Auglýsendur þurfa greiðan aðgang að útbreiddum innlendum miðlum Guðmundur H. Pálsson skrifar 10. febrúar 2022 18:01 Andstætt skoðun ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, er ég þeirrar sannfæringar að RÚV eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. Fyrir því eru margar ástæður og verður farið yfir nokkrar hér á eftir. Það er hinsvegar alveg hægt að vera sammála Lilju að líta til Danmerkur sem fyrirmyndar þar sem ríkið rekur TV 2 sem er öflug sjónvarpsstöð með auglýsingar (um 50% markaðshludeild auglýsinga í sjónvarpi), þó svo þeir reki einnig DR stöðvarnar sem ekki eru með auglýsingar. Svipuð staða er í Bretlandi þar sem ríkið rekur Channel 4 sem er á auglýsingamarkaði með um þriðjung markaðshlutdeildar sjónvarpsauglýsinga. Ekki lítur út fyrir að dönskum og breskum ráðamönnum finnist eignarhaldið „rugla“ markaðinn eins og Lilju finnst eignarhaldið gera. Í þessum löndum er talið mjög mikilvægt að innlendir auglýsendur hafi aðgang að útbreiddum innlendum miðlum. Áhugavert væri að vita hvaða útbreidda miðla Lilja telji að innlendir auglýsendur í sjónvarpi eigi að leita til verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði. Ef RÚV er tekið af auglýsingamarkaði verður sjónvarp ekki lengur áhrifaríkur miðill til að auglýsa í. Aðrar sjónvarpsstöðvar eru ekki með það áhorf sem þarf til að réttlæta kostnað við framleiðslu og birtingar. Áhorf á fréttir RÚV er rúmlega 22% og almennt vinsælasta efnið á RÚV fer yfir 40% á meðan vinsælasta efni Stöðvar 2 er undir 10% og vinsælasta efni Símans er undir 5% (þegar þessir miðlar voru í samræmdum mælingum sem þeir eru ekki lengur hluti af). Þess má geta að handboltastrákarnir okkar á EM fengu yfir 60% uppsafnað áhorf á leikinn við Frakkland. Þetta er í raun skelfilegur raunveruleiki fyrir íslensk fyrirtæki þar sem sjónvarpsauglýsingar eru áhrifaríkasta leiðin til að byggja upp vörumerki þar sem saman fer hljóð og mynd, iðulega á áhrifaríkan hátt með tilfinningum og sterkum áhrifum. Að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun ekki auka áhorf á aðrar íslenskar sjónvarpsstöðvar. Sem þýðir að það fjármagn sem nú fer í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það má ekki gleyma því að fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðafólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk, hljóðfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhverjir séu nefndir. Hvert fer þá fjármagnið sem nú fer í birtingar í sjónvarpi? Á síðustu árum hafa auglýsingar á netinu aukist og þar meðfjármagn til erlendra netmiðla (þar af eru Google og Meta/Facebook stærstir). Búast má við að fjármagnið muni að miklu leyti færast þangað ásamt til annarra netmiðla og mögulega útimiðla sem hafa verið í miklum vexti á höfuðborgarsvæðinu. Ekki má gleyma að auglýsingar eru ekki aðeins leiknar sjónvarps- og útvarpsauglýsingar með mikilvægum skilaboðum um vöru og þjónustu. Auglýsingar eru einnig mikilvæg skilaboð til almennings um mikilvæga þjónustu fyrirtækja, stofnana og venjulegs fólks í formi skjáauglýsinga og lesinna auglýsinga, s.s. dánar- og jarðarfaratilkynninga, breytinga á almennri þjónustu opinberra stofnana, samkomuhaldi um land allt o.s.frv. RÚV hefur gegnt mikilvægu hlutverki hér og ekki má gleyma jólakveðjum sem er skemmtileg hefð hér á landi. Í stað þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði ættu aðgerðir frekar að snúast um að auka styrki til dagskrárgerðar á frjálsum fjölmiðlum. Það eru margar leiðir sem hægt er að fara og það vantar ekki hugmyndirnar á auglýsingastofum. Miklar breytingar eiga sér stað á íslenskum auglýsingamarkaði og hvernig fyrirtæki ná athygli á sínum vörum eða þjónustu. Þessar breytingar munu halda áfram næstu ár og að taka RÚV af auglýsingamarkaði bjargar ekkif jölmiðlum hér á landi. Auglýsendur á Íslandi vilja og þurfa sterka íslenska fjölmiðla. Höfundur er formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa og framkvæmdastjóri Pipar\TBWA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Andstætt skoðun ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, er ég þeirrar sannfæringar að RÚV eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. Fyrir því eru margar ástæður og verður farið yfir nokkrar hér á eftir. Það er hinsvegar alveg hægt að vera sammála Lilju að líta til Danmerkur sem fyrirmyndar þar sem ríkið rekur TV 2 sem er öflug sjónvarpsstöð með auglýsingar (um 50% markaðshludeild auglýsinga í sjónvarpi), þó svo þeir reki einnig DR stöðvarnar sem ekki eru með auglýsingar. Svipuð staða er í Bretlandi þar sem ríkið rekur Channel 4 sem er á auglýsingamarkaði með um þriðjung markaðshlutdeildar sjónvarpsauglýsinga. Ekki lítur út fyrir að dönskum og breskum ráðamönnum finnist eignarhaldið „rugla“ markaðinn eins og Lilju finnst eignarhaldið gera. Í þessum löndum er talið mjög mikilvægt að innlendir auglýsendur hafi aðgang að útbreiddum innlendum miðlum. Áhugavert væri að vita hvaða útbreidda miðla Lilja telji að innlendir auglýsendur í sjónvarpi eigi að leita til verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði. Ef RÚV er tekið af auglýsingamarkaði verður sjónvarp ekki lengur áhrifaríkur miðill til að auglýsa í. Aðrar sjónvarpsstöðvar eru ekki með það áhorf sem þarf til að réttlæta kostnað við framleiðslu og birtingar. Áhorf á fréttir RÚV er rúmlega 22% og almennt vinsælasta efnið á RÚV fer yfir 40% á meðan vinsælasta efni Stöðvar 2 er undir 10% og vinsælasta efni Símans er undir 5% (þegar þessir miðlar voru í samræmdum mælingum sem þeir eru ekki lengur hluti af). Þess má geta að handboltastrákarnir okkar á EM fengu yfir 60% uppsafnað áhorf á leikinn við Frakkland. Þetta er í raun skelfilegur raunveruleiki fyrir íslensk fyrirtæki þar sem sjónvarpsauglýsingar eru áhrifaríkasta leiðin til að byggja upp vörumerki þar sem saman fer hljóð og mynd, iðulega á áhrifaríkan hátt með tilfinningum og sterkum áhrifum. Að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun ekki auka áhorf á aðrar íslenskar sjónvarpsstöðvar. Sem þýðir að það fjármagn sem nú fer í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það má ekki gleyma því að fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðafólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk, hljóðfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhverjir séu nefndir. Hvert fer þá fjármagnið sem nú fer í birtingar í sjónvarpi? Á síðustu árum hafa auglýsingar á netinu aukist og þar meðfjármagn til erlendra netmiðla (þar af eru Google og Meta/Facebook stærstir). Búast má við að fjármagnið muni að miklu leyti færast þangað ásamt til annarra netmiðla og mögulega útimiðla sem hafa verið í miklum vexti á höfuðborgarsvæðinu. Ekki má gleyma að auglýsingar eru ekki aðeins leiknar sjónvarps- og útvarpsauglýsingar með mikilvægum skilaboðum um vöru og þjónustu. Auglýsingar eru einnig mikilvæg skilaboð til almennings um mikilvæga þjónustu fyrirtækja, stofnana og venjulegs fólks í formi skjáauglýsinga og lesinna auglýsinga, s.s. dánar- og jarðarfaratilkynninga, breytinga á almennri þjónustu opinberra stofnana, samkomuhaldi um land allt o.s.frv. RÚV hefur gegnt mikilvægu hlutverki hér og ekki má gleyma jólakveðjum sem er skemmtileg hefð hér á landi. Í stað þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði ættu aðgerðir frekar að snúast um að auka styrki til dagskrárgerðar á frjálsum fjölmiðlum. Það eru margar leiðir sem hægt er að fara og það vantar ekki hugmyndirnar á auglýsingastofum. Miklar breytingar eiga sér stað á íslenskum auglýsingamarkaði og hvernig fyrirtæki ná athygli á sínum vörum eða þjónustu. Þessar breytingar munu halda áfram næstu ár og að taka RÚV af auglýsingamarkaði bjargar ekkif jölmiðlum hér á landi. Auglýsendur á Íslandi vilja og þurfa sterka íslenska fjölmiðla. Höfundur er formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa og framkvæmdastjóri Pipar\TBWA.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar