Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2022 22:01 Flugumferð hefur aukist verulega um svæðið síðustu mánuði. Vísir/Vilhelm Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Hluti af flugi yfir Norður-Atlantshaf fer um íslenska flugstjórnarsvæðið. Umferðin var með mesta móti árin 2017 til 2019 og búist var við að hún yrði áfram mikil árið 2020 enda var febrúarmánuður það árið stærsti febrúarmánuður frá upphafi. Eftir að kórónuveiran tók að breiða úr sér dró hins vegar verulega úr flugumferð um svæðið. „Á venjulegum degi þar sem við erum með svona tíu tólf flugumferðarstjóra að vinna í einu þá vorum við með kannski þrjá þannig það var mjög lítið að gera.“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS um ástandið þegar verst lét. Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS segir fleiri á ferðinni nú en fyrir ári. Vísir/Vilhelm Aðeins hafi um hundrað flugvélar flogið um íslenska flugstjórnarsvæðið á sólarhring þegar minnst var. Þegar mest var árið 2019 fóru hins vegar allt að átta hundruð flugvélar um svæðið á sólarhring. Starfshlutfall starfsmanna hafi verið minnkað um skeið vegna þessa en ekki gripið til uppsagna. Flugumferðin hafi aukist á ný undanfarið. „Það eru búin að vera greinileg merki um það að það er aukning í flugi og hún hefur samt verið svona aðeins sveiflukennd eftir vikum en í heildina þá er hún á uppleið. Hún er núna um tæp 80% af því sem var 2019 og 2019 er það sem við erum alltaf að miða við núna,“ segir Þórdís. Gera ráð fyrir stigvaxandi aukningu Til marks um aukna flugumferð auglýsir Isavia nú í fyrsta sinn frá því fyrir faraldur eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Guðný Tómasdóttir er einn þeirra flugumferðastjóra sem starfa hjá Isavia ANS en í fyrsta sinn í nærri þrjú ár er verið að reyna að bæta við í hópnum. Vísir/Vilhelm „Flugumferðarstjórar vinna til 63 ára aldurs og nú eru stórir árgangar sem fara að hætta á næstu árum. Þannig að nú þarf að fylla í skarðið,“ Guðný Tómasdóttir flugumferðarstjóri. Þórdís á von á að flugumferð muni halda áfram að aukast næstu mánuði. „Við gerum ráð fyrir þessari stigvaxandi aukningu og þangað til að við náum sömu hæðum þarna 2024 og síðan náttúrulega bara eykst flugumferð allavega samkvæmt spám ár frá ári eftir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Samgöngur Skóla - og menntamál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Hluti af flugi yfir Norður-Atlantshaf fer um íslenska flugstjórnarsvæðið. Umferðin var með mesta móti árin 2017 til 2019 og búist var við að hún yrði áfram mikil árið 2020 enda var febrúarmánuður það árið stærsti febrúarmánuður frá upphafi. Eftir að kórónuveiran tók að breiða úr sér dró hins vegar verulega úr flugumferð um svæðið. „Á venjulegum degi þar sem við erum með svona tíu tólf flugumferðarstjóra að vinna í einu þá vorum við með kannski þrjá þannig það var mjög lítið að gera.“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS um ástandið þegar verst lét. Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður rekstrarsviðs Isavia ANS segir fleiri á ferðinni nú en fyrir ári. Vísir/Vilhelm Aðeins hafi um hundrað flugvélar flogið um íslenska flugstjórnarsvæðið á sólarhring þegar minnst var. Þegar mest var árið 2019 fóru hins vegar allt að átta hundruð flugvélar um svæðið á sólarhring. Starfshlutfall starfsmanna hafi verið minnkað um skeið vegna þessa en ekki gripið til uppsagna. Flugumferðin hafi aukist á ný undanfarið. „Það eru búin að vera greinileg merki um það að það er aukning í flugi og hún hefur samt verið svona aðeins sveiflukennd eftir vikum en í heildina þá er hún á uppleið. Hún er núna um tæp 80% af því sem var 2019 og 2019 er það sem við erum alltaf að miða við núna,“ segir Þórdís. Gera ráð fyrir stigvaxandi aukningu Til marks um aukna flugumferð auglýsir Isavia nú í fyrsta sinn frá því fyrir faraldur eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám. Guðný Tómasdóttir er einn þeirra flugumferðastjóra sem starfa hjá Isavia ANS en í fyrsta sinn í nærri þrjú ár er verið að reyna að bæta við í hópnum. Vísir/Vilhelm „Flugumferðarstjórar vinna til 63 ára aldurs og nú eru stórir árgangar sem fara að hætta á næstu árum. Þannig að nú þarf að fylla í skarðið,“ Guðný Tómasdóttir flugumferðarstjóri. Þórdís á von á að flugumferð muni halda áfram að aukast næstu mánuði. „Við gerum ráð fyrir þessari stigvaxandi aukningu og þangað til að við náum sömu hæðum þarna 2024 og síðan náttúrulega bara eykst flugumferð allavega samkvæmt spám ár frá ári eftir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Samgöngur Skóla - og menntamál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira