Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Snorri Másson skrifar 14. febrúar 2022 12:02 Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að hann var skotinn í brjóstið. Hann er ekki í bráðri hættu en gekkst undir aðgerð. Fleiri skotum var hleypt af en hæfðu fórnarlambið. Aðsend mynd Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita nákvæmar upplýsingar um skotvopnið í árásinni en sjónarvottur lýsti því þannig að að þetta hafi litið út eins og til dæmis MP5 vélbyssa. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir aðeins að skotvopnið sé ekki löglegt á Íslandi. „Þetta er ekki hríðskotabyssa. En útlitið getur blekkt fólk, ég get ekki farið nánar út í það hvers konar skotvopn er um að ræða á þessu stigi,“ sagði Margeir. Öruggar heimildir fréttastofu herma hins vegar að um sé að ræða þrívíddarprentaða byssu - en slíkt er ólöglegt hér á landi og raunar víða um heim. Það er ekki þar með sagt að vopnið sé prentað hér á landi; því getur verið smyglað inn. Þrívíddarprentuð vopn geta sýnst öflugri en þau eru. Stærri vopn geta þannig haft virkni minni skammbyssa. Í umfjöllun Vice hér að neðan má sjá hve langt þessi tækni er komin vestanhafs. Rannsókn málsins miðar að sögn lögreglu vel. Tveir verða áfram í gæsluvarðhaldi en upphaflega voru þrír handteknir, allir um tvítugt. Á meðal þess sem er til skoðunar er hvort málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta er á meðal þess sem við skoðum en fljótt á litið sýnist okkur það ekki vera, klárlega ekki. Þetta sé bara á milli einstaklinga sem þarna er um að ræða,“ segir Margeir. Tugur lögreglumanna vopnaðist - ráðherra skoðar rafbyssur Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn lýsti því í samtali við fréttastofu í gær að um tugur almennra lögregluþjóna hafi vopnast við aðgerðirnar um helgina. „Það er heimild yfirmanns sem heimilar vopnun og þá er sendur kóði til að opna vopnakistur í bílum. Þetta getur gerst bara á nokkrum mínútum og gekk mjög vel í nótt, eins og líka á fimmtudaginn,“ sagði Grímur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lýst áhyggjum af þróuninni og ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að vopna lögregluna hugsanlega með rafbyssum. Í því efni vísaði hann til nýlegrar norskrar skýrslu, sem hann hyggist kynna fyrir Íslendingum. „Þetta sé í raun og veru góð ráðstöfun gagnvart öllum, þ.e. að oft sé hægt að beita þessu í stað þess að beita því sem við köllum skotvopn. Reynslan af þessu sé mjög góð hjá þeim lögregluyfirvöldum sem hafa þessar heimildir og Norðmenn eru í þessari vegferð núna, að heimila þetta,“ segir Jón. Reykjavík Lögreglumál Skotárás við Bergstaðastræti Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita nákvæmar upplýsingar um skotvopnið í árásinni en sjónarvottur lýsti því þannig að að þetta hafi litið út eins og til dæmis MP5 vélbyssa. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir aðeins að skotvopnið sé ekki löglegt á Íslandi. „Þetta er ekki hríðskotabyssa. En útlitið getur blekkt fólk, ég get ekki farið nánar út í það hvers konar skotvopn er um að ræða á þessu stigi,“ sagði Margeir. Öruggar heimildir fréttastofu herma hins vegar að um sé að ræða þrívíddarprentaða byssu - en slíkt er ólöglegt hér á landi og raunar víða um heim. Það er ekki þar með sagt að vopnið sé prentað hér á landi; því getur verið smyglað inn. Þrívíddarprentuð vopn geta sýnst öflugri en þau eru. Stærri vopn geta þannig haft virkni minni skammbyssa. Í umfjöllun Vice hér að neðan má sjá hve langt þessi tækni er komin vestanhafs. Rannsókn málsins miðar að sögn lögreglu vel. Tveir verða áfram í gæsluvarðhaldi en upphaflega voru þrír handteknir, allir um tvítugt. Á meðal þess sem er til skoðunar er hvort málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta er á meðal þess sem við skoðum en fljótt á litið sýnist okkur það ekki vera, klárlega ekki. Þetta sé bara á milli einstaklinga sem þarna er um að ræða,“ segir Margeir. Tugur lögreglumanna vopnaðist - ráðherra skoðar rafbyssur Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn lýsti því í samtali við fréttastofu í gær að um tugur almennra lögregluþjóna hafi vopnast við aðgerðirnar um helgina. „Það er heimild yfirmanns sem heimilar vopnun og þá er sendur kóði til að opna vopnakistur í bílum. Þetta getur gerst bara á nokkrum mínútum og gekk mjög vel í nótt, eins og líka á fimmtudaginn,“ sagði Grímur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lýst áhyggjum af þróuninni og ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að vopna lögregluna hugsanlega með rafbyssum. Í því efni vísaði hann til nýlegrar norskrar skýrslu, sem hann hyggist kynna fyrir Íslendingum. „Þetta sé í raun og veru góð ráðstöfun gagnvart öllum, þ.e. að oft sé hægt að beita þessu í stað þess að beita því sem við köllum skotvopn. Reynslan af þessu sé mjög góð hjá þeim lögregluyfirvöldum sem hafa þessar heimildir og Norðmenn eru í þessari vegferð núna, að heimila þetta,“ segir Jón.
Reykjavík Lögreglumál Skotárás við Bergstaðastræti Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10
Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29