Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 13:02 Fullkomna fjarstæðu mætti kalla ef nokkurt þeirra fyrirtækja hér á landi sem færa reikningsskil sín í erlendum gjaldmiðlum léti sér detta í hug að halda ótilneydd aftur inn í íslenska krónuhagkerfið. Þessi fyrirtæki eru nú hálft þriðja hundrað með stóran hlut útflutningsframleiðslunnar og fer fjölgandi. Þau kæra sig alls ekki um að fara aftur í krónuhagkerfið og þar með í mun óhagkvæmara rekstrarumhverfi með hærri vöxtum og verri þjónustu frá íslenskum bönkum sem þau sleppa við með því að skipta við erlenda banka í raunverulegri samkeppni. Flest bendir til að innan skamms verði meirihluti reksturs íslenskra fyrirtækja færður í evrum eða dollurum og íslenska krónan komi þar hvergi nærrri. Þar með eru þverhausarnir sem ekki vilja einu sinni skoða að ganga í ESB og taka upp evru búnir að koma málum svo haganlega fyrir að þjóðin og fyrirtæki hennar skiptast í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör. Þetta er sannarlega staðan í dag og öll viðleitni til að losa þessa ósvinnu úr læðingi er lögð að jöfnu við landráð sem er auðvitað eins og hver annar kjánagangur. Þingkona Framsóknar, Ingibjörg Ísaksen, sagði í Mbl. 09.01.25: „Eflaust trúa því einhverjir að innganga í ESB leysi öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum vandræðum okkar í eitt skipti fyrir öll.” Slíkri og þvílíkri skilgreiningu hefur auðvitað enginn heilvita maður haldið fram. Þess vegna eru orð hennar út í hött. Aftur á móti hefur oft verið bent á að stærri gjaldmiðill myndi auðvelda baráttuna við verðbólgu og dýrtíð og von til að sjá árangur til lengri tíma hvað varðar efnahagsstjórn hér á landi; ekki einlægt þessar sveiflur og bráðareddingar sem vísa svo bara aftur á næsta verðbólguskeið með sínum illu afleiðingum eins og við höfum átt að venjast síðustu áratugi með minnsta gjaldmiðil í veröldinni. En til eru þeir stjórnmálamenn sem eiga erfitt með að læra af reynslunni. Nú þegar hafa öll öflugustu útflutningsfyrirtæki landsins forðað sér frá þessu sjálfskaparvíti til evru- eða dollarahagkerfisins; hafa það þess vegna miklu betra og sækjast ekki eftir að komast í hið rómaða krónuhagkerfi sem er einasta ávísun á mun verra rekstrarumhverfi. Unga framsóknarkonan ætlar því greinilega að bera áfram ábyrgð á afleiðingum þess að fyrirtækjum og einstaklingum verði mismunað svo freklega í framtíðinni. Við það skiptist þjóðin í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör og misrétti og mun í framtíðinni vekja alþjóðaathygli fyrir heimóttarleg viðbrögð og skaðlega nesjamennsku. Það er dálagleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fullkomna fjarstæðu mætti kalla ef nokkurt þeirra fyrirtækja hér á landi sem færa reikningsskil sín í erlendum gjaldmiðlum léti sér detta í hug að halda ótilneydd aftur inn í íslenska krónuhagkerfið. Þessi fyrirtæki eru nú hálft þriðja hundrað með stóran hlut útflutningsframleiðslunnar og fer fjölgandi. Þau kæra sig alls ekki um að fara aftur í krónuhagkerfið og þar með í mun óhagkvæmara rekstrarumhverfi með hærri vöxtum og verri þjónustu frá íslenskum bönkum sem þau sleppa við með því að skipta við erlenda banka í raunverulegri samkeppni. Flest bendir til að innan skamms verði meirihluti reksturs íslenskra fyrirtækja færður í evrum eða dollurum og íslenska krónan komi þar hvergi nærrri. Þar með eru þverhausarnir sem ekki vilja einu sinni skoða að ganga í ESB og taka upp evru búnir að koma málum svo haganlega fyrir að þjóðin og fyrirtæki hennar skiptast í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör. Þetta er sannarlega staðan í dag og öll viðleitni til að losa þessa ósvinnu úr læðingi er lögð að jöfnu við landráð sem er auðvitað eins og hver annar kjánagangur. Þingkona Framsóknar, Ingibjörg Ísaksen, sagði í Mbl. 09.01.25: „Eflaust trúa því einhverjir að innganga í ESB leysi öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum vandræðum okkar í eitt skipti fyrir öll.” Slíkri og þvílíkri skilgreiningu hefur auðvitað enginn heilvita maður haldið fram. Þess vegna eru orð hennar út í hött. Aftur á móti hefur oft verið bent á að stærri gjaldmiðill myndi auðvelda baráttuna við verðbólgu og dýrtíð og von til að sjá árangur til lengri tíma hvað varðar efnahagsstjórn hér á landi; ekki einlægt þessar sveiflur og bráðareddingar sem vísa svo bara aftur á næsta verðbólguskeið með sínum illu afleiðingum eins og við höfum átt að venjast síðustu áratugi með minnsta gjaldmiðil í veröldinni. En til eru þeir stjórnmálamenn sem eiga erfitt með að læra af reynslunni. Nú þegar hafa öll öflugustu útflutningsfyrirtæki landsins forðað sér frá þessu sjálfskaparvíti til evru- eða dollarahagkerfisins; hafa það þess vegna miklu betra og sækjast ekki eftir að komast í hið rómaða krónuhagkerfi sem er einasta ávísun á mun verra rekstrarumhverfi. Unga framsóknarkonan ætlar því greinilega að bera áfram ábyrgð á afleiðingum þess að fyrirtækjum og einstaklingum verði mismunað svo freklega í framtíðinni. Við það skiptist þjóðin í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör og misrétti og mun í framtíðinni vekja alþjóðaathygli fyrir heimóttarleg viðbrögð og skaðlega nesjamennsku. Það er dálagleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar