„Ég skal segja þér fréttir úr líkhúsinu“ Bergþóra Bergsdóttir skrifar 25. janúar 2022 13:01 Þetta er harkaleg fyrirsögn pistils míns en engu að síður fannst mér enn harkalegra að heyra tæplega fertugan vin minn segja þetta við mig á sínum tíma þegar ég spurði hann um daginn og veginn. Hann var þá frekar nýlega fluttur á hjúkrunarheimili, réttara sagt elliheimili, gegn vilja sínum. Já, tæplega fertugur maður og faðir að auki þurfti að flytja inn á elliheimili þar sem hann þurfti aðstoð við athafnir daglegs lífs. Sveitarfélagið hvar hann bjó neitaði honum um nægjanlega aðstoð heim þó þeim bæri í raun skylda til þess samkvæmt lögum. Hann sagðist vera kominn á endastöð. Jú, rétt út af fyrir sig. Elliheimili eru yfirleitt endastöð eldra fólks sem er komið að lífslokum en það er eitthvað virkilega rangt við það að fertugur maður, sem gera má ráð fyrir að eigi áratugi framundan, skuli hugsa á þessum nótum. Ég fylltist svo mikilli sorg yfir örlögum vinar míns og annarra í hans stöðu að orð hans sitja enn grafin i huga mér mörgum, mörgum árum síðar. Ég hef reynt að koma auga á eitthvað jákvætt við að ungt hreyfihamlað fólk sé vistað á elliheimilum á móti vilja sínum, þegar lög og reglugerðir bjóða upp á val, til að skilja afstöðu þeirra er ráða og stjórna fjárreiðum og heilbrigðismálum ríkis og sveitarfélaga en kem alveg að tómum kofanum hjá mér. Ég kem hins vegar auga á ótal margt neikvætt en það er ekki nóg að ég sjái það. Það þarf vitundarvakningu. Vitið þið til dæmis að ungur einstaklingur missir nær öll réttindi til lífs og sálar við flutning á elliheimili: Fær ekki heilbrigðisþjónustu að eigin vali og þörfum. Ekki er alltaf mögulegt að fá hjálpartæki við hæfi, sérstaklega þegar um dýrari tæki er að ræða, þar sem heimilið þarf að kosta tækin og viðhald þeirra. Allar tekjur einstaklingsins renna til elliheimilisins, nema hvað honum eru úthlutaðir rúmlega 70 þúsund kr. á mánuði í vasapeninga. Af vasapeningum þarf að greiða öll persónuleg útgjöld, s.s. fyrir snyrtingu og afþreyingu. Margir eiga að auki áfram sitt annað heimili með fjölskyldu sinni. Ekki er heimilt að sækja sér sjúkraþjálfun utan heimilis sem öllum fötluðum er þó nauðsynleg ef ekki á að fara illa. Hér er verið að skapa vandamál til framtíðar og sjúkdómsvæða fólk sem ekki er veikt. Endurhæfing og þjálfun fatlaðra er allt annars eðlis en aldraðra. Gera má ráð fyrir að iðjuþjálfun, sem yfirleitt fer fram í hópi, sé ekki sniðin að þörfum og áhugasviði þeirra yngri. Mikil hætta er á félagslegri einangrun. Vinir og ættingjar veigra sér við að heimsækja unga fólkið á elliheimilin. Sérstaklega er erfitt fyrir (ung) börn að heimsækja foreldri sitt á elliheimili. Yngra fólk og eldra, jafnvel heilabilað, á enga samleið félagslega á elliheimilum. Ekki er heimilt að sækja dagvistun utan heimilis til að fá félagsskap og sérhæfða þjálfun. Fólk hefur mun minni sjálfsákvörðunarrétt. Ekki er hægt að koma eða fara að vild eða ákveða sjálfur matar-, sturtu-, fótaferðar eða háttatíma sem dæmi. Matarmenning, afþreying og umhverfi er miðað að þeim eldri. Sækja þarf um til sveitarfélags, hvar viðkomandi bjó seinast, til að fá liðveislu utan heimilisins, t.d. þegar einstaklingur vill dvelja á heimili sínu eða með fjölskyldu sinni og vinum. Óvíst er hvort heimild fáist eða í hve marga klukkutíma. Hvort einstaklingnum standi áfram til boða Ferðaþjónustafatlaðra er einnig háð velvilja sveitarfélags. Finnst ykkur eðlilegt að ungt fatlað fólk sé vistað inni á elliheimilum til áratuga? Nú eru 144 í þeirri stöðu. Endilega deilið þessum pistli sem víðast og hefjum umræðuna. Við hljótum að geta komið stjórnvöldum inn í nútímann. Það þarf ekki fleiri elliheimili heldur fleiri búsetukjarna og íbúðir með stuðningi heim fyrir unga fólkið. Út af elliheimilum og inn í búsetuúrræði við hæfi fyrir þá yngri og út með eldri borgara af göngum og dýrum plássum LSH og inn á elliheimilin. Þá una allir glaðir við sitt. Elliheimilin vilja gjarnan losna undan þjónustu við hina ungu, sem þau segja á engan hátt eiga samleið með þeim eldri sem heimilunum er ætlað að þjóna, og LSH á í miklum fráflæðisvanda sem hægt er að leysa með tilflutningi hópa til síns heima. Stjórnvöld! Hugsið út fyrir rammann og veljið lausnina sem liggur í augum uppi! Takk þeim er lásu. Aðra grein mína um svipað efni má sjá hér. Höfundur er með MS-sjúkdóminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mannréttindi Hjúkrunarheimili Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Þetta er harkaleg fyrirsögn pistils míns en engu að síður fannst mér enn harkalegra að heyra tæplega fertugan vin minn segja þetta við mig á sínum tíma þegar ég spurði hann um daginn og veginn. Hann var þá frekar nýlega fluttur á hjúkrunarheimili, réttara sagt elliheimili, gegn vilja sínum. Já, tæplega fertugur maður og faðir að auki þurfti að flytja inn á elliheimili þar sem hann þurfti aðstoð við athafnir daglegs lífs. Sveitarfélagið hvar hann bjó neitaði honum um nægjanlega aðstoð heim þó þeim bæri í raun skylda til þess samkvæmt lögum. Hann sagðist vera kominn á endastöð. Jú, rétt út af fyrir sig. Elliheimili eru yfirleitt endastöð eldra fólks sem er komið að lífslokum en það er eitthvað virkilega rangt við það að fertugur maður, sem gera má ráð fyrir að eigi áratugi framundan, skuli hugsa á þessum nótum. Ég fylltist svo mikilli sorg yfir örlögum vinar míns og annarra í hans stöðu að orð hans sitja enn grafin i huga mér mörgum, mörgum árum síðar. Ég hef reynt að koma auga á eitthvað jákvætt við að ungt hreyfihamlað fólk sé vistað á elliheimilum á móti vilja sínum, þegar lög og reglugerðir bjóða upp á val, til að skilja afstöðu þeirra er ráða og stjórna fjárreiðum og heilbrigðismálum ríkis og sveitarfélaga en kem alveg að tómum kofanum hjá mér. Ég kem hins vegar auga á ótal margt neikvætt en það er ekki nóg að ég sjái það. Það þarf vitundarvakningu. Vitið þið til dæmis að ungur einstaklingur missir nær öll réttindi til lífs og sálar við flutning á elliheimili: Fær ekki heilbrigðisþjónustu að eigin vali og þörfum. Ekki er alltaf mögulegt að fá hjálpartæki við hæfi, sérstaklega þegar um dýrari tæki er að ræða, þar sem heimilið þarf að kosta tækin og viðhald þeirra. Allar tekjur einstaklingsins renna til elliheimilisins, nema hvað honum eru úthlutaðir rúmlega 70 þúsund kr. á mánuði í vasapeninga. Af vasapeningum þarf að greiða öll persónuleg útgjöld, s.s. fyrir snyrtingu og afþreyingu. Margir eiga að auki áfram sitt annað heimili með fjölskyldu sinni. Ekki er heimilt að sækja sér sjúkraþjálfun utan heimilis sem öllum fötluðum er þó nauðsynleg ef ekki á að fara illa. Hér er verið að skapa vandamál til framtíðar og sjúkdómsvæða fólk sem ekki er veikt. Endurhæfing og þjálfun fatlaðra er allt annars eðlis en aldraðra. Gera má ráð fyrir að iðjuþjálfun, sem yfirleitt fer fram í hópi, sé ekki sniðin að þörfum og áhugasviði þeirra yngri. Mikil hætta er á félagslegri einangrun. Vinir og ættingjar veigra sér við að heimsækja unga fólkið á elliheimilin. Sérstaklega er erfitt fyrir (ung) börn að heimsækja foreldri sitt á elliheimili. Yngra fólk og eldra, jafnvel heilabilað, á enga samleið félagslega á elliheimilum. Ekki er heimilt að sækja dagvistun utan heimilis til að fá félagsskap og sérhæfða þjálfun. Fólk hefur mun minni sjálfsákvörðunarrétt. Ekki er hægt að koma eða fara að vild eða ákveða sjálfur matar-, sturtu-, fótaferðar eða háttatíma sem dæmi. Matarmenning, afþreying og umhverfi er miðað að þeim eldri. Sækja þarf um til sveitarfélags, hvar viðkomandi bjó seinast, til að fá liðveislu utan heimilisins, t.d. þegar einstaklingur vill dvelja á heimili sínu eða með fjölskyldu sinni og vinum. Óvíst er hvort heimild fáist eða í hve marga klukkutíma. Hvort einstaklingnum standi áfram til boða Ferðaþjónustafatlaðra er einnig háð velvilja sveitarfélags. Finnst ykkur eðlilegt að ungt fatlað fólk sé vistað inni á elliheimilum til áratuga? Nú eru 144 í þeirri stöðu. Endilega deilið þessum pistli sem víðast og hefjum umræðuna. Við hljótum að geta komið stjórnvöldum inn í nútímann. Það þarf ekki fleiri elliheimili heldur fleiri búsetukjarna og íbúðir með stuðningi heim fyrir unga fólkið. Út af elliheimilum og inn í búsetuúrræði við hæfi fyrir þá yngri og út með eldri borgara af göngum og dýrum plássum LSH og inn á elliheimilin. Þá una allir glaðir við sitt. Elliheimilin vilja gjarnan losna undan þjónustu við hina ungu, sem þau segja á engan hátt eiga samleið með þeim eldri sem heimilunum er ætlað að þjóna, og LSH á í miklum fráflæðisvanda sem hægt er að leysa með tilflutningi hópa til síns heima. Stjórnvöld! Hugsið út fyrir rammann og veljið lausnina sem liggur í augum uppi! Takk þeim er lásu. Aðra grein mína um svipað efni má sjá hér. Höfundur er með MS-sjúkdóminn.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar