Bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2022 12:53 Margir mættu í sýnatöku í gær en vegna anna getur fólk þurft að bíða eftir niðurstöðu. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að aflétta neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir segir verið að kalla eftir upplýsingum til að meta hvort það sé tímabært. Þá hefur bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengst. Í gær greindust 1.421 með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru 35% í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga hafa mætt í sýnatöku í gær. „Það voru mjög mörg sýni tekin í gær. Um sjö þúsund PCR sýni sem er alveg við bara hámarksafkastagetu Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Þannig við erum bara aðeins að skoða það hvernig við getum gert þetta meira effektíft í greiningunni en þetta getur gerst ef að mörg sýni eru tekin þá getur þetta safnast yfir á næsta dag og þá verða tölurnar kannski svona svolítið sveiflukenndar.“ Biðtími eftir niðurstöðum úr sýnatöku hefur lengst. Íslensk erfðagreining hætti að greina innanlandssýni um helgina og sér Landspítalinn nú alfarið um greiningu sýnanna. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það hafa verið niðurstöðuna, eftir samtal hans og Þórólfs, að fyrirtækið hætti að greina sýni. „Einhverra hluta vegna þá fannst okkur þegar við ræddum þetta eins og nú ætti Landspítalinn að geta valdið þessu og við hættum,“ segir Kári. Hann segir þó ekki standa á fyrirtækinu að aðstoða aftur ef þess gerist þörf. Samkvæmt svörum frá Landspítalanum ræður sýkla- og veirufræðideild spítalans við að greina um fimm þúsund sýni á dag. Ef fleiri sýni berast þá verði óhjákvæmilega tafir á greiningu. Fólk fái þá niðurstöður ekki samdægurs heldur eftir einn til tvo daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir verið að meta það hvort hægt sé að létta frekar á sóttvarnaraðgerðum. Vísir/Vilhelm Skoða að fara af neyðarstigi Þórólfur segir að nú sé til skoðunar að stytta einangrun fyrir einkennalausa í fimm daga í stað sjö en engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Þá sé einnig í skoðun að breyta reglum um sitjandi viðburði. Þá er í skoðun að aflétta bæði neyðarstigi Landspítalans og neyðarstigi almannavarna. „Það er bara í skoðun og almannavarnir eru í sambandi við ýmis fyrirtæki sem leggja mat á sýna starfsemi út frá veikindum og það kemur að sjálfsögðu inn í það mat hvort að eigi að aflétta neyðarstiginu og fara niður á hættustig. Það er bara í skoðun. Þeir eru að fá upplýsingar frá fyrirtækjum núna þannig ég held að það sé bara von á ákvörðun bara núna mjög fljótlega myndi ég halda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Landspítalinn Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07 816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Í gær greindust 1.421 með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru 35% í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga hafa mætt í sýnatöku í gær. „Það voru mjög mörg sýni tekin í gær. Um sjö þúsund PCR sýni sem er alveg við bara hámarksafkastagetu Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Þannig við erum bara aðeins að skoða það hvernig við getum gert þetta meira effektíft í greiningunni en þetta getur gerst ef að mörg sýni eru tekin þá getur þetta safnast yfir á næsta dag og þá verða tölurnar kannski svona svolítið sveiflukenndar.“ Biðtími eftir niðurstöðum úr sýnatöku hefur lengst. Íslensk erfðagreining hætti að greina innanlandssýni um helgina og sér Landspítalinn nú alfarið um greiningu sýnanna. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það hafa verið niðurstöðuna, eftir samtal hans og Þórólfs, að fyrirtækið hætti að greina sýni. „Einhverra hluta vegna þá fannst okkur þegar við ræddum þetta eins og nú ætti Landspítalinn að geta valdið þessu og við hættum,“ segir Kári. Hann segir þó ekki standa á fyrirtækinu að aðstoða aftur ef þess gerist þörf. Samkvæmt svörum frá Landspítalanum ræður sýkla- og veirufræðideild spítalans við að greina um fimm þúsund sýni á dag. Ef fleiri sýni berast þá verði óhjákvæmilega tafir á greiningu. Fólk fái þá niðurstöður ekki samdægurs heldur eftir einn til tvo daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir verið að meta það hvort hægt sé að létta frekar á sóttvarnaraðgerðum. Vísir/Vilhelm Skoða að fara af neyðarstigi Þórólfur segir að nú sé til skoðunar að stytta einangrun fyrir einkennalausa í fimm daga í stað sjö en engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Þá sé einnig í skoðun að breyta reglum um sitjandi viðburði. Þá er í skoðun að aflétta bæði neyðarstigi Landspítalans og neyðarstigi almannavarna. „Það er bara í skoðun og almannavarnir eru í sambandi við ýmis fyrirtæki sem leggja mat á sýna starfsemi út frá veikindum og það kemur að sjálfsögðu inn í það mat hvort að eigi að aflétta neyðarstiginu og fara niður á hættustig. Það er bara í skoðun. Þeir eru að fá upplýsingar frá fyrirtækjum núna þannig ég held að það sé bara von á ákvörðun bara núna mjög fljótlega myndi ég halda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Landspítalinn Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07 816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14
Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07
816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33