vinnustaðakeppni, framhaldsskólakeppni og grunnskólakeppni. Endilega tökum umræðuna um þetta við börnin okkar og vekjum áhuga. Gleymum ekki ömmu og afa Ömmur og afar, já og frændur og frænkur skipta líka miklu máli í uppeldi barna. Við skulum hvetja hvort annað og vera dugleg að bjóða krökkunum út að leika og kenna þeim hversu dásamlegt það er að hreyfa sig úti. Höfundur er sambandstjóri Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB.
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar