Ólympíumeistarinn á sínum öðrum Ólympíuleikum á aðeins sex mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 17:00 Ayumu Hirano fagnar gullverðlaunum sínum í nótt. AP/Francisco Seco Það er einstakt að Ólympíuleikar fari nú fram með aðeins sex mánaða millibili en það er jafnframt óalgengt að fólk nái að keppa á bæði Sumar- og Vetrarólympíuleikum. Einn af Ólympíumeisturum næturinnar náði því samt og það á mettíma. Japaninn Ayumu Hirano varð í nótt Ólympíumeistari í hálfpípu snjóbrettakeppninnar á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að hafa endað keppnina með því að ná tveimur bestu ferðum keppninnar undir lokin. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Hann klúðraði fyrstu ferð og þótt ekki fá alveg sanngjarna einkunn í ferð númer tvö. Það var hins vegar enginn vafi eftir að Hirano skilaði frábærum einkunnum í tveimur síðustu ferðunum. Hirano hafði betur í baráttunni við Ástralann Scotty James sem fékk silfur og Svisslendinginn Jan Scherrer sem fékk brons. Bandaríska goðsögnin Shaun White, sem hefur unnið þessa greina á þremur Ólympíuleikum þar á meðal fyrir fjórum árum, varð að sætta sig við fjórða sætið. White var að keppa á síðustu leikum en hann er orðinn 35 ára gamall. Hinn 23 ára gamli Hirano var reyndar búinn að bíða lengi eftir þessu gulli því hann varð að sætta sig við silfur í þessari grein bæði á leikunum í Sochi árið 2014 sem og á leikunum í Pyeongchang árið 2018. It s a #Gold medal for Hirano Ayumu of Japan in the Men s #Snowboard Halfpipe! What an incredible final run to snatch the title!Amazing job on winning his 3rd consecutive medal in this event!#Beijing2022— Olympics (@Olympics) February 11, 2022 Ayumu hafði ekki náð að landa gullinu fyrr en í nótt en hann kannski bjó að þeirri reynslu að hafa keppt á Ólympíuleikum fyrir aðeins sex mánuðum síðan. Hirano keppti nefnilega á hjólabretti á Ólymíuleikunum í Tókýó í ágúst síðastliðnum. Leikarnir áttu auðvitað að fara fram sumarið 2020 en fóru ekki fram fyrr en ári síðar vegna kórónuveirufaraldursins. Hirano komst reyndar ekki í úrslitin í hjólabrettakeppninni og varð þar að sætta sig við fjórtánda sætið. Einn af þeim sem Hirano vann í keppninni í nótt var bróðir hans Kaishu Hirano sem er fjórum árum yngri en hann. Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Japaninn Ayumu Hirano varð í nótt Ólympíumeistari í hálfpípu snjóbrettakeppninnar á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að hafa endað keppnina með því að ná tveimur bestu ferðum keppninnar undir lokin. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Hann klúðraði fyrstu ferð og þótt ekki fá alveg sanngjarna einkunn í ferð númer tvö. Það var hins vegar enginn vafi eftir að Hirano skilaði frábærum einkunnum í tveimur síðustu ferðunum. Hirano hafði betur í baráttunni við Ástralann Scotty James sem fékk silfur og Svisslendinginn Jan Scherrer sem fékk brons. Bandaríska goðsögnin Shaun White, sem hefur unnið þessa greina á þremur Ólympíuleikum þar á meðal fyrir fjórum árum, varð að sætta sig við fjórða sætið. White var að keppa á síðustu leikum en hann er orðinn 35 ára gamall. Hinn 23 ára gamli Hirano var reyndar búinn að bíða lengi eftir þessu gulli því hann varð að sætta sig við silfur í þessari grein bæði á leikunum í Sochi árið 2014 sem og á leikunum í Pyeongchang árið 2018. It s a #Gold medal for Hirano Ayumu of Japan in the Men s #Snowboard Halfpipe! What an incredible final run to snatch the title!Amazing job on winning his 3rd consecutive medal in this event!#Beijing2022— Olympics (@Olympics) February 11, 2022 Ayumu hafði ekki náð að landa gullinu fyrr en í nótt en hann kannski bjó að þeirri reynslu að hafa keppt á Ólympíuleikum fyrir aðeins sex mánuðum síðan. Hirano keppti nefnilega á hjólabretti á Ólymíuleikunum í Tókýó í ágúst síðastliðnum. Leikarnir áttu auðvitað að fara fram sumarið 2020 en fóru ekki fram fyrr en ári síðar vegna kórónuveirufaraldursins. Hirano komst reyndar ekki í úrslitin í hjólabrettakeppninni og varð þar að sætta sig við fjórtánda sætið. Einn af þeim sem Hirano vann í keppninni í nótt var bróðir hans Kaishu Hirano sem er fjórum árum yngri en hann.
Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira