Afbrotafræðingur segir óhugnanlegt að sjá hversu mikil harka er að færast í undirheimana og skoða þurfi þessa þróun. Á innan við ári hafa þrjár skotárásir verið framdar á Íslandi og einn látist vegna skotsárs.
Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands funduðu í gær vegna stöðunnar í Úkraínu. Biðlað er til fólks að yfirgefa landið.
Við kíkjum einnig á Hvolsvöll þar sem eftirspurn eftir lóðum og nýju húsnæði hefur aldrei verið eins mikil og nú. Byggt og byggt er á staðnum og ný íbúðarhverfi gerð klár, auk þess sem nokkrar nýjar verslanir hafa opnað.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar.