Frekari hækkun stýrivaxta byggir á hundalógik og er ranglát og siðlaus Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. febrúar 2022 08:15 Skv. síðustu tölum, er verðbólga á Íslandi 5,7%. Þar af stendur húsnæðisliðurinn fyrir 2,0%. 3,7% stafa þannnig mest af erlendum verðhækkunum, sem aftur stafa beint og óbeint af COVID-faraldrinum. Í raun er orsakavaldur mikils meirihluta verðbólgunnar því COVID, heilsufarsvandamál, sem svo aftur hefur haft efnahagslegar afleiðingar. Þegar tekist er á við vanda, þarf auðvitað að taka á orsökinni, ekki afleiðingunum. Meðaltalsverðbólga um alla Vestur Evrópu er nú líka um 5%. Þar skilja Seðlabankar orsök vandans og kunna að greina á milli orsakar og afleiðigar. Seðlabaki Evrópu, sem fer með yfirstjórn peningamála, Evrunar, í 25 evrópskum löndum, ákvað því, að hækka ekki stýrivexti. Þetta væri ekki innlend, evrópsk, verðþennsla, heldur mest innflutt. Hækkanir á framleiðslukostnaði í Asíu og á alþjóðlegum flutnigskostaði. Áfram verða því evrópskir stýrivextir 0,0% út 2022. Sviss, Danmörk og Svíþjóð hafa líka eigin gjaldmiðil. Seðlabankar þessarar landa kunna líka að greina að orsök og afleiðingu. Allir þessir bankar halda óbreyttum stýrivöxtum, frá mínus 0,75% (Sviss) í 0,0% (Svíþjóð). Seðlabankar Bretlands og Noregs töldu smávægilegar innlenndar verðbólgu orsakir í gangi og hækkuðu stýrivexti í 0,25%. Að mati undirritaðs var ofagreind nálgun verðbólguvandans, í öllum þessum löndum, rökrétt og fagleg. Greining og verklag góð. Hafa verður líka í huga, að lágir vextir hjálpa atvinnulífinu að komast fyrr og betur í gang, eftir COVID, á sama hátt og hækkandi vextir bremsa. En, hvað gerir svo Seðlabanki Íslands!? Hann veður í það, á skömmum tíma, að hækka stýrivexti úr 0,5% í 2,0%! Og, frekari hækkun, jafnvel upp í 3%, virðist vofa yfir. Vísað er til þess, að skortur sé á íbúðum, mikil þensla sé á húsnæðismarkaði og slá verði á þá verðþenslu, sem húsæðismarkaður valdi. Lætur Seðlabanki nánast eins og öll verðbólgan hafi orðið hér til. Jafn ótrúlegt og það er, virðist Seðlabanki ekki átta sig á því, eða marka sína stefnu út frá því, að aðeins einn þriðji verðbólgunnar stafar af húsnæðismarkaði. Má telja, að með þeim hækkunum stýrivaxta, sem þegar hafa verið ákveðnar, hafi þá þegar verið tekið á þessum þætti verðbólgunnar, og það með ríflegum hætti. Hækkanir stýrivaxta yfir 2% séu því alls ekki við hæfi. Hér verður líka að hafa í huga, að stýrivextir stýra vöxtum allra lána - ekki bara húsnæðislána, heldur allra bankalána, líka lánveitingum til fjárfesta, byggingaraðila og verktaka - og hækka þannig byggingarkostnað og kynda upp verðbólgu! Íbúðamarkaðurinn er um 10 til 15 þúsund íbúðir á ári. Hækkun vaxta dregur auðvitað úr grósku á þessum markaði, dregur úr eftirspurn, en er það endilega af hinu góða? Minnkandi eftirspurn virkar letjandi á byggigarverktaka og -fjárfesta. Minna fé verður sett í byggingarframkvæmdir og -fjárfestingar. Vaxtasverðið fyrir byggingarmarkaðinn er því tvíeggja sverð. Það er ótrúlegt, að Seðlabanki virðist ekki greina eða taka mark á þessari heildarmynd. Og, hverjar eru svo afleiðingar þessa stýrivaxtagönuhlaups Seðlabanka fyrir lánsfjárstöðu fyrri íbúðakaupenda, nú íbúðaeigenda, sem eru auðvitað margfalt fleiri en nýir kaupendur? Yfir helmingur veittra íbúðalána mun vera með breytilegum vöxtum. Þegar stýrivextir hækka, hækka vextir á þessum lánum strax. Fram hefur komið, að vaxtabyrði af 30 milljón króna láni hækki um hálfa milljón á ári, ef vextir hækka, þó að ekki sé nema um 2%. Hvers eiga allar þessar fjölskyldur að gjalda!? Þær skipta tugum þúsunda. Ætla má, að 60-80 þúsund heimili verði fyrir barðinu á þessum vaxtahækkunum og því eignar- eða tekjunámi, sem þær hafa í för með sér. Fólk, sem keypti og tók lán í góðri trú, treystandi á ríkisstjórn og Seðlabanka, fá nú rýtinginn í bakið. Sem sagt, til að hemja kaupgetu 10-15 þúsund nýrra íbúðakaupenda, á að fórna hagsmunum um 60-80 þúsund fjölskyldna, sem hafa sér ekkert til sakar unnið, nema þá helzt það, að hafa treyst ríkisstjórn og Seðlabanka, og setja fjárhag margra þeirra í algert uppnám. Framganga Seðlabanka í þessu máli er fyrir undirrituðum með ólíkindum og mikill áfellisdómur yfir íslezkum stjórnvöldum og íslenzkri stjórnsýslu. Hér er verið að misþyrma umtalsverðum hluta þjóðarinnar á grundvelli hundalógik og það að ófyrirsynju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Skv. síðustu tölum, er verðbólga á Íslandi 5,7%. Þar af stendur húsnæðisliðurinn fyrir 2,0%. 3,7% stafa þannnig mest af erlendum verðhækkunum, sem aftur stafa beint og óbeint af COVID-faraldrinum. Í raun er orsakavaldur mikils meirihluta verðbólgunnar því COVID, heilsufarsvandamál, sem svo aftur hefur haft efnahagslegar afleiðingar. Þegar tekist er á við vanda, þarf auðvitað að taka á orsökinni, ekki afleiðingunum. Meðaltalsverðbólga um alla Vestur Evrópu er nú líka um 5%. Þar skilja Seðlabankar orsök vandans og kunna að greina á milli orsakar og afleiðigar. Seðlabaki Evrópu, sem fer með yfirstjórn peningamála, Evrunar, í 25 evrópskum löndum, ákvað því, að hækka ekki stýrivexti. Þetta væri ekki innlend, evrópsk, verðþennsla, heldur mest innflutt. Hækkanir á framleiðslukostnaði í Asíu og á alþjóðlegum flutnigskostaði. Áfram verða því evrópskir stýrivextir 0,0% út 2022. Sviss, Danmörk og Svíþjóð hafa líka eigin gjaldmiðil. Seðlabankar þessarar landa kunna líka að greina að orsök og afleiðingu. Allir þessir bankar halda óbreyttum stýrivöxtum, frá mínus 0,75% (Sviss) í 0,0% (Svíþjóð). Seðlabankar Bretlands og Noregs töldu smávægilegar innlenndar verðbólgu orsakir í gangi og hækkuðu stýrivexti í 0,25%. Að mati undirritaðs var ofagreind nálgun verðbólguvandans, í öllum þessum löndum, rökrétt og fagleg. Greining og verklag góð. Hafa verður líka í huga, að lágir vextir hjálpa atvinnulífinu að komast fyrr og betur í gang, eftir COVID, á sama hátt og hækkandi vextir bremsa. En, hvað gerir svo Seðlabanki Íslands!? Hann veður í það, á skömmum tíma, að hækka stýrivexti úr 0,5% í 2,0%! Og, frekari hækkun, jafnvel upp í 3%, virðist vofa yfir. Vísað er til þess, að skortur sé á íbúðum, mikil þensla sé á húsnæðismarkaði og slá verði á þá verðþenslu, sem húsæðismarkaður valdi. Lætur Seðlabanki nánast eins og öll verðbólgan hafi orðið hér til. Jafn ótrúlegt og það er, virðist Seðlabanki ekki átta sig á því, eða marka sína stefnu út frá því, að aðeins einn þriðji verðbólgunnar stafar af húsnæðismarkaði. Má telja, að með þeim hækkunum stýrivaxta, sem þegar hafa verið ákveðnar, hafi þá þegar verið tekið á þessum þætti verðbólgunnar, og það með ríflegum hætti. Hækkanir stýrivaxta yfir 2% séu því alls ekki við hæfi. Hér verður líka að hafa í huga, að stýrivextir stýra vöxtum allra lána - ekki bara húsnæðislána, heldur allra bankalána, líka lánveitingum til fjárfesta, byggingaraðila og verktaka - og hækka þannig byggingarkostnað og kynda upp verðbólgu! Íbúðamarkaðurinn er um 10 til 15 þúsund íbúðir á ári. Hækkun vaxta dregur auðvitað úr grósku á þessum markaði, dregur úr eftirspurn, en er það endilega af hinu góða? Minnkandi eftirspurn virkar letjandi á byggigarverktaka og -fjárfesta. Minna fé verður sett í byggingarframkvæmdir og -fjárfestingar. Vaxtasverðið fyrir byggingarmarkaðinn er því tvíeggja sverð. Það er ótrúlegt, að Seðlabanki virðist ekki greina eða taka mark á þessari heildarmynd. Og, hverjar eru svo afleiðingar þessa stýrivaxtagönuhlaups Seðlabanka fyrir lánsfjárstöðu fyrri íbúðakaupenda, nú íbúðaeigenda, sem eru auðvitað margfalt fleiri en nýir kaupendur? Yfir helmingur veittra íbúðalána mun vera með breytilegum vöxtum. Þegar stýrivextir hækka, hækka vextir á þessum lánum strax. Fram hefur komið, að vaxtabyrði af 30 milljón króna láni hækki um hálfa milljón á ári, ef vextir hækka, þó að ekki sé nema um 2%. Hvers eiga allar þessar fjölskyldur að gjalda!? Þær skipta tugum þúsunda. Ætla má, að 60-80 þúsund heimili verði fyrir barðinu á þessum vaxtahækkunum og því eignar- eða tekjunámi, sem þær hafa í för með sér. Fólk, sem keypti og tók lán í góðri trú, treystandi á ríkisstjórn og Seðlabanka, fá nú rýtinginn í bakið. Sem sagt, til að hemja kaupgetu 10-15 þúsund nýrra íbúðakaupenda, á að fórna hagsmunum um 60-80 þúsund fjölskyldna, sem hafa sér ekkert til sakar unnið, nema þá helzt það, að hafa treyst ríkisstjórn og Seðlabanka, og setja fjárhag margra þeirra í algert uppnám. Framganga Seðlabanka í þessu máli er fyrir undirrituðum með ólíkindum og mikill áfellisdómur yfir íslezkum stjórnvöldum og íslenzkri stjórnsýslu. Hér er verið að misþyrma umtalsverðum hluta þjóðarinnar á grundvelli hundalógik og það að ófyrirsynju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar