Karabatic fékk leyfi til að spila gegn Íslandi þrátt fyrir jákvætt covid próf Atli Arason skrifar 23. janúar 2022 23:14 Nikola Karabatic í baráttu gegn Ými Erni Gíslassyni og Elliða Snæ Viðarssyni í leiknum í gær EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Nikola Karabatic, leikmaður Frakka, spilaði leikinn gegn Íslandi í gær en það var aðeins tveimur dögum eftir að hann greindist jákvæður í kórónaveiru prófi. Það er danska sjónvarpsstöðin TV 2 SPORT sem greinir frá þessu í dag. Karabatic var með jákvætt sýni í sýnatökum sem teknar voru eftir sigur Frakka á Hollendingum á fimmtudagskvöldinu, tæpum 48 tímum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi. Þetta staðfesti EHF, Evrópska handknattleiks sambandið, í samtali við TV 2. Þrátt fyrir jákvætt sýni fékk Karabatic leyfi frá EHF til þess að spila leikinn gegn Íslandi sem íslensku strákarnir unnu 29-21. Á þessu er skýring samkvæmt þeim svörum sem TV 2 SPORT er með í höndunum frá EHF. „Nikola Karabatic fékk Covid-19 sýkingu í desember og hann getur enn þá reynst jákvæður á Covid prófum. Á jákvæða prófi Frakkans frá fimmtudeginum voru CT-gildin hans svo há að aðstæðurnar voru metnar á þann hátt að ekki væri hætta á sýkingu,“ segir í svörum EHF til TV 2. TV 2 tekur fram að ekki væri vitað hversu há CT-gildin voru, sem mæld voru í Karabatic. CT-gildi segir til um hversu mikið magn af vírus viðkomandi einstaklingur er með í sér. Því hærra gildi, því minna magn af vírus er í einstaklingnum. Samkvæmt sóttvarnarreglum EHF sem tóku gildi í ágúst 2021, nánar tiltekið í grein 4.3.2, þá má leikmaður sem áður hefur greinst með Covid-19 sýkingu, ekki spila keppnisleik nema CT-gildi leikmannsins séu yfir 30. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Karabatic var með jákvætt sýni í sýnatökum sem teknar voru eftir sigur Frakka á Hollendingum á fimmtudagskvöldinu, tæpum 48 tímum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi. Þetta staðfesti EHF, Evrópska handknattleiks sambandið, í samtali við TV 2. Þrátt fyrir jákvætt sýni fékk Karabatic leyfi frá EHF til þess að spila leikinn gegn Íslandi sem íslensku strákarnir unnu 29-21. Á þessu er skýring samkvæmt þeim svörum sem TV 2 SPORT er með í höndunum frá EHF. „Nikola Karabatic fékk Covid-19 sýkingu í desember og hann getur enn þá reynst jákvæður á Covid prófum. Á jákvæða prófi Frakkans frá fimmtudeginum voru CT-gildin hans svo há að aðstæðurnar voru metnar á þann hátt að ekki væri hætta á sýkingu,“ segir í svörum EHF til TV 2. TV 2 tekur fram að ekki væri vitað hversu há CT-gildin voru, sem mæld voru í Karabatic. CT-gildi segir til um hversu mikið magn af vírus viðkomandi einstaklingur er með í sér. Því hærra gildi, því minna magn af vírus er í einstaklingnum. Samkvæmt sóttvarnarreglum EHF sem tóku gildi í ágúst 2021, nánar tiltekið í grein 4.3.2, þá má leikmaður sem áður hefur greinst með Covid-19 sýkingu, ekki spila keppnisleik nema CT-gildi leikmannsins séu yfir 30.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira