Spyr sóttvarnalækni daglega hvort hægt sé að aflétta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2022 13:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segist spyrja sóttvarnalækni daglega hvort hægt sé að fara létta á takmörkunum og telur jákvæð teikn á lofti í faraldrinum. Tæplega 1.500 greindust með veiruna í gær 1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur þeirra í sóttkví. Þar að auki greindust 211 á landamærum. Það fjölgar aðeins á sjúkrahúsi milli daga þar sem nú eru 35 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að unnið væri að því að afla frekari gagna frá spítalanum sem veiti vísbendingar um næstu skref. „Vísindamennirnir okkar núna eru að máta tölur, um meðallegutíma sérstaklega sem er lagskiptur eftir aldri, og nú er svona ný bylgja inni í bylgjunni, það er að segja börn eru að smitast meira og síðan verður þessi rannsókn sem Íslensk erfðagreining er að gera, það er að segja hversu útbreidd smitin eru, það gefur okkur meira öryggi fyrir næstu aðgerðum. Ég horfi til þess að við þurfum að taka neyðarstig almannavarna niður.“ Síðan þurfi að ná starfsemi spítalans af neyðarstigi. „Síðan eru þessar íþyngjandi aðgerðir, bæði sóttvarnaráðstafanir, einangrun og sóttkví. Við erum þessa dagana í samtali við okkar sérfræðinga og sóttvarnalækni að reyna að létta á þessum íþyngjandi aðgerðum. Að ná fólkinu til baka, tvö hundruð manns inn á gólfið aftur á Landspítalanum og nýta þennan viðbótarmannafla. Þá getum við sagt hvort það sé ekki skynsamlegt að aflétta,“ segir Willum. Harðar takmakarnir hafa nú verið í gildi í viku og sífellt fleiri virðast samt smitast. Willum segir óvíst hvaða árangri aðgerðir séu að skila í ómíkron-bylgjunni. „Þannig að ég spyr hann [sóttvarnalækni] á hverjum degi hvort það væri ekki óhætt að fara aflétta þessu. Ég myndi segja að helgin gefi okkur vísbendingar um það hver þróunin verður. Þá er komið þetta sjö daga viðmið sem við horfum til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur þeirra í sóttkví. Þar að auki greindust 211 á landamærum. Það fjölgar aðeins á sjúkrahúsi milli daga þar sem nú eru 35 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að unnið væri að því að afla frekari gagna frá spítalanum sem veiti vísbendingar um næstu skref. „Vísindamennirnir okkar núna eru að máta tölur, um meðallegutíma sérstaklega sem er lagskiptur eftir aldri, og nú er svona ný bylgja inni í bylgjunni, það er að segja börn eru að smitast meira og síðan verður þessi rannsókn sem Íslensk erfðagreining er að gera, það er að segja hversu útbreidd smitin eru, það gefur okkur meira öryggi fyrir næstu aðgerðum. Ég horfi til þess að við þurfum að taka neyðarstig almannavarna niður.“ Síðan þurfi að ná starfsemi spítalans af neyðarstigi. „Síðan eru þessar íþyngjandi aðgerðir, bæði sóttvarnaráðstafanir, einangrun og sóttkví. Við erum þessa dagana í samtali við okkar sérfræðinga og sóttvarnalækni að reyna að létta á þessum íþyngjandi aðgerðum. Að ná fólkinu til baka, tvö hundruð manns inn á gólfið aftur á Landspítalanum og nýta þennan viðbótarmannafla. Þá getum við sagt hvort það sé ekki skynsamlegt að aflétta,“ segir Willum. Harðar takmakarnir hafa nú verið í gildi í viku og sífellt fleiri virðast samt smitast. Willum segir óvíst hvaða árangri aðgerðir séu að skila í ómíkron-bylgjunni. „Þannig að ég spyr hann [sóttvarnalækni] á hverjum degi hvort það væri ekki óhætt að fara aflétta þessu. Ég myndi segja að helgin gefi okkur vísbendingar um það hver þróunin verður. Þá er komið þetta sjö daga viðmið sem við horfum til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira