Um frelsi og samstöðu Natan Kolbeinsson skrifar 21. janúar 2022 10:30 Heilbrigðisráðherra labbar í áttina að bílnum sínum að loknum ríkisstjórnarfundi. Fjölmiðlar bíða fyrir utan eftir því að tilkynnt verði hvað sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fólk má og má ekki gera næstu tvær til þrjár vikurnar. Þetta er það sem við höfum vanist síðustu ár að ákvarðanir um hvaða fólk má vinna og hverjir ekki, hversu margir fá að hittast eða hvort allir sem að þú vilt að mæti í jarðaför foreldri þíns geti það. Svo förum við að sjá til sólar aftur, þá er blásið til gleðifundar þar sem ráðherrar tilkynna að ríkisstjórnin ætlar að leyfa þér að mæta til vinnu og kveðja foreldri þitt eins og þú vildir gera það. Atferli og orðræða ríkisstjórnarinnar hefur nefnilega verið þannig bróðurpart þessa faraldurs að sóttvarnalæknir ákveður að skerða frelsið en ráðherrar ákveða að skila því aftur til okkar. Skerðingar eru tilkynntar eins og smávægilegar breytingar sem fólk þarf ekkert að pæla í en hver millimeter af frelsi sem við fáum aftur er fagnaðarefni sem er þeim einum að þakka. En það er í sjálfu sér ekki furðulegt að við höfum fallið í þessa gryfju. Þar sem ríkisstjórnin hefur aldrei þurft að standa með þessum aðgerðum eða bera ábyrgð á þeim. Ráðherrarnir hafa aldrei þurft að sækja heimild fyrir þeim til Alþingis heldur bara tekist á um þær sín á milli og muldra svo lágum rómi í fjölmiðlum ef þeir eru ekki sammála aðgerðunum. Þó aldrei það hátt að það beri á óeiningu um þetta heldur alltaf á þann hátt að rétta fólkið heyri þetta en það verði nú aldrei stór mál úr þessu. Ákvarðanir sem teknar eru án lýðræðislegrar aðkomu eru ekki ákvarðanir sem hægt er að gera kröfu um að allir standi með. Það er því sérstaklega mikilvægt að þegar við erum á þeim stað í faraldrinum að þreyta almennings og vantraust á aðgerðum er að verða háværari að ríkisstjórnin fari að verja þessar ákvarðnir á Alþingi og fái fyrir þeim lýðræðislegt umboð. Öllu valdi fylgir ábyrgð og þá sérstaklega þegar um er að ræða vald yfir því hverjir fá að mæta í vinnuna þessa vikuna eða hverja þú mátt hitta. Ákvarðanir um þetta eiga skilið meiri alvöruþunga en að heilbrigðisráðherra ræði þær stuttlega við fjölmiðla á leiðinni út í bíl að loknum fundi. Ákvarðanir um skerðingu frelsis eiga líka skilið meiri alvarleika en svo að ráðherrar geti bent á einhvern annan en tekið sér svo allan heiðurinn þegar þessar skerðingunum er aflétt. Það er því ein grunn forsenda þess að mögulega sé aftur hægt að byggja aftur samstöðu um þessar sóttvarnaraðgerðir að þær fái ekki bara lýðræðislegt umboð Alþingis heldur líka stuðning ríkisstjórnar sem þarf að standa með ákvörðun sinni á kröftugri hátt en að skrifa bara undir og benda svo á embættismenn til að fría sig af allri ábyrgð. Höfundur er ritari stjórnar Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Natan Kolbeinsson Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon Skoðun Fjarðabyggð gegn kjarasamningum Halla Gunnarsdóttir,Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir Skoðun Af styrkjum Sigmar Guðmundsson Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir Skoðun Geta íþróttir bjargað mannslífum? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Mikilvægi þess að eiga hetjur Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Geta íþróttir bjargað mannslífum? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Fylkjum liði með kennurum og börnunum okkar Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Vaknaðu menningarþjóð! Ása Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjarðabyggð gegn kjarasamningum Halla Gunnarsdóttir,Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir skrifar Skoðun Af styrkjum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkara samfélag: Framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi þess að eiga hetjur Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra labbar í áttina að bílnum sínum að loknum ríkisstjórnarfundi. Fjölmiðlar bíða fyrir utan eftir því að tilkynnt verði hvað sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fólk má og má ekki gera næstu tvær til þrjár vikurnar. Þetta er það sem við höfum vanist síðustu ár að ákvarðanir um hvaða fólk má vinna og hverjir ekki, hversu margir fá að hittast eða hvort allir sem að þú vilt að mæti í jarðaför foreldri þíns geti það. Svo förum við að sjá til sólar aftur, þá er blásið til gleðifundar þar sem ráðherrar tilkynna að ríkisstjórnin ætlar að leyfa þér að mæta til vinnu og kveðja foreldri þitt eins og þú vildir gera það. Atferli og orðræða ríkisstjórnarinnar hefur nefnilega verið þannig bróðurpart þessa faraldurs að sóttvarnalæknir ákveður að skerða frelsið en ráðherrar ákveða að skila því aftur til okkar. Skerðingar eru tilkynntar eins og smávægilegar breytingar sem fólk þarf ekkert að pæla í en hver millimeter af frelsi sem við fáum aftur er fagnaðarefni sem er þeim einum að þakka. En það er í sjálfu sér ekki furðulegt að við höfum fallið í þessa gryfju. Þar sem ríkisstjórnin hefur aldrei þurft að standa með þessum aðgerðum eða bera ábyrgð á þeim. Ráðherrarnir hafa aldrei þurft að sækja heimild fyrir þeim til Alþingis heldur bara tekist á um þær sín á milli og muldra svo lágum rómi í fjölmiðlum ef þeir eru ekki sammála aðgerðunum. Þó aldrei það hátt að það beri á óeiningu um þetta heldur alltaf á þann hátt að rétta fólkið heyri þetta en það verði nú aldrei stór mál úr þessu. Ákvarðanir sem teknar eru án lýðræðislegrar aðkomu eru ekki ákvarðanir sem hægt er að gera kröfu um að allir standi með. Það er því sérstaklega mikilvægt að þegar við erum á þeim stað í faraldrinum að þreyta almennings og vantraust á aðgerðum er að verða háværari að ríkisstjórnin fari að verja þessar ákvarðnir á Alþingi og fái fyrir þeim lýðræðislegt umboð. Öllu valdi fylgir ábyrgð og þá sérstaklega þegar um er að ræða vald yfir því hverjir fá að mæta í vinnuna þessa vikuna eða hverja þú mátt hitta. Ákvarðanir um þetta eiga skilið meiri alvöruþunga en að heilbrigðisráðherra ræði þær stuttlega við fjölmiðla á leiðinni út í bíl að loknum fundi. Ákvarðanir um skerðingu frelsis eiga líka skilið meiri alvarleika en svo að ráðherrar geti bent á einhvern annan en tekið sér svo allan heiðurinn þegar þessar skerðingunum er aflétt. Það er því ein grunn forsenda þess að mögulega sé aftur hægt að byggja aftur samstöðu um þessar sóttvarnaraðgerðir að þær fái ekki bara lýðræðislegt umboð Alþingis heldur líka stuðning ríkisstjórnar sem þarf að standa með ákvörðun sinni á kröftugri hátt en að skrifa bara undir og benda svo á embættismenn til að fría sig af allri ábyrgð. Höfundur er ritari stjórnar Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Sterkara samfélag: Framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar