Er komið að skimun hjá þér? Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 5. febrúar 2022 07:00 Þann 1. janúar 2021 tók heilsugæslan við framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini af Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem hafði sinnt því hlutverki með prýði frá því skimanirnar hófust árið 1964. Um leið og heilsugæslan tók við verkefninu var HPV frumskimun einnig innleidd líkt og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. Nú er konum boðið upp á næmari og öruggari skimun en áður um leið og hægt er að láta líða lengra á milli skimana. Þetta byggir á þekkingu okkar á hlutverki HPV veirunnar í þróun frumubreytinga og leghálskrabbameins. Í stað þess að gera frumugreiningu á öllum leghálssýnum er nú nóg að gera frumugreiningu á þeim sýnum sem eru HPV jákvæð í aldurshópnum 30-64 ára. Þetta er kallað HPV frumskimun (e. primary screening). Algengi HPV smita hjá konum undir 30 ára er það hátt að ennþá eru gerðar frumugreiningar á öllum sýnum í aldurshópnum 23-29 ára. Næmari og öruggari skimun Það þarf ekki að fjölyrða um þá erfiðleika sem komu upp í byrjun síðasta árs sem skiljanlega ollu óánægju og óöryggi hjá bæði notendum þjónustunnar og fagfólki. Þau vandamál sem komu upp snerust nær alfarið um þann tíma sem það tók að upplýsa konur og sýnatökuaðila um niðurstöður. Öryggi greininga á sýnunum var tryggt frá upphafi og hefur ekki verið ábótavant. Heilsugæslan og Embætti landlæknis unnu að því hörðum höndum að leysa þau mál sem upp komu og í lok síðasta sumars var staðan orðin allt önnur og viðunandi. Síðan þá hafa 99% kvenna fengið sínar niðurstöður inn á island.is innan 40 daga frá sýnatökunni. Niðurstöður eiga að berast konum innan 4-6 vikna en í mörgum tilfellum líða þó aðeins 1-2 vikur. Þessi biðtími er sá sami og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Staðan önnur og mun betri Þegar skimunin var flutt frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins var einnig ákveðið að greining leghálssýnanna yrði í höndum danskrar rannsóknarstofu. Heilbrigðisráðherra fól Landspítala að taka við þessari starfsemi sem hófst formlega í þessari viku. Í ljósi fyrri reynslu mun Landspítali taka við greiningunum í þrepum en danska rannsóknastofan mun einnig halda þeim áfram út þetta ár. Heilsugæslan hefur frá upphafi verið staðráðin í að veita konum góða þjónustu við skimanir fyrir leghálskrabbameini. Búið er að komast yfir mestu erfiðleikana sem upp komu í byrjun og staðan í dag er allt önnur og betri. Heilsugæslan mun að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna. Vitundarvakning og hvatningarátak Stærsta verkefnið núna er að fá konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa þess vegna hafið hvatningarátak sem hefst með ljósmyndasýningu í Kringlunni í dag. Sýningin Er komið að skimun hjá þér? segir sögur 12 þjóðþekktra kvenna sem deila upplifunum sínum af leghálsskimun og hvetja þannig aðrar konur til að taka þátt. Það er von mín að almenningur sjái að heilsugæslan hefur látið hendur standa fram úr ermum við að koma þessari mikilvægu þjónustu í viðunandi horf og að konur nýti sér hana þeirra sjálfra vegna. Hægt er að nálgast upplýsingar um skimun fyrir leghálskrabbameini á Samhæfingarstöð krabbameinsskimana | Heilsugæslan (heilsugaeslan.is), Skimun fyrir leghálskrabbameini | Heilsuvera og Skimun fyrir leghálskrabbameini - Embætti landlæknis (landlaeknir.is). Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Menntamorð Ingólfur Gíslason Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2021 tók heilsugæslan við framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini af Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem hafði sinnt því hlutverki með prýði frá því skimanirnar hófust árið 1964. Um leið og heilsugæslan tók við verkefninu var HPV frumskimun einnig innleidd líkt og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. Nú er konum boðið upp á næmari og öruggari skimun en áður um leið og hægt er að láta líða lengra á milli skimana. Þetta byggir á þekkingu okkar á hlutverki HPV veirunnar í þróun frumubreytinga og leghálskrabbameins. Í stað þess að gera frumugreiningu á öllum leghálssýnum er nú nóg að gera frumugreiningu á þeim sýnum sem eru HPV jákvæð í aldurshópnum 30-64 ára. Þetta er kallað HPV frumskimun (e. primary screening). Algengi HPV smita hjá konum undir 30 ára er það hátt að ennþá eru gerðar frumugreiningar á öllum sýnum í aldurshópnum 23-29 ára. Næmari og öruggari skimun Það þarf ekki að fjölyrða um þá erfiðleika sem komu upp í byrjun síðasta árs sem skiljanlega ollu óánægju og óöryggi hjá bæði notendum þjónustunnar og fagfólki. Þau vandamál sem komu upp snerust nær alfarið um þann tíma sem það tók að upplýsa konur og sýnatökuaðila um niðurstöður. Öryggi greininga á sýnunum var tryggt frá upphafi og hefur ekki verið ábótavant. Heilsugæslan og Embætti landlæknis unnu að því hörðum höndum að leysa þau mál sem upp komu og í lok síðasta sumars var staðan orðin allt önnur og viðunandi. Síðan þá hafa 99% kvenna fengið sínar niðurstöður inn á island.is innan 40 daga frá sýnatökunni. Niðurstöður eiga að berast konum innan 4-6 vikna en í mörgum tilfellum líða þó aðeins 1-2 vikur. Þessi biðtími er sá sami og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Staðan önnur og mun betri Þegar skimunin var flutt frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins var einnig ákveðið að greining leghálssýnanna yrði í höndum danskrar rannsóknarstofu. Heilbrigðisráðherra fól Landspítala að taka við þessari starfsemi sem hófst formlega í þessari viku. Í ljósi fyrri reynslu mun Landspítali taka við greiningunum í þrepum en danska rannsóknastofan mun einnig halda þeim áfram út þetta ár. Heilsugæslan hefur frá upphafi verið staðráðin í að veita konum góða þjónustu við skimanir fyrir leghálskrabbameini. Búið er að komast yfir mestu erfiðleikana sem upp komu í byrjun og staðan í dag er allt önnur og betri. Heilsugæslan mun að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna. Vitundarvakning og hvatningarátak Stærsta verkefnið núna er að fá konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa þess vegna hafið hvatningarátak sem hefst með ljósmyndasýningu í Kringlunni í dag. Sýningin Er komið að skimun hjá þér? segir sögur 12 þjóðþekktra kvenna sem deila upplifunum sínum af leghálsskimun og hvetja þannig aðrar konur til að taka þátt. Það er von mín að almenningur sjái að heilsugæslan hefur látið hendur standa fram úr ermum við að koma þessari mikilvægu þjónustu í viðunandi horf og að konur nýti sér hana þeirra sjálfra vegna. Hægt er að nálgast upplýsingar um skimun fyrir leghálskrabbameini á Samhæfingarstöð krabbameinsskimana | Heilsugæslan (heilsugaeslan.is), Skimun fyrir leghálskrabbameini | Heilsuvera og Skimun fyrir leghálskrabbameini - Embætti landlæknis (landlaeknir.is). Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun