Ráðherrar fortíðarinnar? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. febrúar 2022 13:30 Ég hjó eftir því að bæði innviðaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að sveitarfélögin eigi bara alls ekki að hafa orð á því að tveir stærstu málaflokkarnir sem þeim ber að sinna vaxi svo hratt að það fjármagn sem var ætlað í þá fyrir áratugum síðan dugi ekki lengur. Það eigi bara alls ekki að ræða kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga þegar lagðar eru meiri skyldur á sveitarfélögin um að veita betri þjónustu. Rekstur grunnskóla færðist yfir til sveitarfélaga árið 1996 til sælla minninga og þjónusta við fatlað fólk árið 2011. Við erum flest sammála um að þar sem sveitarfélögin eru næst fólkinu, þá liggi beinast við að þjónustan sé veitt í nærsamfélaginu, til þess að tryggja betri þjónustu. Næst fólkinu sjálfu. Kerfi í þágu manneskjunnar Þessir málaflokkar hafa þróast mikið frá yfirfærslu til sveitarfélaganna í afar breyttu samfélagi fjölmenningar. Við erum ekki lengur einsleit þjóð og krafan á þjónustu hefur breyst. Með því þarf að endurskoða hvað það kostar að halda uppi samfélagi nútímans í stað fortíðar. Að auki hefur aldrei verið sátt um mat ríkisins á kostnaði við þjónustu við fatlað fólk. Við sem samfélag viljum tryggja velsæld allra. Við ætlum okkur að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem hlúð er sérstaklega að börnum og ungmennum, þeim veittur sá stuðningur sem þarf á hverjum tíma. Við tölum fyrir snemmtækri íhlutun í skólakerfinu og viljum framúrskarandi menntun allt frá leikskólaaldri. Við höfum ákveðið sem þjóð að framfylgja samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja þannig fötluðu fólki tækifæri til sjálfstæðs lífs. Það er stór og mikilvæg ákvörðun sem hefur mikilvægar breytingar í för með sér sem er gríðarlega mikilvægt að allir átti sig á. Líka ráðherrar. Samfélag virðingar og réttlætis Við höfum ákveðið að fara frá því að ætla fötluðu fólki að tilheyra stofnunum þar sem þeirra persónulegu þarfir, þrár og væntingar hafa orðið undir. Um slíkt fyrirkomulag eigum við ljótar skýrslur. Yfir í að tryggja mannréttindi þeirra, virða réttinn til sjálfstæðis og tryggja fötluðu fólki þátttöku í samfélaginu. Það þýðir einfaldlega að bæta þarf þjónustu sem verður einstaklingsmiðaðri og í takt við væntingar fólks til lífsins til jafns á við aðra. Því er það afar sérstakt að sjá ráðherra tala um að það þýði ekkert að koma mörgum áratugum seinna og vilja samtal um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna. En einmitt á þessum áratugum höfum við tekið risa stórar ákvarðanir til að bæta grunnskóla og þjónustu við fatlaða. Stórar ákvarðanir sem kosta fé, til þess að geta staðið við þær skuldbindingar sem ríkið hefur sett okkur sem þjóð og mun gera áfram. Þessi sýn ráðherranna tveggja er ekki beint til þess fallin að styðja við mikilvægi nýrra farsældarlaga sem ráðherra í þeirra eigin ríkisstjórn lagði til og eiga að taka gildi um þessar mundir. Laga sem mun leggja mikinn kostnað á herðar sveitarfélaga. Þar á nú heldur betur að taka til hendinni og bæta þjónustu og það á ábyrgð sveitarfélaganna. Nema hvað! Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hjó eftir því að bæði innviðaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að sveitarfélögin eigi bara alls ekki að hafa orð á því að tveir stærstu málaflokkarnir sem þeim ber að sinna vaxi svo hratt að það fjármagn sem var ætlað í þá fyrir áratugum síðan dugi ekki lengur. Það eigi bara alls ekki að ræða kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga þegar lagðar eru meiri skyldur á sveitarfélögin um að veita betri þjónustu. Rekstur grunnskóla færðist yfir til sveitarfélaga árið 1996 til sælla minninga og þjónusta við fatlað fólk árið 2011. Við erum flest sammála um að þar sem sveitarfélögin eru næst fólkinu, þá liggi beinast við að þjónustan sé veitt í nærsamfélaginu, til þess að tryggja betri þjónustu. Næst fólkinu sjálfu. Kerfi í þágu manneskjunnar Þessir málaflokkar hafa þróast mikið frá yfirfærslu til sveitarfélaganna í afar breyttu samfélagi fjölmenningar. Við erum ekki lengur einsleit þjóð og krafan á þjónustu hefur breyst. Með því þarf að endurskoða hvað það kostar að halda uppi samfélagi nútímans í stað fortíðar. Að auki hefur aldrei verið sátt um mat ríkisins á kostnaði við þjónustu við fatlað fólk. Við sem samfélag viljum tryggja velsæld allra. Við ætlum okkur að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem hlúð er sérstaklega að börnum og ungmennum, þeim veittur sá stuðningur sem þarf á hverjum tíma. Við tölum fyrir snemmtækri íhlutun í skólakerfinu og viljum framúrskarandi menntun allt frá leikskólaaldri. Við höfum ákveðið sem þjóð að framfylgja samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja þannig fötluðu fólki tækifæri til sjálfstæðs lífs. Það er stór og mikilvæg ákvörðun sem hefur mikilvægar breytingar í för með sér sem er gríðarlega mikilvægt að allir átti sig á. Líka ráðherrar. Samfélag virðingar og réttlætis Við höfum ákveðið að fara frá því að ætla fötluðu fólki að tilheyra stofnunum þar sem þeirra persónulegu þarfir, þrár og væntingar hafa orðið undir. Um slíkt fyrirkomulag eigum við ljótar skýrslur. Yfir í að tryggja mannréttindi þeirra, virða réttinn til sjálfstæðis og tryggja fötluðu fólki þátttöku í samfélaginu. Það þýðir einfaldlega að bæta þarf þjónustu sem verður einstaklingsmiðaðri og í takt við væntingar fólks til lífsins til jafns á við aðra. Því er það afar sérstakt að sjá ráðherra tala um að það þýði ekkert að koma mörgum áratugum seinna og vilja samtal um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna. En einmitt á þessum áratugum höfum við tekið risa stórar ákvarðanir til að bæta grunnskóla og þjónustu við fatlaða. Stórar ákvarðanir sem kosta fé, til þess að geta staðið við þær skuldbindingar sem ríkið hefur sett okkur sem þjóð og mun gera áfram. Þessi sýn ráðherranna tveggja er ekki beint til þess fallin að styðja við mikilvægi nýrra farsældarlaga sem ráðherra í þeirra eigin ríkisstjórn lagði til og eiga að taka gildi um þessar mundir. Laga sem mun leggja mikinn kostnað á herðar sveitarfélaga. Þar á nú heldur betur að taka til hendinni og bæta þjónustu og það á ábyrgð sveitarfélaganna. Nema hvað! Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun