Rándýr stóll Góða hirðisins loksins kominn með heimili Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. janúar 2022 21:00 Nýuppgerður stóllinn og helstu leikendur í þessu stóra máli. Frá vinstri: Ólafur Thorarensen húsgagnasmiður, Ásdís Birgisdóttir, nemi í húsgagnabólstrun, Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal og Heiða Eiríksdóttir hjá Ljósinu. vísir/egill Saga rándýra hönnunarstólsins sem var til sölu hjá Góða hirðinum fékk farsælan endi í dag. Stóllinn hefur hlotið sannkallaða yfirhalningu og var í dag gefinn til góðgerðasamtaka. Það vakti mikla athygli þegar stóllinn fór á sölu hjá Góða hirðinum og var settur á hálfa milljón króna. Stóllinn er dönsk hönnunarvara frá 6. áratug síðustu aldar. Fyrrverandi eigandi hans gaf sig svo fram við Góða hirðinn. Sá hafði misst konu sína úr krabbameini og vildi að stóllinn færi á uppboð þar sem ágóðinn af sölunni rynni til Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Það var svo eigandi Epal hönnunarvöruverslunar sem keypti stólinn fyrir 165 þúsund krónur og ákvað að styrkja Ljósið enn meira, um samtals 330 þúsund krónur. Stóll sem gefur gott í hjartað Svo var að ákveða hvað ætti að gera við sjálfan stólinn. „Og ég fékk fullt af svona áhugaverðum ábendingum en margir sögðu mér finnst Ljósið eiga að fá hann. Tónninn á að enda þar. Svo að við tókum þá ákvörðun,“ segir Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal. Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, segir sorglegt að sjá eftirlíkingar af íslenskri hönnun erlendis. Stóllinn var afhentur Ljósinu í dag. „Þetta er bara bæði gott í hjartað, yndislegt að fá þennan styrk, sagan öll og allt þetta góða fólk sem kemur að þessu þannig við erum bara himinlifandi,“ segir Heiða Eiríksdóttir hjá Ljósinu. En stóllinn fékk sannkallaða yfirhalningu áður en hann var afhentur. Margir hneyksluðust nefnilega á verðinu á stólnum, eins illa farinn og hann var. En Eyjólfur fékk bólstrunarnema og húsgagnasmið með sér í lið til að lagfæra stólinn sem er orðinn glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Stóllinn fyrir og eftir yfirhalningu Ólafs og Ásdísar.vísir/sigurjón/egill „Og hvað gerðirðu við stólinn, hvað er búið að gera við hann? Slípa hann upp og vinna allt gamla efnið af honum, bæði fitu og annað og bera svo á hann aftur,“ segir Ólafur Thorarensen húsgagnasmiður. Dansk-íslenskur stóll Og þegar smiðurinn hafði lokið sér af tók bólstrunarneminn við. „Ég bara vil gjarnan gefa vinnu mína þar sem hægt er og mér þetta fannst mér alveg tilvalið, “ segir Ásdís Birgisdóttir, nemi í húsgagnabólstrun. „Mér finnst þetta ákaflega skemmtilegt og ekki síst að fást við íslenskt hráefni og að stóllinn sé að fara á svona góðan stað,“ heldur hún áfram. Þannig bólstraði Ásdís hann með íslensku ullarefni, sem Kormákur og Skjöldur nota í tvítjakka sína. Þetta er orðinn svona dansk-íslenskur stóll er það ekki? „Jú, jú, og það er nú gott í tilefni kvöldsins þegar Danmörk og Ísland spila handbolta í kvöld,“ segir Eyjólfur. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Tíska og hönnun Sorpa Verslun Reykjavík Hús og heimili Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eyjólfur í Epal með hæsta boð og leitar fólks sem á skilið að fá stólinn gefins Eyjólfur Pálsson, stofnandi og aðaleigandi Epal, átti hæsta boðið í danskan hönnunarstól sem Góði hirðirinn setti á uppboð á dögunum. 165 þúsund krónur fengust fyrir stólinn sem hannaður er af danska húsgagnahönnuðinum Arne Vodder en upphæðin rennur til Ljóssins. 21. desember 2021 08:01 Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. 14. desember 2021 19:00 Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar stóllinn fór á sölu hjá Góða hirðinum og var settur á hálfa milljón króna. Stóllinn er dönsk hönnunarvara frá 6. áratug síðustu aldar. Fyrrverandi eigandi hans gaf sig svo fram við Góða hirðinn. Sá hafði misst konu sína úr krabbameini og vildi að stóllinn færi á uppboð þar sem ágóðinn af sölunni rynni til Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Það var svo eigandi Epal hönnunarvöruverslunar sem keypti stólinn fyrir 165 þúsund krónur og ákvað að styrkja Ljósið enn meira, um samtals 330 þúsund krónur. Stóll sem gefur gott í hjartað Svo var að ákveða hvað ætti að gera við sjálfan stólinn. „Og ég fékk fullt af svona áhugaverðum ábendingum en margir sögðu mér finnst Ljósið eiga að fá hann. Tónninn á að enda þar. Svo að við tókum þá ákvörðun,“ segir Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal. Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, segir sorglegt að sjá eftirlíkingar af íslenskri hönnun erlendis. Stóllinn var afhentur Ljósinu í dag. „Þetta er bara bæði gott í hjartað, yndislegt að fá þennan styrk, sagan öll og allt þetta góða fólk sem kemur að þessu þannig við erum bara himinlifandi,“ segir Heiða Eiríksdóttir hjá Ljósinu. En stóllinn fékk sannkallaða yfirhalningu áður en hann var afhentur. Margir hneyksluðust nefnilega á verðinu á stólnum, eins illa farinn og hann var. En Eyjólfur fékk bólstrunarnema og húsgagnasmið með sér í lið til að lagfæra stólinn sem er orðinn glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Stóllinn fyrir og eftir yfirhalningu Ólafs og Ásdísar.vísir/sigurjón/egill „Og hvað gerðirðu við stólinn, hvað er búið að gera við hann? Slípa hann upp og vinna allt gamla efnið af honum, bæði fitu og annað og bera svo á hann aftur,“ segir Ólafur Thorarensen húsgagnasmiður. Dansk-íslenskur stóll Og þegar smiðurinn hafði lokið sér af tók bólstrunarneminn við. „Ég bara vil gjarnan gefa vinnu mína þar sem hægt er og mér þetta fannst mér alveg tilvalið, “ segir Ásdís Birgisdóttir, nemi í húsgagnabólstrun. „Mér finnst þetta ákaflega skemmtilegt og ekki síst að fást við íslenskt hráefni og að stóllinn sé að fara á svona góðan stað,“ heldur hún áfram. Þannig bólstraði Ásdís hann með íslensku ullarefni, sem Kormákur og Skjöldur nota í tvítjakka sína. Þetta er orðinn svona dansk-íslenskur stóll er það ekki? „Jú, jú, og það er nú gott í tilefni kvöldsins þegar Danmörk og Ísland spila handbolta í kvöld,“ segir Eyjólfur. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Tíska og hönnun Sorpa Verslun Reykjavík Hús og heimili Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eyjólfur í Epal með hæsta boð og leitar fólks sem á skilið að fá stólinn gefins Eyjólfur Pálsson, stofnandi og aðaleigandi Epal, átti hæsta boðið í danskan hönnunarstól sem Góði hirðirinn setti á uppboð á dögunum. 165 þúsund krónur fengust fyrir stólinn sem hannaður er af danska húsgagnahönnuðinum Arne Vodder en upphæðin rennur til Ljóssins. 21. desember 2021 08:01 Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. 14. desember 2021 19:00 Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Eyjólfur í Epal með hæsta boð og leitar fólks sem á skilið að fá stólinn gefins Eyjólfur Pálsson, stofnandi og aðaleigandi Epal, átti hæsta boðið í danskan hönnunarstól sem Góði hirðirinn setti á uppboð á dögunum. 165 þúsund krónur fengust fyrir stólinn sem hannaður er af danska húsgagnahönnuðinum Arne Vodder en upphæðin rennur til Ljóssins. 21. desember 2021 08:01
Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. 14. desember 2021 19:00
Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent