Ósanngjörn hækkun lífeyristökualdurs Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 28. janúar 2022 07:31 Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mjög góð undanfarin þrjú ár, langt umfram 3,5% viðmiðið þeirra, ef marka má fréttir frá Landssamtökum lífeyrissjóðanna. Þetta eru jákvæðar fréttir og þó ekkert sé tryggt um framtíðina hlýtur þessi ávöxtun að gefa góða von um að 3,5% meðalávöxtun standist til lengri tíma. Þrátt fyrir það er nú er komin upp sú staða að lífeyrissjóðirnir vilja hækka lífeyristökualdurinn um þrjú ár. Ástæðan er hækkun lífaldurs. Fólk lifir lengur segja þeir. Betri lífsskilyrði og ör þróun tækni og læknavísinda hafa vissulega lengt líf margra en það á ekki við um alla. Á meðan lífaldur há- og millitekjufólks hækkar er staðreyndin sú að fólk í láglaunastéttinni er að örkumlast fyrr og deyja yngri. Verkafólk er í erfiðari störfum og vinnur hraðar og meira til þess að eiga í sig og á. Við höfum rekið okkur hressilega á það síðastliðin tvö ár að verkafólk er ómissandi framlínustarfsfólk. Á meðan sumir fengu að vera heima hjá sér í öryggi fyrir Covid, þurfti verkafólk að mæta til vinnu. Við getum ekki lokað KFC og Bónus, við getum ekki lokað leikskólum og flugvöllum og svo sannarlega ekki búsetuúrræðum. Almennt verkafólk þarf að sinna sinni vinnu. Oft á tíðum líkamlega og andlega erfiðari störfum en aðrir gegna. Félagsfólk Eflingar þekkir það vel að í faraldrinum hafa þau þurft að vinna meira og hraðar. Meira og hraðar vegna þess að stöðugt færra fólk mætir til starfa. Þrátt fyrir það er lítið sem ekkert gert til að koma til móts við þau. Sömu kröfur eru gerðar um framleiðni fyrirtækja og því skulu afköst hvers starfsmanns bara aukin. Dæmi eru um að vinnustaðir, jafnvel í matvælaframleiðslu, krefji starfsfólk sitt um vinnuframlag í faraldrinum, þrátt fyrir jákvætt Covid próf. Ég hef einnig heyrt af starfsfólki í heimilisþrifum sem er nauðbeygt til þess að fara inn á heimili þar sem íbúar eru með staðfest covidsmit. Við erum að tala um fólk sem vinnur myrkrana á milli til þess að fæða og klæða fjölskyldur sínar, fólk sem leggur óheyrilega mikið á sig við óviðunandi aðstæður og á sér fáa málsvara. Auðstéttin og stór hluti millistéttar sem nýtur þess að eiga fyrir mat og öðrum nauðsynjum, geta keypt þá læknisþjónustu sem þau þurfa á halda og búa almennt við góð lífsskilyrði gæti eflaust unnið fram yfir sjötugt, en verkafólk sem alla tíð hefur unnið líkamlega og andlega erfiðisvinnu á ekki að þurfa að vinna lengur en til 67 ára hið mesta. Ef lífslíkur eru gerðar að viðmiði fyrir lífeyristökualdur, ætti verkafólk í raun að hafa möguleika á að hætta að vinna fyrr. Þau viðmið sem lífeyrissjóðirnir nota til þess að rökstyðja hækkun lífeyristökualdurs eru ósanngjarnar. Um er að ræða heildartölur sem teknar eru saman fyrir allt þjóðfélagið. Við þurfum að horfa á minni hópa því að lífsgæði mismunandi stétta eru ekki þau sömu. Þó að auðstéttin geti unnið og lifað lengur þá er láglaunastéttin svo sannarlega ekki í sömu stöðu. Verkafólk getur ekki leyft lífeyrissjóði sínum að hækka lífeyristökualdurinn. Á meðan verkakonur örkumlast fyrr og verkamenn deyja fyrr er óforsvaranlegt að hækka lífeyristökualdurinn heilt yfir. Höfundur er varaformaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Ólöf Helga Adolfsdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mjög góð undanfarin þrjú ár, langt umfram 3,5% viðmiðið þeirra, ef marka má fréttir frá Landssamtökum lífeyrissjóðanna. Þetta eru jákvæðar fréttir og þó ekkert sé tryggt um framtíðina hlýtur þessi ávöxtun að gefa góða von um að 3,5% meðalávöxtun standist til lengri tíma. Þrátt fyrir það er nú er komin upp sú staða að lífeyrissjóðirnir vilja hækka lífeyristökualdurinn um þrjú ár. Ástæðan er hækkun lífaldurs. Fólk lifir lengur segja þeir. Betri lífsskilyrði og ör þróun tækni og læknavísinda hafa vissulega lengt líf margra en það á ekki við um alla. Á meðan lífaldur há- og millitekjufólks hækkar er staðreyndin sú að fólk í láglaunastéttinni er að örkumlast fyrr og deyja yngri. Verkafólk er í erfiðari störfum og vinnur hraðar og meira til þess að eiga í sig og á. Við höfum rekið okkur hressilega á það síðastliðin tvö ár að verkafólk er ómissandi framlínustarfsfólk. Á meðan sumir fengu að vera heima hjá sér í öryggi fyrir Covid, þurfti verkafólk að mæta til vinnu. Við getum ekki lokað KFC og Bónus, við getum ekki lokað leikskólum og flugvöllum og svo sannarlega ekki búsetuúrræðum. Almennt verkafólk þarf að sinna sinni vinnu. Oft á tíðum líkamlega og andlega erfiðari störfum en aðrir gegna. Félagsfólk Eflingar þekkir það vel að í faraldrinum hafa þau þurft að vinna meira og hraðar. Meira og hraðar vegna þess að stöðugt færra fólk mætir til starfa. Þrátt fyrir það er lítið sem ekkert gert til að koma til móts við þau. Sömu kröfur eru gerðar um framleiðni fyrirtækja og því skulu afköst hvers starfsmanns bara aukin. Dæmi eru um að vinnustaðir, jafnvel í matvælaframleiðslu, krefji starfsfólk sitt um vinnuframlag í faraldrinum, þrátt fyrir jákvætt Covid próf. Ég hef einnig heyrt af starfsfólki í heimilisþrifum sem er nauðbeygt til þess að fara inn á heimili þar sem íbúar eru með staðfest covidsmit. Við erum að tala um fólk sem vinnur myrkrana á milli til þess að fæða og klæða fjölskyldur sínar, fólk sem leggur óheyrilega mikið á sig við óviðunandi aðstæður og á sér fáa málsvara. Auðstéttin og stór hluti millistéttar sem nýtur þess að eiga fyrir mat og öðrum nauðsynjum, geta keypt þá læknisþjónustu sem þau þurfa á halda og búa almennt við góð lífsskilyrði gæti eflaust unnið fram yfir sjötugt, en verkafólk sem alla tíð hefur unnið líkamlega og andlega erfiðisvinnu á ekki að þurfa að vinna lengur en til 67 ára hið mesta. Ef lífslíkur eru gerðar að viðmiði fyrir lífeyristökualdur, ætti verkafólk í raun að hafa möguleika á að hætta að vinna fyrr. Þau viðmið sem lífeyrissjóðirnir nota til þess að rökstyðja hækkun lífeyristökualdurs eru ósanngjarnar. Um er að ræða heildartölur sem teknar eru saman fyrir allt þjóðfélagið. Við þurfum að horfa á minni hópa því að lífsgæði mismunandi stétta eru ekki þau sömu. Þó að auðstéttin geti unnið og lifað lengur þá er láglaunastéttin svo sannarlega ekki í sömu stöðu. Verkafólk getur ekki leyft lífeyrissjóði sínum að hækka lífeyristökualdurinn. Á meðan verkakonur örkumlast fyrr og verkamenn deyja fyrr er óforsvaranlegt að hækka lífeyristökualdurinn heilt yfir. Höfundur er varaformaður Eflingar.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun