Þolinmæði menntaskólanema á þrotum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2022 19:42 Kári Freyr Kristinsson er forseti NFVÍ. sigurjón ólason Nemendur í Verzló skipulögðu skemmtikvöld í von um að ráðherra myndi aflétta samkomutakmörkunum í dag. Skemmtikvöldið fer fram með rafrænum hætti og segist formaður nemendafélagsins sár út í stjórnvöld og að þolinmæðin sé á þrotum. Í vikunni sagði heilbrigðisráðherra að mögulega yrðu tilslakanir á samkomutakmörkunum kynntar í dag. Nemendur Verzlunarskólans biðu spenntir eftir því að ráðherra gengi út af ríkisstjórnarfundi í morgun því þeir voru búnir að ákveða að ef fleiri mættu koma saman yrði blásið til skemmtikvölds. „Síðan eftir ríkisstjórnarfund þá voru mikil vonbrigði að fá ekki þær fréttir sem maður var að búast við eða vonast eftir,“ sagði Kári Freyr Kristinsson, forseti NFVÍ. Skemmtikvöldið verður því rafrænt. Kári segir að ráðherrar þurfi að fara varlega í að byggja upp væntingar fólks. „Maður þarf kannski að fara varlega í að reyna að byggja upp væntingar sem síðar er ekki hægt að standa við. Ég skil þetta alveg en þetta er sárt fyrir okkur menntskælinga. Maður upplifir að það sé búið að taka svolítið margt af manni og auðvitað er maður kannski sár út í stjórnvöld en það er ekkert við því að gera.“ Nemendur segja tíma til kominn að stjórnvöld hugsi um líðan nemenda. Þeir segjast hættir að taka mark á stjórnvöldum. „Nei, nei. Það er ekki hægt að taka mark á neinu sem þau segja, þau gera aldrei neitt af því sem þau ætla að gera. Það er alltaf sagt eitt og gert annað,“ sögðu Herborg, Júlía, Brynja og Erling. Finnst ykkur stjórnvöld hafa brugðist ykkur? „Já,“ sögðu þau öll í kór. Kári skorar á stjórnöld að hugsa um hag menntaskólanema. „Og koma með einhver úrræði fyrir okkur því að tíminn er mjög naumur.“ Nemendur langi til þess að njóta síðustu mánuði skólagöngunnar til fulls. „Miðað við hversu bjartsýn stjórnvöld eru í dag þá held ég að við séum líka bjartsýn en þolinmæðin er eiginlega alveeg á þrotum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Flúði til Danmerkur vegna íslenskra takmarkana Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar. 3. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í vikunni sagði heilbrigðisráðherra að mögulega yrðu tilslakanir á samkomutakmörkunum kynntar í dag. Nemendur Verzlunarskólans biðu spenntir eftir því að ráðherra gengi út af ríkisstjórnarfundi í morgun því þeir voru búnir að ákveða að ef fleiri mættu koma saman yrði blásið til skemmtikvölds. „Síðan eftir ríkisstjórnarfund þá voru mikil vonbrigði að fá ekki þær fréttir sem maður var að búast við eða vonast eftir,“ sagði Kári Freyr Kristinsson, forseti NFVÍ. Skemmtikvöldið verður því rafrænt. Kári segir að ráðherrar þurfi að fara varlega í að byggja upp væntingar fólks. „Maður þarf kannski að fara varlega í að reyna að byggja upp væntingar sem síðar er ekki hægt að standa við. Ég skil þetta alveg en þetta er sárt fyrir okkur menntskælinga. Maður upplifir að það sé búið að taka svolítið margt af manni og auðvitað er maður kannski sár út í stjórnvöld en það er ekkert við því að gera.“ Nemendur segja tíma til kominn að stjórnvöld hugsi um líðan nemenda. Þeir segjast hættir að taka mark á stjórnvöldum. „Nei, nei. Það er ekki hægt að taka mark á neinu sem þau segja, þau gera aldrei neitt af því sem þau ætla að gera. Það er alltaf sagt eitt og gert annað,“ sögðu Herborg, Júlía, Brynja og Erling. Finnst ykkur stjórnvöld hafa brugðist ykkur? „Já,“ sögðu þau öll í kór. Kári skorar á stjórnöld að hugsa um hag menntaskólanema. „Og koma með einhver úrræði fyrir okkur því að tíminn er mjög naumur.“ Nemendur langi til þess að njóta síðustu mánuði skólagöngunnar til fulls. „Miðað við hversu bjartsýn stjórnvöld eru í dag þá held ég að við séum líka bjartsýn en þolinmæðin er eiginlega alveeg á þrotum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Flúði til Danmerkur vegna íslenskra takmarkana Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar. 3. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Flúði til Danmerkur vegna íslenskra takmarkana Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar. 3. febrúar 2022 21:00