Vaktaskipti á Alþingi Dofri Hermannsson skrifar 24. janúar 2022 13:30 Stuðningsaðgerðir síðustu ríkisstjórnar við lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu björguðu fjölda fyrirtækja um allt land frá því að fara í þrot. Fjölskyldufyrirtækjum þar sem einstaklingar hafa með mikilli vinnu og þolinmæði byggt upp einstaka þjónustu og viðskiptatengsl. Þessi litlu fyrirtæki eru kryddið í ferðaþjónustunni á Íslandi, þar sem gestir fá persónulega þjónustu frá fólki sem hefur lagt sál sína í að byggja upp starfsemina, hvort sem það er leiðsögn, sveitagisting eða önnur upplifun. Rödd þeirra mörgu en smáu Það var þó ekki einfalt að fá aðgerðir fyrir litlu fyrirtækin. Þau þurftu virkilega að hafa fyrir því að rödd þeirra heyrðist. Sjálfsprottin samtök þessara fyrirtækja urðu til og fólk sem þegar barðist í bökkum lagði á sig ómælda vinnu til að ná eyrum og skilningi ráðamanna. Það tókst, þingmenn úr öllum flokkum hlustuðu og lögum var breytt þannig að litlu fyrirtækin nytu líka stuðnins. Með því var miklum verðmætum bjargað. Nú hafa samtökin sent inn umsögn við frumvarp um aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum í veitingageiranum og spyrja þar mikilvægra spurninga: Hvað varð um vitneskjuna um hvað felst í því t.a.m. að vera lítið fyrirtæki úti á landi? Hvað varð um vitneskjuna um það hvernig rekstri er háttað og hvað þarf til að reksturinn gangi upp? Hvað varð um vitneskjuna um samþættingu ferðaþjónustunnar, að einn geirinn hefur áhrif á annan? Hvað er veitingageirinn án annarrar ferðaþjónustu og hún án veitingageirans? Hvað varð um vitneskjuna um hversu mikilvæg ferðaþjónustan í heild sinni er m.a. byggðastefnunni, eflingu landsbyggðarinnar ogþví að sporna við fólksflótta af landsbyggðinni, uppbyggingu og nýsköpun? Þegar þekking og tengingar glatast Svarið við spurningunni er augljóst. Þekkingin er í kollinum á einstaklingum sem eru komnir til annarra starfa. Í stað þeirra þingmanna sem hlustuðu í fyrra er komið nýtt fólk sem enn þekkir ekki stöðu lítilla ferðaþjónustufyrirtækja. Þetta er í raun sama vandamál og ef þessi litlu fyrirtæki færu í þrot. Þekking þeirra og tengingar við erlenda gesti myndu glatast og langan tíma tæki að byggja slíka þekkingu aftur upp. Flest bendir til þess að ferðamenn fari aftur að koma með vorinu. Þá viljum við að hin þúsund litlu blóm íslenskrar ferðaþjónustu springi út og dafni. Til að það geti gerst þurfa nýir þingmenn að bregast hratt við, afla sér þekkingar og móta aðgerðir sem gagnast litlum fyrirtækjum og einyrkjum í ferðaþjónustu. Það þarf að gerast hratt. Höfundur stofnaði 2017 fyrirtækið Reykjavik erupts og hefur síðan þá farið með nokkur þúsund ferðamenn um Reykjanesskagann, sýnt þeim þá lítt þekktu náttúruperlu og sagt frá því hvernig eldvirkni á skaganum gæti brotist út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Stuðningsaðgerðir síðustu ríkisstjórnar við lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu björguðu fjölda fyrirtækja um allt land frá því að fara í þrot. Fjölskyldufyrirtækjum þar sem einstaklingar hafa með mikilli vinnu og þolinmæði byggt upp einstaka þjónustu og viðskiptatengsl. Þessi litlu fyrirtæki eru kryddið í ferðaþjónustunni á Íslandi, þar sem gestir fá persónulega þjónustu frá fólki sem hefur lagt sál sína í að byggja upp starfsemina, hvort sem það er leiðsögn, sveitagisting eða önnur upplifun. Rödd þeirra mörgu en smáu Það var þó ekki einfalt að fá aðgerðir fyrir litlu fyrirtækin. Þau þurftu virkilega að hafa fyrir því að rödd þeirra heyrðist. Sjálfsprottin samtök þessara fyrirtækja urðu til og fólk sem þegar barðist í bökkum lagði á sig ómælda vinnu til að ná eyrum og skilningi ráðamanna. Það tókst, þingmenn úr öllum flokkum hlustuðu og lögum var breytt þannig að litlu fyrirtækin nytu líka stuðnins. Með því var miklum verðmætum bjargað. Nú hafa samtökin sent inn umsögn við frumvarp um aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum í veitingageiranum og spyrja þar mikilvægra spurninga: Hvað varð um vitneskjuna um hvað felst í því t.a.m. að vera lítið fyrirtæki úti á landi? Hvað varð um vitneskjuna um það hvernig rekstri er háttað og hvað þarf til að reksturinn gangi upp? Hvað varð um vitneskjuna um samþættingu ferðaþjónustunnar, að einn geirinn hefur áhrif á annan? Hvað er veitingageirinn án annarrar ferðaþjónustu og hún án veitingageirans? Hvað varð um vitneskjuna um hversu mikilvæg ferðaþjónustan í heild sinni er m.a. byggðastefnunni, eflingu landsbyggðarinnar ogþví að sporna við fólksflótta af landsbyggðinni, uppbyggingu og nýsköpun? Þegar þekking og tengingar glatast Svarið við spurningunni er augljóst. Þekkingin er í kollinum á einstaklingum sem eru komnir til annarra starfa. Í stað þeirra þingmanna sem hlustuðu í fyrra er komið nýtt fólk sem enn þekkir ekki stöðu lítilla ferðaþjónustufyrirtækja. Þetta er í raun sama vandamál og ef þessi litlu fyrirtæki færu í þrot. Þekking þeirra og tengingar við erlenda gesti myndu glatast og langan tíma tæki að byggja slíka þekkingu aftur upp. Flest bendir til þess að ferðamenn fari aftur að koma með vorinu. Þá viljum við að hin þúsund litlu blóm íslenskrar ferðaþjónustu springi út og dafni. Til að það geti gerst þurfa nýir þingmenn að bregast hratt við, afla sér þekkingar og móta aðgerðir sem gagnast litlum fyrirtækjum og einyrkjum í ferðaþjónustu. Það þarf að gerast hratt. Höfundur stofnaði 2017 fyrirtækið Reykjavik erupts og hefur síðan þá farið með nokkur þúsund ferðamenn um Reykjanesskagann, sýnt þeim þá lítt þekktu náttúruperlu og sagt frá því hvernig eldvirkni á skaganum gæti brotist út.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar