Sóttvarnarhræsni á Twitter Sigmar Guðmundsson skrifar 21. janúar 2022 11:00 Umræðan endalausa um hvar mörkin á milli sóttvarna og frelsis liggja í heimsfaraldrinum tekur stundum á sig furðulega mynd. Ekki síst þegar þeir sem taka ákvarðanir um skerðingu mannréttinda, eða eru í raunverulegri stöðu til að hafa áhrif á þær ákvarðanir, kannast ekkert við hlutverk sitt og svamla um í lýðskrumspollinum. Í nýlegri fréttaúttekt á Stöð tvö kom fram að mikill meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks efast um réttmæti harðra sóttvarnartakmarkana. Og þær eru svo sannarlega harðar í dag. Alls 12 af 17 þingmönnum flokksins styðja í raun ekki ríkisstjórnina í þessum málum og þar af eru þrír ráðherrar. Þetta er alveg magnað. 12 stjórnarþingmenn, þar af þrír ráðherrar, eru ekki sammála þeim hörðu takmörkunum sem þeirra eigin ríkisstjórn setur á landsmenn. Varaþingmaður flokksins í Suðurvesturkjördæmi leiðir skrúðgönguna og krefst afsagnar sóttvarnarlæknis á milli þess sem hann reynir að koma í veg fyrir að börn verði bólusett. Við heyrum þessa þingmenn og ráðherra ítrekað tala gegn ákvörðun eigin ríkisstjórnar. Þeir tala og tala, en þeir gera ekki neitt. Þessir 12 þingmenn, og þar af þrír ráðherrar, hafa raunveruleg völd. En þeir kjósa að beita því valdi ekki. Hvorki við ríkisstjórnarborðið, né sem þingflokkur. Þeir tala fallega og af innlifun um frelsið og mannréttindin og benda ítrekað á allsvakalegar afleiðingar af hörðum sóttvörnum. Félagslegar og andlegar afleiðingar og útgjöld ríkissjóðs upp á tugi milljarða. En það er ekki nóg að vera svalur á Twitter. Að standa bara með frelsinu í orði en ekki í verki við ríkisstjórnarborðið er hræsni. Einn af öðrum týnast þessir 12 þingmenn upp í ræðupúlt Alþingis, fullkomlega ómeðvitaðir um að þeir eru við völd, til þess eins að vera skotnir niður af samstarfsflokkunum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG sakaði þá um upphrópanir í þinginu í vikunni og í gær sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að samráðherrarnir úr Sjálfstæðisflokknum „rugli umræðuna og grafi undan þeim aðgerðum“ sem gripið er til í sóttvarnarskyni. Þetta er ekkert annað en illa skrifað leikrit. Þessir 12 þingmenn eru eins og bandarískur kviðdómur sem kemst aldrei að niðurstöðu. Ég hef vissa samúð með þeim enda efnislega sammála því að nýtt og vægara veiruafbrigði, auk víðtækra bólusetninga, hlýtur að gefa tilefni til að endurhugsa nálgun okkar þegar kemur að viðbrögðum við þessum faraldri. Skilin á milli frelsis og takmarkana eru á öðrum stað í dag en fyrir fáeinum vikum, það hlýtur að blasa við okkur öllum þegar tölfræðin er skoðuð. En að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engin raunveruleg áhrif sem varða frelsi einstaklingsins er auðvitað í hrópandi andstöðu við hans helstu hugsjónir. Fyrir nú utan að það má vel gera þá kröfu á ríkisstjórn á neyðartímum, sama hvernig hún er samsett, að hún leiði þjóðina með samstilltum hætti í gegnum hættuástandið, en tali ekki út og suður. Að einstaka ráðherrar „grafi ekki undan“ og „rugli umræðuna“ með því að samþykkja aðgerðir en tali svo innihaldslaust gegn eigin samþykktum til þess eins að friða órólegt bakland. Höfundur er alþingismaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan endalausa um hvar mörkin á milli sóttvarna og frelsis liggja í heimsfaraldrinum tekur stundum á sig furðulega mynd. Ekki síst þegar þeir sem taka ákvarðanir um skerðingu mannréttinda, eða eru í raunverulegri stöðu til að hafa áhrif á þær ákvarðanir, kannast ekkert við hlutverk sitt og svamla um í lýðskrumspollinum. Í nýlegri fréttaúttekt á Stöð tvö kom fram að mikill meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks efast um réttmæti harðra sóttvarnartakmarkana. Og þær eru svo sannarlega harðar í dag. Alls 12 af 17 þingmönnum flokksins styðja í raun ekki ríkisstjórnina í þessum málum og þar af eru þrír ráðherrar. Þetta er alveg magnað. 12 stjórnarþingmenn, þar af þrír ráðherrar, eru ekki sammála þeim hörðu takmörkunum sem þeirra eigin ríkisstjórn setur á landsmenn. Varaþingmaður flokksins í Suðurvesturkjördæmi leiðir skrúðgönguna og krefst afsagnar sóttvarnarlæknis á milli þess sem hann reynir að koma í veg fyrir að börn verði bólusett. Við heyrum þessa þingmenn og ráðherra ítrekað tala gegn ákvörðun eigin ríkisstjórnar. Þeir tala og tala, en þeir gera ekki neitt. Þessir 12 þingmenn, og þar af þrír ráðherrar, hafa raunveruleg völd. En þeir kjósa að beita því valdi ekki. Hvorki við ríkisstjórnarborðið, né sem þingflokkur. Þeir tala fallega og af innlifun um frelsið og mannréttindin og benda ítrekað á allsvakalegar afleiðingar af hörðum sóttvörnum. Félagslegar og andlegar afleiðingar og útgjöld ríkissjóðs upp á tugi milljarða. En það er ekki nóg að vera svalur á Twitter. Að standa bara með frelsinu í orði en ekki í verki við ríkisstjórnarborðið er hræsni. Einn af öðrum týnast þessir 12 þingmenn upp í ræðupúlt Alþingis, fullkomlega ómeðvitaðir um að þeir eru við völd, til þess eins að vera skotnir niður af samstarfsflokkunum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG sakaði þá um upphrópanir í þinginu í vikunni og í gær sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að samráðherrarnir úr Sjálfstæðisflokknum „rugli umræðuna og grafi undan þeim aðgerðum“ sem gripið er til í sóttvarnarskyni. Þetta er ekkert annað en illa skrifað leikrit. Þessir 12 þingmenn eru eins og bandarískur kviðdómur sem kemst aldrei að niðurstöðu. Ég hef vissa samúð með þeim enda efnislega sammála því að nýtt og vægara veiruafbrigði, auk víðtækra bólusetninga, hlýtur að gefa tilefni til að endurhugsa nálgun okkar þegar kemur að viðbrögðum við þessum faraldri. Skilin á milli frelsis og takmarkana eru á öðrum stað í dag en fyrir fáeinum vikum, það hlýtur að blasa við okkur öllum þegar tölfræðin er skoðuð. En að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engin raunveruleg áhrif sem varða frelsi einstaklingsins er auðvitað í hrópandi andstöðu við hans helstu hugsjónir. Fyrir nú utan að það má vel gera þá kröfu á ríkisstjórn á neyðartímum, sama hvernig hún er samsett, að hún leiði þjóðina með samstilltum hætti í gegnum hættuástandið, en tali ekki út og suður. Að einstaka ráðherrar „grafi ekki undan“ og „rugli umræðuna“ með því að samþykkja aðgerðir en tali svo innihaldslaust gegn eigin samþykktum til þess eins að friða órólegt bakland. Höfundur er alþingismaður Viðreisnar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun