Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við seðlabankastjóra um vaxtahækkun peningastefnunefndar sem kynnt var í morgun.

Þá verður fjallað um framkomnar tillögur stjórnarandstöðunnar á þingi um mótvægisaðgerðir í efnahagsmálum og fáum álit seðlabankastjóra á þeim. 

Einnig tökum við stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en í gær greindist metfjöldi með veiruna innanlands þegar um 2200 manns fengu jákvæða niðurstöðu úr skimun. 

Að auki fjöllum við um fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sem fram fór í morgun og varðaði samskipti forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar ehf. í tengslum við skimanir fyrirtækisins fyrir kórónuveirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×