Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson skrifar 14. febrúar 2022 16:07 Ég sá Gunnar Þórðarson um helgina og það var auðséð að hann er ekki ungur enn. Ég fór að hugsa um hvernig við launum manni eins og honum, sem hefur samið hundruð laga, eitthvað nærri 700-800, sem með öðrum afurðum listafólks, fléttar þann dúk sem við köllum íslenska menningu. Það fyrirbrigði er ekki sjálfgefið né sprettur af engu; það er dómkirkja sem margir koma að. Og sumir leggja meira til en aðrir. Það er líklega hugmyndin á bak við heiðurslaun listamanna, að við getum tekið ofan og hneigt okkur fyrir þeim sem hafa gefið okkur mest. Það eru 23 listamenn á heiðurslaunum, augljóslega aðeins lítill hluti þeirra sem ættu það skilið. Upphæð heiðurslauna taka mið af starfslaunum listamanna, sem eru 490.920 kr. sem verktakagreiðslur. Starfslaunin voru hækkuð fyrir áramót svo þau héldu í við lágmarkslaun sem eru nú 368 þús. kr. Hvorki heiðurslaun né starfslaun eru þannig laun í venjulegum skilningi heldur verktakagreiðslur. Þegar búið er að borga skatta, gjöld og lífeyrisgreiðslur af starfslaunum eru þau í raun jafn há lágmarkslaunum í landinu. En það var ekki það sem ég ætlaði að benda ykkur á. Tæplega 491 þús. kr. á mánuði til 23 listamanna gera um 135,5 m.kr. á ári. Í fljótu bragði gæti maður haldið að það væri þakklætisvottur Alþingis til hópsins. Það er viðlíka upphæð og Guide to Iceland ehf. fékk í skattafslátt í fyrra vegna endurnýjunar á bókunarkerfi sínu, sem skilgreint var sem nýsköpun sem almenningur ætti að styðja. Svona ef þið viljið fá hugmynd um mat Alþingis á list og menningu annars vegar og business hins vegar. Fjárframlög ríkisins til Men and Mice ehf svipað og heiðurslaunin öll Það fá hins vegar ekki allir full og óskert heiðurslaun, í raun fæstir. Reglan er sú að listamaður sem verður 70 ára fær aðeins 80% upphæðarinnar. Og það á við um 20 af 23 listamönnum á listanum. Aðeins Bubbi Morthens, Friðrik Þór Friðriksson og Vigdís Grímsdóttir eru yngri en sjötugt. Öll hin fá 392.736 kr. en ekki 490.920 kr. Þessi skerðing lækkar framlag ríkisins um 23,5 m.kr. Framlag til listamannanna er því ekki 135,5 m.kr. heldur tæplega 112 m.kr. Það er álíka upphæð og fyrirtækið Men and Mice ehf. fékk í fyrra fyrir framlag sitt til nýsköpunar íslensks samfélags. Þar sem heiðurslaunin eru verktakagreiðslur þarf listafólkið að borga tryggingargjald, samtals um 7,1 m.kr. sem renna aftur til ríkissjóðs. Nettó-framlag ríkisins til listamannanna tuttugu og þriggja er þá komið niður í 104,8 m.kr. Það er viðlíka upphæð og Gagnaverið Advania Data Centers ehf, nú atNorth, fékk í styrk í fyrra. Þar sem stærsti hluti þeirra listamanna sem fá heiðurslaun eru komin á eftirlaunaaldur (Bubbi Morthens er sá eini sem ekki er orðinn 67 ára) þá eru jaðarskattar af heiðurslaununum hár, þar sem greiðslurnar skerða ellilífeyri og greiðslur frá Tryggingastofnun auk þess sem tekinn er af þeim skattur. Elstu listamennirnir eru á tíræðisaldri (8 ), sum eru á níræðisaldri (5) og önnur á áttræðisaldri (7). Nýsköpunarstyrkir ólíkt rausnarlegri Það má því gera ráð fyrir að fæst af þessu fólki eigi umtalsverða inneign í lífeyrissjóðum, bæði vegna aldur (lífeyriskerfið er ekki enn farið að virka fyrir fólk sem er að komast á eftirlaunaaldur, hvað þá fyrir fólk sem komst á þann aldur fyrir aldarfjórðungi) og starfs (listafólk býr við basl og óreglulegar verktakagreiðslur, það er algengt að þau eigi lítið sem engin lífeyrisréttindi við lok starfsævinnar). Ég áætlaði að meðaltalið væri á milli þess að þau ættu engin lífeyrisréttindi og inneign sem gæfi þeim 100 þús. kr. á mánuði. Miðað við það mat tekur ríkið til sín um 69,4 m.kr. í skatta og skerðingar frá hópnum öllum. Þá sitja eftir um 35,5 m.kr. sem þessi 23 manna hópur listafólks fær í budduna sína. Ekkert fyrirtæki fékk svo lágan nýsköpunarstyrk í fyrra, svo ég get ekki gefið ykkur neinn samanburð. Samkvæmt þessu veitir Alþingi 23 listamönnum heiðurslaun sem fólk gæti haldið að væri 135,5 m.kr. En í raun tekur ríkið aftur 100,0 m.kr. af fólkinu eða 73,8%. Listamennirnir fá aðeins 35,5 m.kr. að skipta á milli sín. Það gera um 117 þús. kr. á mánuði til flestra. Það er spurning hvort réttlætanlegt sé að kalla þá upphæð heiðurslaun. Þjófræðið lætur ekki að sér hæða Alla vega er ljóst að fólk sem sér eftir þessum krónum til listafólksins, sem gaf svo mikið til þess umhverfis sem við lifum innan, þess sem kallað er íslensk menning, ætti kannski frekar að velta fyrir sér hvers vegna við erum að verðlauna þessi fyrirtæki svona rausnarlega fyrir það sem þau flokka undir nýsköpun. List er linnulaus nýsköpun, listafólk er nýsköpunarfólk par excellence. Og Alþingi ætti að virða það. Þetta þjófræði sem við búum við, þar sem hin ríku vaða í ríkissjóð og fylla alla vasa á meðan framlög til almennings, þurfandi eða þeirra sem gefið hafa okkur svo mikið (og sannarlega meira en fjármagns- og fyrirtækjaeigendur) er skorin við nögl. Í umræðunni er oft látið sem fólk sem er styrkt eigi það ekki skilið, sé byrði á samfélaginu, á meðan það er látið eins og fjáraustur til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda sé sjálfsagður, þarfur og réttlátur. Þetta var ég að hugsa þegar ég horfði á Gunnar Þórðarson úr fjarska um helgina. Neðanmáls: Ingólfur Abraham Shahin á 46,3 prósenta hlut í Guide to Iceland ehf., nú Travelshift ehf., í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi á 15,8 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian á 7,9 prósent í gegnum Chenchen eftir að General Electric Pension Trust keypti 20% hlut í félaginu. Eigið fé Travelshift er 1,2 milljarður í árslok 2020. Men and Mice ehf. er í eigu MM Holding sem aftur er í eigu SÍA III slhf. sem síðan er í eigu lífeyrissjóða að mestu. Eigið fé SÍA III slhf. var um 10,7 milljarðar króna í árslok 2020. Advania Data Centers ehf., nú atNorth, var áður hluti Advania sem er dótturfyrirtæki fjárfestingabankans Goldman Sachs, en er nú í meirihlutaeigu sænskra og íslenskra fjárfesta þar sem VIA equity heldur um stærsta hlutinn. Eigið fé atNorth var 24,1 milljarður króna í árslok 2020. Á heiðurslaunum listamanna eru: Bubbi Morthens, Erró, Friðrik Þór Friðriksson, Guðbergur Bergsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Gunnar Þórðarson, Hannes Pétursson, Hreinn Friðfinnsson, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Jónas Ingimundarson, Kristbjörg Kjeld, Kristín Jóhannesdóttir, Magnús Pálsson, Matthías Johannessen, Megas, Steina Vasulka, Vigdís Grímsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorgerður Ingólfsdóttir, Þráinn Bertelsson og Þuríður Pálsdóttir. Höfundur er er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Listamannalaun Nýsköpun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sá Gunnar Þórðarson um helgina og það var auðséð að hann er ekki ungur enn. Ég fór að hugsa um hvernig við launum manni eins og honum, sem hefur samið hundruð laga, eitthvað nærri 700-800, sem með öðrum afurðum listafólks, fléttar þann dúk sem við köllum íslenska menningu. Það fyrirbrigði er ekki sjálfgefið né sprettur af engu; það er dómkirkja sem margir koma að. Og sumir leggja meira til en aðrir. Það er líklega hugmyndin á bak við heiðurslaun listamanna, að við getum tekið ofan og hneigt okkur fyrir þeim sem hafa gefið okkur mest. Það eru 23 listamenn á heiðurslaunum, augljóslega aðeins lítill hluti þeirra sem ættu það skilið. Upphæð heiðurslauna taka mið af starfslaunum listamanna, sem eru 490.920 kr. sem verktakagreiðslur. Starfslaunin voru hækkuð fyrir áramót svo þau héldu í við lágmarkslaun sem eru nú 368 þús. kr. Hvorki heiðurslaun né starfslaun eru þannig laun í venjulegum skilningi heldur verktakagreiðslur. Þegar búið er að borga skatta, gjöld og lífeyrisgreiðslur af starfslaunum eru þau í raun jafn há lágmarkslaunum í landinu. En það var ekki það sem ég ætlaði að benda ykkur á. Tæplega 491 þús. kr. á mánuði til 23 listamanna gera um 135,5 m.kr. á ári. Í fljótu bragði gæti maður haldið að það væri þakklætisvottur Alþingis til hópsins. Það er viðlíka upphæð og Guide to Iceland ehf. fékk í skattafslátt í fyrra vegna endurnýjunar á bókunarkerfi sínu, sem skilgreint var sem nýsköpun sem almenningur ætti að styðja. Svona ef þið viljið fá hugmynd um mat Alþingis á list og menningu annars vegar og business hins vegar. Fjárframlög ríkisins til Men and Mice ehf svipað og heiðurslaunin öll Það fá hins vegar ekki allir full og óskert heiðurslaun, í raun fæstir. Reglan er sú að listamaður sem verður 70 ára fær aðeins 80% upphæðarinnar. Og það á við um 20 af 23 listamönnum á listanum. Aðeins Bubbi Morthens, Friðrik Þór Friðriksson og Vigdís Grímsdóttir eru yngri en sjötugt. Öll hin fá 392.736 kr. en ekki 490.920 kr. Þessi skerðing lækkar framlag ríkisins um 23,5 m.kr. Framlag til listamannanna er því ekki 135,5 m.kr. heldur tæplega 112 m.kr. Það er álíka upphæð og fyrirtækið Men and Mice ehf. fékk í fyrra fyrir framlag sitt til nýsköpunar íslensks samfélags. Þar sem heiðurslaunin eru verktakagreiðslur þarf listafólkið að borga tryggingargjald, samtals um 7,1 m.kr. sem renna aftur til ríkissjóðs. Nettó-framlag ríkisins til listamannanna tuttugu og þriggja er þá komið niður í 104,8 m.kr. Það er viðlíka upphæð og Gagnaverið Advania Data Centers ehf, nú atNorth, fékk í styrk í fyrra. Þar sem stærsti hluti þeirra listamanna sem fá heiðurslaun eru komin á eftirlaunaaldur (Bubbi Morthens er sá eini sem ekki er orðinn 67 ára) þá eru jaðarskattar af heiðurslaununum hár, þar sem greiðslurnar skerða ellilífeyri og greiðslur frá Tryggingastofnun auk þess sem tekinn er af þeim skattur. Elstu listamennirnir eru á tíræðisaldri (8 ), sum eru á níræðisaldri (5) og önnur á áttræðisaldri (7). Nýsköpunarstyrkir ólíkt rausnarlegri Það má því gera ráð fyrir að fæst af þessu fólki eigi umtalsverða inneign í lífeyrissjóðum, bæði vegna aldur (lífeyriskerfið er ekki enn farið að virka fyrir fólk sem er að komast á eftirlaunaaldur, hvað þá fyrir fólk sem komst á þann aldur fyrir aldarfjórðungi) og starfs (listafólk býr við basl og óreglulegar verktakagreiðslur, það er algengt að þau eigi lítið sem engin lífeyrisréttindi við lok starfsævinnar). Ég áætlaði að meðaltalið væri á milli þess að þau ættu engin lífeyrisréttindi og inneign sem gæfi þeim 100 þús. kr. á mánuði. Miðað við það mat tekur ríkið til sín um 69,4 m.kr. í skatta og skerðingar frá hópnum öllum. Þá sitja eftir um 35,5 m.kr. sem þessi 23 manna hópur listafólks fær í budduna sína. Ekkert fyrirtæki fékk svo lágan nýsköpunarstyrk í fyrra, svo ég get ekki gefið ykkur neinn samanburð. Samkvæmt þessu veitir Alþingi 23 listamönnum heiðurslaun sem fólk gæti haldið að væri 135,5 m.kr. En í raun tekur ríkið aftur 100,0 m.kr. af fólkinu eða 73,8%. Listamennirnir fá aðeins 35,5 m.kr. að skipta á milli sín. Það gera um 117 þús. kr. á mánuði til flestra. Það er spurning hvort réttlætanlegt sé að kalla þá upphæð heiðurslaun. Þjófræðið lætur ekki að sér hæða Alla vega er ljóst að fólk sem sér eftir þessum krónum til listafólksins, sem gaf svo mikið til þess umhverfis sem við lifum innan, þess sem kallað er íslensk menning, ætti kannski frekar að velta fyrir sér hvers vegna við erum að verðlauna þessi fyrirtæki svona rausnarlega fyrir það sem þau flokka undir nýsköpun. List er linnulaus nýsköpun, listafólk er nýsköpunarfólk par excellence. Og Alþingi ætti að virða það. Þetta þjófræði sem við búum við, þar sem hin ríku vaða í ríkissjóð og fylla alla vasa á meðan framlög til almennings, þurfandi eða þeirra sem gefið hafa okkur svo mikið (og sannarlega meira en fjármagns- og fyrirtækjaeigendur) er skorin við nögl. Í umræðunni er oft látið sem fólk sem er styrkt eigi það ekki skilið, sé byrði á samfélaginu, á meðan það er látið eins og fjáraustur til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda sé sjálfsagður, þarfur og réttlátur. Þetta var ég að hugsa þegar ég horfði á Gunnar Þórðarson úr fjarska um helgina. Neðanmáls: Ingólfur Abraham Shahin á 46,3 prósenta hlut í Guide to Iceland ehf., nú Travelshift ehf., í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi á 15,8 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian á 7,9 prósent í gegnum Chenchen eftir að General Electric Pension Trust keypti 20% hlut í félaginu. Eigið fé Travelshift er 1,2 milljarður í árslok 2020. Men and Mice ehf. er í eigu MM Holding sem aftur er í eigu SÍA III slhf. sem síðan er í eigu lífeyrissjóða að mestu. Eigið fé SÍA III slhf. var um 10,7 milljarðar króna í árslok 2020. Advania Data Centers ehf., nú atNorth, var áður hluti Advania sem er dótturfyrirtæki fjárfestingabankans Goldman Sachs, en er nú í meirihlutaeigu sænskra og íslenskra fjárfesta þar sem VIA equity heldur um stærsta hlutinn. Eigið fé atNorth var 24,1 milljarður króna í árslok 2020. Á heiðurslaunum listamanna eru: Bubbi Morthens, Erró, Friðrik Þór Friðriksson, Guðbergur Bergsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Gunnar Þórðarson, Hannes Pétursson, Hreinn Friðfinnsson, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Jónas Ingimundarson, Kristbjörg Kjeld, Kristín Jóhannesdóttir, Magnús Pálsson, Matthías Johannessen, Megas, Steina Vasulka, Vigdís Grímsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorgerður Ingólfsdóttir, Þráinn Bertelsson og Þuríður Pálsdóttir. Höfundur er er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Á heiðurslaunum listamanna eru: Bubbi Morthens, Erró, Friðrik Þór Friðriksson, Guðbergur Bergsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Gunnar Þórðarson, Hannes Pétursson, Hreinn Friðfinnsson, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Jónas Ingimundarson, Kristbjörg Kjeld, Kristín Jóhannesdóttir, Magnús Pálsson, Matthías Johannessen, Megas, Steina Vasulka, Vigdís Grímsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorgerður Ingólfsdóttir, Þráinn Bertelsson og Þuríður Pálsdóttir.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun