Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá umfangsmiklum leitaraðgerðum lögreglu, björgunarsveitarfólks og Landhelgisgæslu að fólkinu sem fórst með TF-ABB á fimmtudag. Flak flugvélarinnar fannst mjög heillegt á botni Þingvallavatns seinnipartinn á föstudag og liggur nokkuð heillegt á botni vatnsins.

Þingmaður Samfylkingarinnar og afbrotafræðingur eru sammála um að jafnvægi þurfi að komast á umræðuna um kynferðisafbrot þannig að greinarmunur sé gerður á alvarlegum brotum og dónaskap. Bæta þurfi stöðu þolenda.

Fangaverðir í fangelsum landsins óttast um öryggi sitt vegna undirmönnunar. Við heyrum í formanni Fangavarðafélagsins í fréttatímanum.

Þetta og fleira í hádegisfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 Vísi á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×