Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Snorri Másson skrifar 14. febrúar 2022 12:02 Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að hann var skotinn í brjóstið. Hann er ekki í bráðri hættu en gekkst undir aðgerð. Fleiri skotum var hleypt af en hæfðu fórnarlambið. Aðsend mynd Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita nákvæmar upplýsingar um skotvopnið í árásinni en sjónarvottur lýsti því þannig að að þetta hafi litið út eins og til dæmis MP5 vélbyssa. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir aðeins að skotvopnið sé ekki löglegt á Íslandi. „Þetta er ekki hríðskotabyssa. En útlitið getur blekkt fólk, ég get ekki farið nánar út í það hvers konar skotvopn er um að ræða á þessu stigi,“ sagði Margeir. Öruggar heimildir fréttastofu herma hins vegar að um sé að ræða þrívíddarprentaða byssu - en slíkt er ólöglegt hér á landi og raunar víða um heim. Það er ekki þar með sagt að vopnið sé prentað hér á landi; því getur verið smyglað inn. Þrívíddarprentuð vopn geta sýnst öflugri en þau eru. Stærri vopn geta þannig haft virkni minni skammbyssa. Í umfjöllun Vice hér að neðan má sjá hve langt þessi tækni er komin vestanhafs. Rannsókn málsins miðar að sögn lögreglu vel. Tveir verða áfram í gæsluvarðhaldi en upphaflega voru þrír handteknir, allir um tvítugt. Á meðal þess sem er til skoðunar er hvort málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta er á meðal þess sem við skoðum en fljótt á litið sýnist okkur það ekki vera, klárlega ekki. Þetta sé bara á milli einstaklinga sem þarna er um að ræða,“ segir Margeir. Tugur lögreglumanna vopnaðist - ráðherra skoðar rafbyssur Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn lýsti því í samtali við fréttastofu í gær að um tugur almennra lögregluþjóna hafi vopnast við aðgerðirnar um helgina. „Það er heimild yfirmanns sem heimilar vopnun og þá er sendur kóði til að opna vopnakistur í bílum. Þetta getur gerst bara á nokkrum mínútum og gekk mjög vel í nótt, eins og líka á fimmtudaginn,“ sagði Grímur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lýst áhyggjum af þróuninni og ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að vopna lögregluna hugsanlega með rafbyssum. Í því efni vísaði hann til nýlegrar norskrar skýrslu, sem hann hyggist kynna fyrir Íslendingum. „Þetta sé í raun og veru góð ráðstöfun gagnvart öllum, þ.e. að oft sé hægt að beita þessu í stað þess að beita því sem við köllum skotvopn. Reynslan af þessu sé mjög góð hjá þeim lögregluyfirvöldum sem hafa þessar heimildir og Norðmenn eru í þessari vegferð núna, að heimila þetta,“ segir Jón. Reykjavík Lögreglumál Skotárás við Bergstaðastræti Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita nákvæmar upplýsingar um skotvopnið í árásinni en sjónarvottur lýsti því þannig að að þetta hafi litið út eins og til dæmis MP5 vélbyssa. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir aðeins að skotvopnið sé ekki löglegt á Íslandi. „Þetta er ekki hríðskotabyssa. En útlitið getur blekkt fólk, ég get ekki farið nánar út í það hvers konar skotvopn er um að ræða á þessu stigi,“ sagði Margeir. Öruggar heimildir fréttastofu herma hins vegar að um sé að ræða þrívíddarprentaða byssu - en slíkt er ólöglegt hér á landi og raunar víða um heim. Það er ekki þar með sagt að vopnið sé prentað hér á landi; því getur verið smyglað inn. Þrívíddarprentuð vopn geta sýnst öflugri en þau eru. Stærri vopn geta þannig haft virkni minni skammbyssa. Í umfjöllun Vice hér að neðan má sjá hve langt þessi tækni er komin vestanhafs. Rannsókn málsins miðar að sögn lögreglu vel. Tveir verða áfram í gæsluvarðhaldi en upphaflega voru þrír handteknir, allir um tvítugt. Á meðal þess sem er til skoðunar er hvort málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta er á meðal þess sem við skoðum en fljótt á litið sýnist okkur það ekki vera, klárlega ekki. Þetta sé bara á milli einstaklinga sem þarna er um að ræða,“ segir Margeir. Tugur lögreglumanna vopnaðist - ráðherra skoðar rafbyssur Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn lýsti því í samtali við fréttastofu í gær að um tugur almennra lögregluþjóna hafi vopnast við aðgerðirnar um helgina. „Það er heimild yfirmanns sem heimilar vopnun og þá er sendur kóði til að opna vopnakistur í bílum. Þetta getur gerst bara á nokkrum mínútum og gekk mjög vel í nótt, eins og líka á fimmtudaginn,“ sagði Grímur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lýst áhyggjum af þróuninni og ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að vopna lögregluna hugsanlega með rafbyssum. Í því efni vísaði hann til nýlegrar norskrar skýrslu, sem hann hyggist kynna fyrir Íslendingum. „Þetta sé í raun og veru góð ráðstöfun gagnvart öllum, þ.e. að oft sé hægt að beita þessu í stað þess að beita því sem við köllum skotvopn. Reynslan af þessu sé mjög góð hjá þeim lögregluyfirvöldum sem hafa þessar heimildir og Norðmenn eru í þessari vegferð núna, að heimila þetta,“ segir Jón.
Reykjavík Lögreglumál Skotárás við Bergstaðastræti Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10
Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29