Við viljum bara einfaldara líf Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 06:00 Í Silfrinu í gær ræddi reynt sveitarstjórnarfólk um mikilvægi þess að einfalda þjónustuna fyrir fólk. Að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur er ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík og að því hef ég unnið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Með einfaldara lífi á ég við að fólk fái auðveldlega þjónustu, á sínum forsendum. Reykvíkingar eiga ekki að þurfa að þekkja síló borgarkerfisins til að vita hvert leita þarf eftir þjónustu. Við viljum bara auðveldlega geta óskað eftir henni, að það sé skýrt hvaða þjónustu við megum eiga von á. Svo viljum við einfalda leið til að láta vita ef þjónustan er ekki í samræmi við væntingar okkar. Í því augnamiði opnuðum við t.d. rafræna velferðarþjónustumiðstöð um áramótin, þvert á hverfi. Þjónusta út frá forsendum borgarbúa Það eru mörg skref í því fólgin að einfalda þjónustuna. Eitt skrefið var að taka upp nýja þjónustustefnu, sem ég hef leitt innleiðingu á. Þjónustustefnan byggir á að setja notendur og borgarbúa alltaf í forgrunn og hanna aðgengi að allri þjónustu út frá fólkinu en ekki kerfinu. Einföld starfræn skref Annað skref voru stóru rafrænu skrefin til að gera lífið einfaldara. Bæjarfulltrúi í Garðabæ skrifaði fyrir helgi grein um nýju rafrænu fjárhagsaðstoðina sem sveitarfélög víða um land eru nú að taka upp. Það er kerfi sem byggir á hönnun fyrir Reykjavíkurborg og var hér tekið í notkun árið 2019. Með vaxandi atvinnuleysi á Covid tímum höfum við séð hvað það er miklu einfaldara fyrir Reykvíkinga að nýta sér þetta umsóknarkerfi og hvað hægt er að afgreiða umsóknir og veita þjónustu hraðar. Þetta ferli er ákveðið módel fyrir stafrænu byltinguna og sýnir hvers má vænta út um allt borgarkerfi. Nýjasta stóra stafræna skrefið einfaldar til muna öll samskipti vegna þjónustu við aldraða og fatlaða. Kerfið sem á nú að innleiða heldur utan um daglega þjónustu í heimaþjónustu- og heimahjúkrun og innan búsetukjarna. Með þessu verða allar boðleiðir einfaldari á milli borgarinnar, þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra. Þetta er stórt velferðartækniskref, eitt af mörgum þar sem stafrænar lausnir eru að einfalda lífið. Önnur stafræn skref sem eru í vinnslu eru ný umsóknarkerfi fyrir leik- og grunnskóla og einföldun á kerfum fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúa. Og einfaldari skref, eins og birting raunupplýsinga um hversu mörg eru í sundlaugum borgarinnar á hverjum tíma. Einfaldari skipulagsmál Rafrænu skrefin eru mikilvæg til að einfalda lífið. En við þurfum að hugsa stærra en það. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið að nýju hverfaskipulagi fyrir hverfi borgarinnar. Þau hafa fengið mesta athygli fyrir tillögur að ákveðnum þéttingum. En mesta umbyltingin með hverfaskipulaginu er að með því er búið að afmarka betur hvað húseigendur mega og þá mega ekki gera við eignir sínar og einfalda verulega skipulagsferli vegna breytinga við þær. Einfaldari þjónusta heim Reykjavíkurborg hefur um hríð verið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að þróa betur samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samþætting þjónustu. Fyrir þau sem þjónustuna fá á ekki að skipta máli hvort launagreiðsla starfsmanna komi frá ríki eða borg og hvort stjórnsýslustigið sé að veita þjónustuna. Það sem skiptir máli er að ríki og borg tali saman og viti hvaða þjónustu viðkomandi þarf og vill, til að geta búið í öryggi eigin heimilis eins lengi og hægt er. Önnur sveitarfélög og heilsugæslan ættu að líta til þessa samstarfs. Það liggja að mínu mati mikil tækifæri í samþættri þjónustu við fólk í heimahúsum. Tækifæri til að bæta samfellda einstaklingsbundna þjónustu út frá þörfum íbúa en þá verður líka stafræna þróunin að fylgja með. Þetta eru bara nokkur dæmi um leiðir til að einfalda lífið okkar. Flækjur lífsins eru nógu miklar til að það bætist ekki ofan á að þurfa að sigla í gegnum flækjur hins opinbera. Úr þeim flækjum viljum við leysa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í Silfrinu í gær ræddi reynt sveitarstjórnarfólk um mikilvægi þess að einfalda þjónustuna fyrir fólk. Að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur er ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík og að því hef ég unnið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Með einfaldara lífi á ég við að fólk fái auðveldlega þjónustu, á sínum forsendum. Reykvíkingar eiga ekki að þurfa að þekkja síló borgarkerfisins til að vita hvert leita þarf eftir þjónustu. Við viljum bara auðveldlega geta óskað eftir henni, að það sé skýrt hvaða þjónustu við megum eiga von á. Svo viljum við einfalda leið til að láta vita ef þjónustan er ekki í samræmi við væntingar okkar. Í því augnamiði opnuðum við t.d. rafræna velferðarþjónustumiðstöð um áramótin, þvert á hverfi. Þjónusta út frá forsendum borgarbúa Það eru mörg skref í því fólgin að einfalda þjónustuna. Eitt skrefið var að taka upp nýja þjónustustefnu, sem ég hef leitt innleiðingu á. Þjónustustefnan byggir á að setja notendur og borgarbúa alltaf í forgrunn og hanna aðgengi að allri þjónustu út frá fólkinu en ekki kerfinu. Einföld starfræn skref Annað skref voru stóru rafrænu skrefin til að gera lífið einfaldara. Bæjarfulltrúi í Garðabæ skrifaði fyrir helgi grein um nýju rafrænu fjárhagsaðstoðina sem sveitarfélög víða um land eru nú að taka upp. Það er kerfi sem byggir á hönnun fyrir Reykjavíkurborg og var hér tekið í notkun árið 2019. Með vaxandi atvinnuleysi á Covid tímum höfum við séð hvað það er miklu einfaldara fyrir Reykvíkinga að nýta sér þetta umsóknarkerfi og hvað hægt er að afgreiða umsóknir og veita þjónustu hraðar. Þetta ferli er ákveðið módel fyrir stafrænu byltinguna og sýnir hvers má vænta út um allt borgarkerfi. Nýjasta stóra stafræna skrefið einfaldar til muna öll samskipti vegna þjónustu við aldraða og fatlaða. Kerfið sem á nú að innleiða heldur utan um daglega þjónustu í heimaþjónustu- og heimahjúkrun og innan búsetukjarna. Með þessu verða allar boðleiðir einfaldari á milli borgarinnar, þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra. Þetta er stórt velferðartækniskref, eitt af mörgum þar sem stafrænar lausnir eru að einfalda lífið. Önnur stafræn skref sem eru í vinnslu eru ný umsóknarkerfi fyrir leik- og grunnskóla og einföldun á kerfum fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúa. Og einfaldari skref, eins og birting raunupplýsinga um hversu mörg eru í sundlaugum borgarinnar á hverjum tíma. Einfaldari skipulagsmál Rafrænu skrefin eru mikilvæg til að einfalda lífið. En við þurfum að hugsa stærra en það. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið að nýju hverfaskipulagi fyrir hverfi borgarinnar. Þau hafa fengið mesta athygli fyrir tillögur að ákveðnum þéttingum. En mesta umbyltingin með hverfaskipulaginu er að með því er búið að afmarka betur hvað húseigendur mega og þá mega ekki gera við eignir sínar og einfalda verulega skipulagsferli vegna breytinga við þær. Einfaldari þjónusta heim Reykjavíkurborg hefur um hríð verið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að þróa betur samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samþætting þjónustu. Fyrir þau sem þjónustuna fá á ekki að skipta máli hvort launagreiðsla starfsmanna komi frá ríki eða borg og hvort stjórnsýslustigið sé að veita þjónustuna. Það sem skiptir máli er að ríki og borg tali saman og viti hvaða þjónustu viðkomandi þarf og vill, til að geta búið í öryggi eigin heimilis eins lengi og hægt er. Önnur sveitarfélög og heilsugæslan ættu að líta til þessa samstarfs. Það liggja að mínu mati mikil tækifæri í samþættri þjónustu við fólk í heimahúsum. Tækifæri til að bæta samfellda einstaklingsbundna þjónustu út frá þörfum íbúa en þá verður líka stafræna þróunin að fylgja með. Þetta eru bara nokkur dæmi um leiðir til að einfalda lífið okkar. Flækjur lífsins eru nógu miklar til að það bætist ekki ofan á að þurfa að sigla í gegnum flækjur hins opinbera. Úr þeim flækjum viljum við leysa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun