Veður

Gott vetrarveður um land allt í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Það verður líklega prýðilegt útivistarveður í dag ef marka má spá veðurfræðings.
Það verður líklega prýðilegt útivistarveður í dag ef marka má spá veðurfræðings. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir að hið prýðilegasta vetrarveður verði á landinu í dag: hægur vindur, bjart og kalt.

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þrátt fyrir þessi frábæru upphafsorð stefnir í suðaustanstrekking með snjókomu af og til á suðvesturlandi en lítið lægðardrag stefnir í átt að landinu úr suðri.

Þá er ákveðin óvissa um hversu mikið fellur úr draginu en líklega byrjar að snjóa seinni partinn á höfuðborgarsvæðinu, þó einhver úrkoma geti fallið fyrr. 

Á morgun gengur hins vegar í suðaustanhvassvirði eða storm á sunnan- og vestanverðu landinu með slyddu eða snjókomu. Á norðurlandi verður hins vegar þurrt og hægari vindur. Þá hlýnar aðeins á morgun með þessum skilum en kólnar síðan jafnharðan á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×