15 mínútna hverfið Stein Olav Romslo skrifar 30. janúar 2022 07:01 Eftir að ég flutti frá Þrándheimi til Reykjavíkur hef ég oft verið spurður hvernig það er að búa hér. Einfalda svarið er að það er ekki mikill munur. Þrándheimur og Reykjavík eru að mörgu leyti svipaðar borgir. Til að mynda er íbúafjöldinn í Þrándheimi og hér á höfuðborgarsvæðinu um það bil sá sami. Háskólinn er stór vinnustaður rétt utan við miðbæinn og breiðir þjóðvegir fara beint í gegnum stór íbúahverfi. Hins vegar er raunhæft fyrir íbúa Þrándheims að nota almenningssamgöngur til allra sinna ferða dags daglega. Strætó gengur mjög reglulega í gegnum borgina allan daginn og meira að segja alla nóttina um helgar. Þar er hægt að bregða sér á næstu strætóstoppistöð án þess að athuga hvenær strætó kemur, enda má alltaf treysta því að hann komi innan nokkurra mínútna. Við eigum að stefna ótrauð að því að staða almenningssamgangna verði líka svona um alla Reykjavík strax á næstu árum. Stefna borgarinnar um 15 mínútna hverfið er mikilvæg og ég nýt góðs af henni á hverjum degi - en við verðum að halda áfram. Ég er heppinn að geta gengið í vinnuna, út í búð og niður í bæ, tekið strætó eða rafhlaupahjól nær hvert sem er. En þetta verður að vera hægt sama hvar í borginni við búum – til þess þarf að stórefla almenningssamgöngur í allri Reykjavík og standa vörð um hugmyndafræði Borgarlínu. Tryggjum saman að Borgarlínan verði öflugt almenningssamgöngunet á höfuðborgarsvæðinu og gerum Reykjavík að enn betri borg! Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Borgarlína Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Eftir að ég flutti frá Þrándheimi til Reykjavíkur hef ég oft verið spurður hvernig það er að búa hér. Einfalda svarið er að það er ekki mikill munur. Þrándheimur og Reykjavík eru að mörgu leyti svipaðar borgir. Til að mynda er íbúafjöldinn í Þrándheimi og hér á höfuðborgarsvæðinu um það bil sá sami. Háskólinn er stór vinnustaður rétt utan við miðbæinn og breiðir þjóðvegir fara beint í gegnum stór íbúahverfi. Hins vegar er raunhæft fyrir íbúa Þrándheims að nota almenningssamgöngur til allra sinna ferða dags daglega. Strætó gengur mjög reglulega í gegnum borgina allan daginn og meira að segja alla nóttina um helgar. Þar er hægt að bregða sér á næstu strætóstoppistöð án þess að athuga hvenær strætó kemur, enda má alltaf treysta því að hann komi innan nokkurra mínútna. Við eigum að stefna ótrauð að því að staða almenningssamgangna verði líka svona um alla Reykjavík strax á næstu árum. Stefna borgarinnar um 15 mínútna hverfið er mikilvæg og ég nýt góðs af henni á hverjum degi - en við verðum að halda áfram. Ég er heppinn að geta gengið í vinnuna, út í búð og niður í bæ, tekið strætó eða rafhlaupahjól nær hvert sem er. En þetta verður að vera hægt sama hvar í borginni við búum – til þess þarf að stórefla almenningssamgöngur í allri Reykjavík og standa vörð um hugmyndafræði Borgarlínu. Tryggjum saman að Borgarlínan verði öflugt almenningssamgöngunet á höfuðborgarsvæðinu og gerum Reykjavík að enn betri borg! Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar