„Ég kenni ekki kyrkingar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2022 19:49 Sigga Dögg kynfræðingur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari og Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur tókust á um kyrkingar í kynfræðslu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hanna Björg hafði áður beint spjótum sínum að Siggu Dögg í aðsendri grein á Vísi í gær sem Hanna skrifaði ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur kynjafræðikennara. Þær gagnrýndu harðlega að kyrkingar væru kenndar í skólum landsins. „Auðvitað vorum við hvassyrtar og stóryrtar og allt það. Stundum þarf bara að tala hátt svo að fólk hlusti,“ segir Hanna Björg. Hún bætir við að fara þurfi hægt í sakirnar og eins og staðan er í dag, með lítilli áherslu á kynfræðslu í námskrám, þurfi að fara hægt í sakirnar. Það þýði ekki að byrja á því að kenna kyrkingar: „Kyrking er auðvitað ofbeldi [...] Ég skipti mér ekkert að því hvað fólk er að gera heima hjá sér en ég er að tala um börn og ungmenni.“ „Þetta er ekki glæra fjögur“ Sigga Dögg áttar sig ekki alveg á því hvers vegna kynjafræðikennararnir hafi tekið upp á því að gagnrýna sig með þeim hætti sem þær Hanna og María gerðu í aðsendu greininni í gær. „Ég kenni ekki kyrkingar, ég geri það ekki. Og það hefði verið gaman ef Hanna hefði setið einn fyrirlestur hjá mér af því ég er búin að vera að þessu í tólf ár. Þannig að það hefði líka verið skemmtilegt. Af því að ég hef aldrei kennt kyrkingar, ég hef kennt samþykki og mörk,“ segir Sigga Dögg. Bæði Hanna Björg og Sigga Dögg eru sammála um að bæta þurfi kynfræðslu í skólum. „Þetta er ekki glæra fjögur. Við erum ekki bara hér er píka, hér er typpi nú kyrkjum við. Þetta er ekki svoleiðis, höfum það alveg á kristaltæru. Það hafa komið upp spurningar […] og þá auðvitað fer ég ofan í saumana á því. Ég sem ábyrgur fræðari get ekki sagt: „Heyrðu ég ætla ekki að tala um það.“,“ segir Sigga Dögg í viðtalinu. „Þetta [kyrkingar] hefur verið innan við fjögur prósent af fyrirlestrum sem ég hef verið með undanfarin tólf ár. Ég hef spurt [börnin] er þetta málefni sem við þurfum að taka fyrir og ef þau segja nei þá tek ég það ekki fyrir. Þannig að ég myndi segja að ég beri þessa spurningu fram í einum af hverjum 20 eða 25 fyrirlestrum“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari og Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur tókust á um kyrkingar í kynfræðslu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hanna Björg hafði áður beint spjótum sínum að Siggu Dögg í aðsendri grein á Vísi í gær sem Hanna skrifaði ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur kynjafræðikennara. Þær gagnrýndu harðlega að kyrkingar væru kenndar í skólum landsins. „Auðvitað vorum við hvassyrtar og stóryrtar og allt það. Stundum þarf bara að tala hátt svo að fólk hlusti,“ segir Hanna Björg. Hún bætir við að fara þurfi hægt í sakirnar og eins og staðan er í dag, með lítilli áherslu á kynfræðslu í námskrám, þurfi að fara hægt í sakirnar. Það þýði ekki að byrja á því að kenna kyrkingar: „Kyrking er auðvitað ofbeldi [...] Ég skipti mér ekkert að því hvað fólk er að gera heima hjá sér en ég er að tala um börn og ungmenni.“ „Þetta er ekki glæra fjögur“ Sigga Dögg áttar sig ekki alveg á því hvers vegna kynjafræðikennararnir hafi tekið upp á því að gagnrýna sig með þeim hætti sem þær Hanna og María gerðu í aðsendu greininni í gær. „Ég kenni ekki kyrkingar, ég geri það ekki. Og það hefði verið gaman ef Hanna hefði setið einn fyrirlestur hjá mér af því ég er búin að vera að þessu í tólf ár. Þannig að það hefði líka verið skemmtilegt. Af því að ég hef aldrei kennt kyrkingar, ég hef kennt samþykki og mörk,“ segir Sigga Dögg. Bæði Hanna Björg og Sigga Dögg eru sammála um að bæta þurfi kynfræðslu í skólum. „Þetta er ekki glæra fjögur. Við erum ekki bara hér er píka, hér er typpi nú kyrkjum við. Þetta er ekki svoleiðis, höfum það alveg á kristaltæru. Það hafa komið upp spurningar […] og þá auðvitað fer ég ofan í saumana á því. Ég sem ábyrgur fræðari get ekki sagt: „Heyrðu ég ætla ekki að tala um það.“,“ segir Sigga Dögg í viðtalinu. „Þetta [kyrkingar] hefur verið innan við fjögur prósent af fyrirlestrum sem ég hef verið með undanfarin tólf ár. Ég hef spurt [börnin] er þetta málefni sem við þurfum að taka fyrir og ef þau segja nei þá tek ég það ekki fyrir. Þannig að ég myndi segja að ég beri þessa spurningu fram í einum af hverjum 20 eða 25 fyrirlestrum“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33
Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00