Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2022 18:36 Rafskúta sem lagt hefur verið almennilega. Vísir/Vilhelm Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt. Birgir Birgisson, formaður félagsins Reiðhjólabændur, greindi frá slysinu í færslu í Facebookhópi félagsins í dag. Þar segir hann ástæðu slyssins hafa verið að rafskúta hafi legið á hliðinni á reiðhjólastíg með þeim afleiðingum að reiðhjólamaður hjólaði á það og kastaðist af hjóli sínu. Starfsmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi verið fluttur slasaður frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar við Kirkjusand á níunda tímanum í morgun. Athygli vekur að það er sami staður og ökumaður rafhlaupahjóls lést á í nóvember síðastliðnum. Í atvikalýsingu í skrá slökkviliðsins segir að hjólað hafi verið á kyrrstætt rafhlaupahjól en ekki er ljóst hvort það hafi verið á reiðhjóli eða öðru rafhlaupahjóli. Ítrekað varað við slysahættu „Það er margbúið að vara rekstraraðila þessarar ákveðnu rafhjólaleigu við þessari hættu, en nánast ekkert hefur verið gert til að ala notendurna upp. Sérstöku átaki var lofað fyrir rúmu ári síðan en ekkert hefur til þess spurst síðan,“ segir Birgir í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann umrædda rafhjólaleigu vera Hopp, sem fer með stóra markaðshlutdeild á rafhlaupahjólamarkaði. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík, frábiður sér fullyrðingar um að fyrirtækið virði öryggi notenda sinna og annarra að vettugi. „Við hvetjum til öryggis í hverjum einasta pósti og erum með markpósta þar sem við hvetjum okkar notendur til að leggja skútunum rétt. Leggðu eins og sannur Hoppari, ekki vera fyrir á göngustígum, ekki vera fyrir snjómokstri. Við látum fólk taka myndir af skútunni, okkur er mjög annt um það,“ segir hún. Hún segir þó ómögulegt að hringja í einstaka notendur sem leigt hafa skútur sem enda illa lagðar. „Það gæti alveg eins verið að einhver annar hafi fært skútuna, við myndum aldrei gera okkar notendum það.“ Hún segir að Birgir hafi ítrekað krafist þess af fyrirtækinu og henni persónulega. Ekki fengið veður af slysinu Þá segist hún ekki hafa fengið neinar fyrirspurnir varðandi slysið í morgun en að lögreglan hafi alltaf samband við sig þegar rafskútur fyrirtækisins tengjast slysum. Hún útilokar þó ekki að rafskúta á vegum fyrirtækisins hafi tengst slysi í morgun enda séu þær víða í borgarlandinu. „Hvert slys er einu slysi of mikið og við leggjum mjög mikla áherslu á það að okkar notendur séu öruggir og að skúturnar okkar séu ekki fyrir. Við erum stöðugt, allan sólarhringinn, að gæta að skútunum okkar.“ segir Sæunn Ósk að lokum. Reykjavík Rafhlaupahjól Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Birgir Birgisson, formaður félagsins Reiðhjólabændur, greindi frá slysinu í færslu í Facebookhópi félagsins í dag. Þar segir hann ástæðu slyssins hafa verið að rafskúta hafi legið á hliðinni á reiðhjólastíg með þeim afleiðingum að reiðhjólamaður hjólaði á það og kastaðist af hjóli sínu. Starfsmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi verið fluttur slasaður frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar við Kirkjusand á níunda tímanum í morgun. Athygli vekur að það er sami staður og ökumaður rafhlaupahjóls lést á í nóvember síðastliðnum. Í atvikalýsingu í skrá slökkviliðsins segir að hjólað hafi verið á kyrrstætt rafhlaupahjól en ekki er ljóst hvort það hafi verið á reiðhjóli eða öðru rafhlaupahjóli. Ítrekað varað við slysahættu „Það er margbúið að vara rekstraraðila þessarar ákveðnu rafhjólaleigu við þessari hættu, en nánast ekkert hefur verið gert til að ala notendurna upp. Sérstöku átaki var lofað fyrir rúmu ári síðan en ekkert hefur til þess spurst síðan,“ segir Birgir í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann umrædda rafhjólaleigu vera Hopp, sem fer með stóra markaðshlutdeild á rafhlaupahjólamarkaði. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík, frábiður sér fullyrðingar um að fyrirtækið virði öryggi notenda sinna og annarra að vettugi. „Við hvetjum til öryggis í hverjum einasta pósti og erum með markpósta þar sem við hvetjum okkar notendur til að leggja skútunum rétt. Leggðu eins og sannur Hoppari, ekki vera fyrir á göngustígum, ekki vera fyrir snjómokstri. Við látum fólk taka myndir af skútunni, okkur er mjög annt um það,“ segir hún. Hún segir þó ómögulegt að hringja í einstaka notendur sem leigt hafa skútur sem enda illa lagðar. „Það gæti alveg eins verið að einhver annar hafi fært skútuna, við myndum aldrei gera okkar notendum það.“ Hún segir að Birgir hafi ítrekað krafist þess af fyrirtækinu og henni persónulega. Ekki fengið veður af slysinu Þá segist hún ekki hafa fengið neinar fyrirspurnir varðandi slysið í morgun en að lögreglan hafi alltaf samband við sig þegar rafskútur fyrirtækisins tengjast slysum. Hún útilokar þó ekki að rafskúta á vegum fyrirtækisins hafi tengst slysi í morgun enda séu þær víða í borgarlandinu. „Hvert slys er einu slysi of mikið og við leggjum mjög mikla áherslu á það að okkar notendur séu öruggir og að skúturnar okkar séu ekki fyrir. Við erum stöðugt, allan sólarhringinn, að gæta að skútunum okkar.“ segir Sæunn Ósk að lokum.
Reykjavík Rafhlaupahjól Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira