Neita sér um að fara til tannlæknis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. janúar 2022 21:00 Rétt tæpur þriðjungur launafólks sem tók þátt í könnuninni segist hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu því það hefði ekki efni á henni. vísir/vilhelm Andlegri líðan launafólks hefur hrakað hratt síðasta árið og um þriðjungur þess er nú talinn búa við slæma andlega heilsu. Fjöldi þeirra hefur þurft að neita sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna fjárhagsstöðu sinnar. Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Alþýðusambandsins (ASÍ) og BSRB. Þær voru kynntar á fundi félaganna í dag. Sambærileg könnun var gerð fyrir ári síðan en þá reyndust um tveir af hverjum tíu félagsmönnum vera með slæma andlega heilsu. Í ár voru þeir mun fleiri, næstum þriðjungur allra félagsmanna, ef marka má könnunina. Hlutfall svarenda sem greindust með slæma andlega líðan.vísir „Við mældum þetta í fyrsta sinn fyrir ári síðan, andlega líðan, og þá kom okkur á óvart, niðurstöðurnar að hún var slæm. Hún hefur versnað núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Aukið álag út af Covid verður þess valdandi að það er verri andleg líðan að mínu mati.“ Drífa segir að könnunin endurspegli raunveruleika launafólks. Hún verði höfð til hliðsjónar við komandi kjarasamningsgerð. vísir/arnar Og sú ályktun er ekki úr lausu lofti gripin hjá Drífu því að helmingur þeirra níu þúsund sem tóku þátt í könnuninni finnur fyrir meira álagi í starfi vegna heimsfaraldursins. Könnunin var opin fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en þeir eru um 150 þúsund talsins. Fara ekki til tannlæknis Könnunin sýnir einnig að það er að stórum hluta til sami hópur sem kemur verst út úr þeim þáttum sem kannaðir voru. Það eru helst innflytjendur og einstæðar mæður. „Við sjáum skýr tengsl á milli fjárhagserfiðleika og hvernig þér líður andlega og hvort að þú hafir þá efni á að sækja þér heilbrigðisþjónustu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Sonja Ýr vill að viss heilbrigðisþjónusta sé meira niðurgreidd fyrir þá sem geta ekki notið hennar í dag.vísir/arnar Í könnuninni kom nefnilega fram að um helmingur launafólks hefði neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna þess að það hefur ekki efni á henni. Þar nefna langflestir tannlæknaþjónustu en þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um hana. Því næst koma sálfræðiþjónusta, sem um fjórðungur hefur neitað sér um og sjúkraþjálfun, sem um 15% hafa neitað sér um. Rúm 30 prósent sem svöruðu könnuninni hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu.vísir Könnunin mun hafa áhrif á komandi kjarasamningsviðræður En hvað er hægt að gera í þessu? Krefjast verkalýðsfélögin þess að þessi þjónusta verði meira greidd niður af ríkinu? „Ég held að það þurfi aðgerðir inni á vinnustöðum og í samfélaginu öllu til að tryggja aðgengi að þessari þjónustu fyrir þá sem þurfa á að halda sem að sömuleiðis væri meira niðurgreidd en hún er í dag,“ segir Sonja Ýr. Niðurstöður könnunarinnar munu þá hafa áhrif á kjarasamningsgerð næsta vetur. „Það er okkar hlutverk í kjarasamningum að birta raunveruleika launafólks,“ segir Drífa. „Og niðurstaðan þarna segir mér að stór hluti af næstu kjarasamningum verður tekinn í samhengi við heilbrigði og húsnæðismál.“ Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið. 19. janúar 2022 13:58 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Alþýðusambandsins (ASÍ) og BSRB. Þær voru kynntar á fundi félaganna í dag. Sambærileg könnun var gerð fyrir ári síðan en þá reyndust um tveir af hverjum tíu félagsmönnum vera með slæma andlega heilsu. Í ár voru þeir mun fleiri, næstum þriðjungur allra félagsmanna, ef marka má könnunina. Hlutfall svarenda sem greindust með slæma andlega líðan.vísir „Við mældum þetta í fyrsta sinn fyrir ári síðan, andlega líðan, og þá kom okkur á óvart, niðurstöðurnar að hún var slæm. Hún hefur versnað núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Aukið álag út af Covid verður þess valdandi að það er verri andleg líðan að mínu mati.“ Drífa segir að könnunin endurspegli raunveruleika launafólks. Hún verði höfð til hliðsjónar við komandi kjarasamningsgerð. vísir/arnar Og sú ályktun er ekki úr lausu lofti gripin hjá Drífu því að helmingur þeirra níu þúsund sem tóku þátt í könnuninni finnur fyrir meira álagi í starfi vegna heimsfaraldursins. Könnunin var opin fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en þeir eru um 150 þúsund talsins. Fara ekki til tannlæknis Könnunin sýnir einnig að það er að stórum hluta til sami hópur sem kemur verst út úr þeim þáttum sem kannaðir voru. Það eru helst innflytjendur og einstæðar mæður. „Við sjáum skýr tengsl á milli fjárhagserfiðleika og hvernig þér líður andlega og hvort að þú hafir þá efni á að sækja þér heilbrigðisþjónustu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Sonja Ýr vill að viss heilbrigðisþjónusta sé meira niðurgreidd fyrir þá sem geta ekki notið hennar í dag.vísir/arnar Í könnuninni kom nefnilega fram að um helmingur launafólks hefði neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna þess að það hefur ekki efni á henni. Þar nefna langflestir tannlæknaþjónustu en þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um hana. Því næst koma sálfræðiþjónusta, sem um fjórðungur hefur neitað sér um og sjúkraþjálfun, sem um 15% hafa neitað sér um. Rúm 30 prósent sem svöruðu könnuninni hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu.vísir Könnunin mun hafa áhrif á komandi kjarasamningsviðræður En hvað er hægt að gera í þessu? Krefjast verkalýðsfélögin þess að þessi þjónusta verði meira greidd niður af ríkinu? „Ég held að það þurfi aðgerðir inni á vinnustöðum og í samfélaginu öllu til að tryggja aðgengi að þessari þjónustu fyrir þá sem þurfa á að halda sem að sömuleiðis væri meira niðurgreidd en hún er í dag,“ segir Sonja Ýr. Niðurstöður könnunarinnar munu þá hafa áhrif á kjarasamningsgerð næsta vetur. „Það er okkar hlutverk í kjarasamningum að birta raunveruleika launafólks,“ segir Drífa. „Og niðurstaðan þarna segir mér að stór hluti af næstu kjarasamningum verður tekinn í samhengi við heilbrigði og húsnæðismál.“
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið. 19. janúar 2022 13:58 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið. 19. janúar 2022 13:58