„Ég hef búið í Kópavogi frá 8 ára aldri. Minn bakgrunnur er í lögfræði og ég hef unnið sem lögfræðingur, bæði hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum. Ég er með embættispróf frá Háskóla Íslands, lögmannsréttindi og mun útskrifast með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík nú í vor,“ segir Helga í framboðstilkynningu og kveðst vilja leiða lista flokksins til góðra verka næstu ár.
„Síðustu fjögur ár hef ég farið fyrir skipulagsmálum í Kópavogi, m.a. gerð nýs aðalskipulags, sem er grunnur að frekari uppbyggingu í Kópavogi, skipulagi miðbæjar Kópavogs og Glaðheima. Mín áherslumál auk skipulagsmála eru að skólar í Kópavogi séu í fremstu röð og góð þjónusta við barnafjölskyldur.“