Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2022 00:15 Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. Sólveig Anna birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hún skýtur föstum skotum á úttekt sem Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður og formannsframbjóðandi, óskaði eftir um kostnað við uppsagnir og veikindi starfsmanna í formannstíð Sólveigar Önnu. Vísir greindi frá því fyrr í dag að samkvæmt úttektinni væri kostnaðurinn tæpar 130 milljónir króna. Í færslunni segir hún að kostnaður við starfsmannahald á skrifstofum Eflingar sé miklu meiri en fram komi í svari frá skrifstofu Eflingar við fyrirspurn Guðmundar. „Eitt af því sem vakti furðu mína þegar ég hóf störf á skrifstofum Eflingar árið 2018 voru þau miklu og kostnaðarsömu fríðindi sem starfsfólk skrifstofunnar nýtur á kostnað félagsfólks. Mér var tilkynnt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að starfsfólk ætti að „njóta alls þess besta“ úr kjarasamningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðinum.“ segir Sólveig Anna í færslunni. Segir starfsmenn njóta mikilla fríðinda Hún telur upp önnur fríðindi starfsfólks Eflingar og nefnir þar ókeypis veislumat í hádeginu, dýrar árshátíðarferðir til útlanda, einkaskrifstofur fyrir alla starfsmenn með fyrsta flokks tölvu- og húsbúnaði, tíðar hópeflis- og átsamkomur á vinnutíma, eins og það er orðað í færslunni. Sólveig Anna segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu félagsins hafa sóst eftir því að nýta sér „þau veglegu réttindi sem þeir njóta tengt veikindum og starfslokum.“ Gagnrýni hennar hafi ekki skilað sátt, heldur aukinni heift í hennar garð og meiri ásælni í sjóði Eflingar. „Mér er til dæmis minnisstætt þegar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri hóf linnulausar árásir og ásakanir á mig, eftir að hafa undirritað starfslokasamning og skilið við félagið í góðu. Ástæðan er sú að ég féllst ekki á að veita honum enn meira fé úr sjóðum félagsins,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hún rifjar upp mál ónefnds starfsmanns og segir hann hafa reiðst þegar hann fékk ekki umbeðna stöðuhækkun. Í kjölfarið hafi hann farið í veikindaleyfi: „Sami starfsmaður ákvað svo seinna að sniðugt væri að hóta að koma á heimili mitt og gera mér illt.“ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Sólveig Anna birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hún skýtur föstum skotum á úttekt sem Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður og formannsframbjóðandi, óskaði eftir um kostnað við uppsagnir og veikindi starfsmanna í formannstíð Sólveigar Önnu. Vísir greindi frá því fyrr í dag að samkvæmt úttektinni væri kostnaðurinn tæpar 130 milljónir króna. Í færslunni segir hún að kostnaður við starfsmannahald á skrifstofum Eflingar sé miklu meiri en fram komi í svari frá skrifstofu Eflingar við fyrirspurn Guðmundar. „Eitt af því sem vakti furðu mína þegar ég hóf störf á skrifstofum Eflingar árið 2018 voru þau miklu og kostnaðarsömu fríðindi sem starfsfólk skrifstofunnar nýtur á kostnað félagsfólks. Mér var tilkynnt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að starfsfólk ætti að „njóta alls þess besta“ úr kjarasamningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðinum.“ segir Sólveig Anna í færslunni. Segir starfsmenn njóta mikilla fríðinda Hún telur upp önnur fríðindi starfsfólks Eflingar og nefnir þar ókeypis veislumat í hádeginu, dýrar árshátíðarferðir til útlanda, einkaskrifstofur fyrir alla starfsmenn með fyrsta flokks tölvu- og húsbúnaði, tíðar hópeflis- og átsamkomur á vinnutíma, eins og það er orðað í færslunni. Sólveig Anna segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu félagsins hafa sóst eftir því að nýta sér „þau veglegu réttindi sem þeir njóta tengt veikindum og starfslokum.“ Gagnrýni hennar hafi ekki skilað sátt, heldur aukinni heift í hennar garð og meiri ásælni í sjóði Eflingar. „Mér er til dæmis minnisstætt þegar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri hóf linnulausar árásir og ásakanir á mig, eftir að hafa undirritað starfslokasamning og skilið við félagið í góðu. Ástæðan er sú að ég féllst ekki á að veita honum enn meira fé úr sjóðum félagsins,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hún rifjar upp mál ónefnds starfsmanns og segir hann hafa reiðst þegar hann fékk ekki umbeðna stöðuhækkun. Í kjölfarið hafi hann farið í veikindaleyfi: „Sami starfsmaður ákvað svo seinna að sniðugt væri að hóta að koma á heimili mitt og gera mér illt.“
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21
Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08
Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18