Umferðarslys á Bústaðarvegi, Kringlumýrarbraut og Nýbýlavegi í gærkvöldi Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2022 06:13 Tilkynnt var um bílveltu á Bústaðarvegi um 20:30 í gærkvöldi Vísir/Vilhelm Nokkuð var um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Um klukkan hálf níu í gærkvöldi var tilkynnt um bílveltu á Bústaðarvegi en þar urðu þó ekki slys á fólki. Í dagbók lögreglu segir að ökumaður hafi þar verið grunaður um ölvun við akstur og að lokinni sýnatöku hafi hann verið vistaður í fangageymslu. Skemmdir urðu á götuvita vegna veltunnar og var bíllinn fjarlægður af vettvangi. Um 23:30 var tilkynnt um umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut þar sem bíl hafði verið ekið aftan á annan. „Tjónþoli kvartaði um verki í kálfa og höfði, ætlaði sjálfur í skoðun á Bráðadeild. Tjónvaldur var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann að lokinni sýnatöku vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Báðar bifreiðar fluttar af vettvangi með Króki.“ Um svipað leyti var tilkynnt um umferðaróhapp á Nýbýlavegi í Kópavogi. Þar hafði verið ekið á ljósastaur og mun tjónvaldur hafa ekið af vettvangi án þess að tilkynna tjónið. Orkuveitu var tilkynnt um tjónið vegna mögulegrar hætta við staurinn. Grunaðir um vörslu fíkniefna Skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi voru tveir menn í bíl handteknir í miðborginni vegna gruns um vörslu fíkniefna sem vöru haldlögð. Mennirnir voru lausir að lokinni skýrslutöku, en bíllinn var ótryggður og skráningarnúmer því klippt af. Um miðnætti óskaði vagnstjóri hjá Strætó eftir aðstoð vegna ölvaðs manns sem hann átti í vandræðum með að koma úr vagninum. Ölvaði maðurinn fékk aðstoð við að komast úr vagninum og var honum ekið á gististað sinn. Þá segir loks frá því að um klukkan 21 hafi verið tilkynnt um mikla fíkniefnalykt koma frá íbúð í Garðabæ. Hafði lögregla þar afskipti af konu sem þar býr og afhenti hún efnin. Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Kópavogur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Í dagbók lögreglu segir að ökumaður hafi þar verið grunaður um ölvun við akstur og að lokinni sýnatöku hafi hann verið vistaður í fangageymslu. Skemmdir urðu á götuvita vegna veltunnar og var bíllinn fjarlægður af vettvangi. Um 23:30 var tilkynnt um umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut þar sem bíl hafði verið ekið aftan á annan. „Tjónþoli kvartaði um verki í kálfa og höfði, ætlaði sjálfur í skoðun á Bráðadeild. Tjónvaldur var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann að lokinni sýnatöku vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Báðar bifreiðar fluttar af vettvangi með Króki.“ Um svipað leyti var tilkynnt um umferðaróhapp á Nýbýlavegi í Kópavogi. Þar hafði verið ekið á ljósastaur og mun tjónvaldur hafa ekið af vettvangi án þess að tilkynna tjónið. Orkuveitu var tilkynnt um tjónið vegna mögulegrar hætta við staurinn. Grunaðir um vörslu fíkniefna Skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi voru tveir menn í bíl handteknir í miðborginni vegna gruns um vörslu fíkniefna sem vöru haldlögð. Mennirnir voru lausir að lokinni skýrslutöku, en bíllinn var ótryggður og skráningarnúmer því klippt af. Um miðnætti óskaði vagnstjóri hjá Strætó eftir aðstoð vegna ölvaðs manns sem hann átti í vandræðum með að koma úr vagninum. Ölvaði maðurinn fékk aðstoð við að komast úr vagninum og var honum ekið á gististað sinn. Þá segir loks frá því að um klukkan 21 hafi verið tilkynnt um mikla fíkniefnalykt koma frá íbúð í Garðabæ. Hafði lögregla þar afskipti af konu sem þar býr og afhenti hún efnin.
Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Kópavogur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira