Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2022 22:15 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega ósáttur með leik sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði. „Við vorum bara í einhverjum eltingaleik og náðum aldrei að klukka,“ sagði Hjalti að leik loknum. „Við verðum þreyttir á því af því að það er rosalega erfitt að vera alltaf að elta og ná aldrei að klukka og þeir bara setja alltaf skotin í.“ „Þeir fá náttúrulega slatta af opnum skotum til að byrja með og ná upp takti og sjálfstrausti. Ég veit ekki hvað þeir voru með í prósentum en þeir hittu nánast öllu.“ Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum með að finna lausnir á hröðum sóknarleik Þórsara og Hjalti segir að þrátt fyrir örlítið betra gengi í síðari hálfleik en þeim fyrri hafi liðið verið háfl gjaldþrota. „Við breytum aðeins til í seinni hálfleik og mér fannst það ganga aðeins betur. En við vorum bara hálf gjaldþrota í fyrri hálfleik.“ Keflavíkurliðið fékk til sín nýjan leikmann síðustu mánaðarmót þegar Mustapha Heron gekk í raðir félagsins. Hann kom í staðinn fyrir CJ Burks, en Hjalti segir að þrátt fyrir það að hann sé góður körfuboltamaður geti menn þurft tíma til að koma sér inn í hlutina í deildinni. „Við erum með nýtt lið í höndunum og ekki lengra komnir en þetta. Þeir eru búnir að vera allt tímabilið saman en við lendum í því að missa David. Án þess að vera með einhverjar afsakanir þá er það bara hellingur.“ „Við fáum annan leikmann inn sem er allt öðruvísi og það tekur tíma að ná því upp. Svo vorum við að fá nýjan Kana og það er bara töluverður aðlögunartími.“ Þórsarar voru yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins í kvöld og Hjalti viðurkennir að mögulega hafi vantað ákefð hjá sínum mönnum. „Já, já. Eins og ég sagði áðan þá vorum við að elta allan tíman og það er bara þannig. Þegar þú ert ekki að tengja saman varnarlega, hvort sem það er af því að við erum með marga nýja eða hvað, þá vantaði bara upp á samskipti og þar af leiðandi vorum við eftir á allan tíman.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
„Við vorum bara í einhverjum eltingaleik og náðum aldrei að klukka,“ sagði Hjalti að leik loknum. „Við verðum þreyttir á því af því að það er rosalega erfitt að vera alltaf að elta og ná aldrei að klukka og þeir bara setja alltaf skotin í.“ „Þeir fá náttúrulega slatta af opnum skotum til að byrja með og ná upp takti og sjálfstrausti. Ég veit ekki hvað þeir voru með í prósentum en þeir hittu nánast öllu.“ Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum með að finna lausnir á hröðum sóknarleik Þórsara og Hjalti segir að þrátt fyrir örlítið betra gengi í síðari hálfleik en þeim fyrri hafi liðið verið háfl gjaldþrota. „Við breytum aðeins til í seinni hálfleik og mér fannst það ganga aðeins betur. En við vorum bara hálf gjaldþrota í fyrri hálfleik.“ Keflavíkurliðið fékk til sín nýjan leikmann síðustu mánaðarmót þegar Mustapha Heron gekk í raðir félagsins. Hann kom í staðinn fyrir CJ Burks, en Hjalti segir að þrátt fyrir það að hann sé góður körfuboltamaður geti menn þurft tíma til að koma sér inn í hlutina í deildinni. „Við erum með nýtt lið í höndunum og ekki lengra komnir en þetta. Þeir eru búnir að vera allt tímabilið saman en við lendum í því að missa David. Án þess að vera með einhverjar afsakanir þá er það bara hellingur.“ „Við fáum annan leikmann inn sem er allt öðruvísi og það tekur tíma að ná því upp. Svo vorum við að fá nýjan Kana og það er bara töluverður aðlögunartími.“ Þórsarar voru yfir í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins í kvöld og Hjalti viðurkennir að mögulega hafi vantað ákefð hjá sínum mönnum. „Já, já. Eins og ég sagði áðan þá vorum við að elta allan tíman og það er bara þannig. Þegar þú ert ekki að tengja saman varnarlega, hvort sem það er af því að við erum með marga nýja eða hvað, þá vantaði bara upp á samskipti og þar af leiðandi vorum við eftir á allan tíman.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. 11. febrúar 2022 22:35