Vilja þyrpingu gamalla húsa í stað íbúðablokkar Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2022 19:21 Hér sést hvernig húsin geta myndað littla þyrpingu sem minnir á fyrri tíma í skipulagi Reykjavíkurborgar. Zeppelin arkitektar Eftir mikla andstöðu íbúa við Skúlagötu var fallið frá því að byggja fjölbylishús á um átta hundruð fermetra lóð við hornið á Frakkastíg. Byggingin hefði skert útsýni núverandi íbúa og gjörbreytt götumynd neðri hluta Frakkastígs. Á horni Frakkastígs og Skúlagötu voru uppi hugmyndir um að byggja aðra blokk við hlið þeirrar sem fyrir er. Lóðin er um átta hundruð fermetrar og er í eigu Reykjavíkurborgar. Nú eru komnar fram hugmyndir um að gera allt annað og flytja þangað gömul hús. Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum segir að þyrping gamalla húsa færi vel á lóðinni og opnaði leiðina upp Frakkastíg þar sem fyrir væru mörg gömul hús.Stöð 2/Arnar „Við erum að vinna í öðru verkefni þar sem svo vill til að við verðum að flytja gamalt hús af þeirri lóð. Síðan sjáum við þessa lóð sem okkur finnst að mörgu leyti gráupplögð undir gömul hús. Því hérna upp Frakkastíginn er gamalt hús á hverju horni,“ segir Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum sem vinna að því að koma hugmyndinni á framfæri við borgina. Þannig að þið eruð beinlínis að leggja hvað til? Húsin myndu kúra undir íbúðablokkinni við hliðina og vekja eftirtekt að mati Orra.Zeppelin arkitektar „Að menn flytji hingað gömul hús sem einhverra hluta vegna þarf að flytja. Við sjáum fyrir okkur að hérna megi setja niður fjögur gömul hús á þessari lóð,“ segir Orri. Enginn skortur væri á gömlum húsum sem þyrftu nýtt heimilisfang. Orri segir engan skort vera á gömlum húsum í leit að nýju heimilisfangi.Zeppelin arkitektar Myndu þessi hús ekki einhvern veginn kafna við hliðina á þessum risastóra turni? „Nei, nei. Þau myndu ekki gera það held ég. Þetta væri kanski sérkennilegt. Þetta myndi vekja eftirtekt. Þá bjóða þessi gömlu hús mönnum inn á Frakkastíginn. Það fer vel á þessu. Hérna er náttúrlega gamli franski spítalinn sem gatan (Spítalastígur) ber nafn eftir. Þannig að það færi held ég bara vel á þessu,” segir Orri. Hornið á Skúlagötu á Frakkastíg.Zeppelin arkitektar Hugmyndin væri lögð af stað í borgarkerfinu. Hún hefði verið tekin fyrir hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar sem hafi vísað henni til verkefnisstjóra hjá skipulaginu. „Það þýðir að minnsta kosti að menn ætla að skoða tillöguna. Það er jákvæðara en neikvætt.“ Þannig að þið eruð vongóðir? „Við erum vongóðir, já,“ segir Orri Árnason. Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Húsavernd Tengdar fréttir Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Á horni Frakkastígs og Skúlagötu voru uppi hugmyndir um að byggja aðra blokk við hlið þeirrar sem fyrir er. Lóðin er um átta hundruð fermetrar og er í eigu Reykjavíkurborgar. Nú eru komnar fram hugmyndir um að gera allt annað og flytja þangað gömul hús. Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum segir að þyrping gamalla húsa færi vel á lóðinni og opnaði leiðina upp Frakkastíg þar sem fyrir væru mörg gömul hús.Stöð 2/Arnar „Við erum að vinna í öðru verkefni þar sem svo vill til að við verðum að flytja gamalt hús af þeirri lóð. Síðan sjáum við þessa lóð sem okkur finnst að mörgu leyti gráupplögð undir gömul hús. Því hérna upp Frakkastíginn er gamalt hús á hverju horni,“ segir Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum sem vinna að því að koma hugmyndinni á framfæri við borgina. Þannig að þið eruð beinlínis að leggja hvað til? Húsin myndu kúra undir íbúðablokkinni við hliðina og vekja eftirtekt að mati Orra.Zeppelin arkitektar „Að menn flytji hingað gömul hús sem einhverra hluta vegna þarf að flytja. Við sjáum fyrir okkur að hérna megi setja niður fjögur gömul hús á þessari lóð,“ segir Orri. Enginn skortur væri á gömlum húsum sem þyrftu nýtt heimilisfang. Orri segir engan skort vera á gömlum húsum í leit að nýju heimilisfangi.Zeppelin arkitektar Myndu þessi hús ekki einhvern veginn kafna við hliðina á þessum risastóra turni? „Nei, nei. Þau myndu ekki gera það held ég. Þetta væri kanski sérkennilegt. Þetta myndi vekja eftirtekt. Þá bjóða þessi gömlu hús mönnum inn á Frakkastíginn. Það fer vel á þessu. Hérna er náttúrlega gamli franski spítalinn sem gatan (Spítalastígur) ber nafn eftir. Þannig að það færi held ég bara vel á þessu,” segir Orri. Hornið á Skúlagötu á Frakkastíg.Zeppelin arkitektar Hugmyndin væri lögð af stað í borgarkerfinu. Hún hefði verið tekin fyrir hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar sem hafi vísað henni til verkefnisstjóra hjá skipulaginu. „Það þýðir að minnsta kosti að menn ætla að skoða tillöguna. Það er jákvæðara en neikvætt.“ Þannig að þið eruð vongóðir? „Við erum vongóðir, já,“ segir Orri Árnason.
Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Húsavernd Tengdar fréttir Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós. 29. ágúst 2019 10:15