Að vera leiðtogi af erlendum uppruna Derek Terell Allen skrifar 15. febrúar 2022 11:31 „Ég geri það þegar ég sé einhvern lit“ var mér sagt þegar aðili greip sig við að tala ensku við mig. Við höfðum hist á Austurvelli á meðan loftslagsverkfalli stóð á, og viðkomandi sýndi áhuga á LÍS, Landssamtökum íslenskra stúdenta, þar sem ég gegni embætti forseta. Eftir lok verkfallsins skrapp ég aðeins frá vellinum og kom svo aftur til að spjalla við þennan einstakling frekar og þá minnti hann mig á að ég var með „einhvern lit“. Það að ég er smá frábrugðinn hinum leiðtogunum í kringum mig er eitthvað hefur ekki gleymst á þessu kjörtímabili og ég hef þess vegna lært frekar áhugaverða hluti um mig sjálfan í ferlinu. Í tilefni Jafnréttisdaga tel ég að það sé tímabært að telja þessa hluti upp. Þó að ég sé leiðtogi íslenskra stúdenta kann ég ekki íslensku Það gerist inn á milli að ókunnugir tala við mig á ensku út frá mínu útliti sem er „óíslenskt“. Þáverandi ókunnugir sem starfa í nærveru skrifstofu LÍS eru engin undantekning, þó að sem betur fer er einungis um fáa einstaklinga að ræða. Rekist hefur verið stundum á mig víða um vinnustaðinn og tekið til máls á ensku án þess að kanna almennilega hvort ég væri íslenskumælandi. Þetta er aldrei í lagi, en ef einstaklingur, samtök, o.s.frv. segist stoða sig á jafnrétti er það mikilvægt að varpa ljósi á þessari hegðun. Haft var samband við viðeigandi aðila og beðist voru afsökunar nokkrum sinnum. Málið var dautt, en hafði samt nokkur áhrif á minni sýn á vinnustaðnum, enda ég furðaði mig á hvernig þetta myndi gerast í umhverfi sem á að vera. Ævisagan mín kemur öllum við Fólk getur verið svo forvitið um mig að það getur ekki beðið að aflast sér upplýsingar um einkalífið mitt og hvernig ég kom til að vera hér á landi. Í september sá LÍS um pallborð með frambjóðendum til Alþingiskosninga þar sem við ræddum helstu málefni stúdenta. Ég tók á móti þeim flestum og tók nokkur góð spjöll. Fjöldi þessara frambjóðenda vildi hins vegar ekki ræða við mig um viðburðinn, málefni stúdenta, LÍS, eða eitthvað nátengt, Viðfangsefni umræðanna sneru að upprunina mínum, hvað ég hef búið hér lengi, og annað sem átti ekki við. Það er staður og stund fyrir slíkar spurningar, og almennt ég hef ekkert á móti því að útskýra hvers vegna ég er með hreim, hvers vegna ég heiti Derek, hvers vegna ég er dökkur á hörund, og allt annað sem einstaklingur meinar þegar spurt er „Hvaðan ertu?“. Mér þótti það samt undarlegt að sagan mín var talin mikilvægari en tilefni samkomunnar: málefni stúdenta. Ég er bara útlendingur Það sem ég óttaðist mest þegar ég tók við embætti forsetans var að ég myndi alltaf vera séður sem einhver utanaðkomandi sem átti ekkert annað fram að færa en að vera gervitákn af fjölbreytni og framförum. Þetta var nánast staðfest þegar ég rakst á starfskraft hjá ónefndum háskóla í matvöruverslun. Í staðinn fyrir að spjalla um hvernig allt gekk í vinnunni eða í lífinu almennt snerist allt samtalið um hvað það var einfalt að greina mig að öllum hinum jafnvel með grímu, og hvort ég ætlaði að búa áfram á Íslandi, og allt á milli himins og jarðar sem benti til þess að ég væri bara útlendingur. Mér ber að ítreka að ekkert er að því að vera öðruvísi, en öðruvísi fólk er samt eins margþætt og aðrar mannverur. Öðruvísi fólk er með persónuleika, skoðanir, og allt annað sem „venjulegt“ fólk býr yfir. Þessi málefni eru ekki þess virði að ræða Það ber að fagna að íslenska stúdentahreyfingin er leiðandi í jafnréttismálum. Þó að ástandið sé langt frá fullkomið er verið að hlusta á raddir jaðarhópa með auknum mæli (t.d.trans og kynsegin stúdentar hjá HÍ sem mega nú fá prófskírteini með nafnið sitt eins og það á að vera). Því miður fá ekki allir jaðarhópar sama stuðninginn frá stúdentahreyfingunni, sérlega stúdentahreyfing Evrópu. Evrópusamtök stúdenta (e. European Students‘ Union, eða ESU) er með kynjasamþættingarstefnu (e. gender mainstreaming strategy) sem býr til vettvang fyrir konur og hinsegin stúdenta til að ræða sín málefni. Þetta er gott og gilt, enda hafa þessir hópar orðið fyrir mismunun í háskólaumhverfinu. Aðrir jaðarhópar (stúdentar af erlendum uppruna þar á meðal) fá hins vegar ekki sambærilegan vettvang á vegum þessara samtaka, algjör synd fyrir stúdenta sem myndi þurfa á því að halda. Af þeim sökum lagði LÍS fram tillögu með þeim markmiði að breyta þessu fyrirkomulagi á síðastliðnum stjórnarfundi ESU. Til þess að ná tillögunni í gegn þyrftu 2/3, eða 44 atkvæði, að vera með. 43 kusu með, og þar af leiðandi var tillagan felld. Ofan á það var framkvæmdastjórn ESU, sem eru foringjar stúdenta heillar heimsálfu, á móti tillögunni vegna meints tímaskorts. Hvers vegna eiga stúdentar af öðrum jaðarhópum það ekki skilið að tjá sig? Er ekki verið að berjast fyrir hagsmuni allra stúdenta? Ef svo er, af hverju er ekki skapað tíma fyrir umræður mismunarbreytur og margþætta mismunun (e. intersectionality) ? Hvernig eigum við að gera betur? Mikilvægt er að nefna að þetta er ekki tilraun að slaufa neinum sem koma hér að, enda er búið að tala við þau flest. Mannverur gera mistök. Forvitnin er vel skiljanleg, þar sem ég væri einnig forvitinn um mig, en ég og allir aðrir sem eru „öðruvísi“ eigum rétt á fagmennsku og almennri kurteisi. Við erum meira en hreimar, eða brún andlit, eða framandi nöfn. Ef við snúum aftur að manninum á skrifstofunni, eitt sem hann sagði mér var „Ég er búinn hér“ á meðan hann benti á hausinn á sér. En hann var það klárlega ekki. Enginn er búinn að vinna úr sínum innra bjögunum gagnvart öðrum. Það sem við eigum að stefna að er að viðurkenna okkar neikvæðu hugsanir og láta þær hafa sem minnst áhrif á aðra. Búum til pláss fyrir stúdenta af erlendu bergi brotnir til að vera besta útgáfan af sjálfum sér, og tökum á móti þeim eins og þau eru. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
„Ég geri það þegar ég sé einhvern lit“ var mér sagt þegar aðili greip sig við að tala ensku við mig. Við höfðum hist á Austurvelli á meðan loftslagsverkfalli stóð á, og viðkomandi sýndi áhuga á LÍS, Landssamtökum íslenskra stúdenta, þar sem ég gegni embætti forseta. Eftir lok verkfallsins skrapp ég aðeins frá vellinum og kom svo aftur til að spjalla við þennan einstakling frekar og þá minnti hann mig á að ég var með „einhvern lit“. Það að ég er smá frábrugðinn hinum leiðtogunum í kringum mig er eitthvað hefur ekki gleymst á þessu kjörtímabili og ég hef þess vegna lært frekar áhugaverða hluti um mig sjálfan í ferlinu. Í tilefni Jafnréttisdaga tel ég að það sé tímabært að telja þessa hluti upp. Þó að ég sé leiðtogi íslenskra stúdenta kann ég ekki íslensku Það gerist inn á milli að ókunnugir tala við mig á ensku út frá mínu útliti sem er „óíslenskt“. Þáverandi ókunnugir sem starfa í nærveru skrifstofu LÍS eru engin undantekning, þó að sem betur fer er einungis um fáa einstaklinga að ræða. Rekist hefur verið stundum á mig víða um vinnustaðinn og tekið til máls á ensku án þess að kanna almennilega hvort ég væri íslenskumælandi. Þetta er aldrei í lagi, en ef einstaklingur, samtök, o.s.frv. segist stoða sig á jafnrétti er það mikilvægt að varpa ljósi á þessari hegðun. Haft var samband við viðeigandi aðila og beðist voru afsökunar nokkrum sinnum. Málið var dautt, en hafði samt nokkur áhrif á minni sýn á vinnustaðnum, enda ég furðaði mig á hvernig þetta myndi gerast í umhverfi sem á að vera. Ævisagan mín kemur öllum við Fólk getur verið svo forvitið um mig að það getur ekki beðið að aflast sér upplýsingar um einkalífið mitt og hvernig ég kom til að vera hér á landi. Í september sá LÍS um pallborð með frambjóðendum til Alþingiskosninga þar sem við ræddum helstu málefni stúdenta. Ég tók á móti þeim flestum og tók nokkur góð spjöll. Fjöldi þessara frambjóðenda vildi hins vegar ekki ræða við mig um viðburðinn, málefni stúdenta, LÍS, eða eitthvað nátengt, Viðfangsefni umræðanna sneru að upprunina mínum, hvað ég hef búið hér lengi, og annað sem átti ekki við. Það er staður og stund fyrir slíkar spurningar, og almennt ég hef ekkert á móti því að útskýra hvers vegna ég er með hreim, hvers vegna ég heiti Derek, hvers vegna ég er dökkur á hörund, og allt annað sem einstaklingur meinar þegar spurt er „Hvaðan ertu?“. Mér þótti það samt undarlegt að sagan mín var talin mikilvægari en tilefni samkomunnar: málefni stúdenta. Ég er bara útlendingur Það sem ég óttaðist mest þegar ég tók við embætti forsetans var að ég myndi alltaf vera séður sem einhver utanaðkomandi sem átti ekkert annað fram að færa en að vera gervitákn af fjölbreytni og framförum. Þetta var nánast staðfest þegar ég rakst á starfskraft hjá ónefndum háskóla í matvöruverslun. Í staðinn fyrir að spjalla um hvernig allt gekk í vinnunni eða í lífinu almennt snerist allt samtalið um hvað það var einfalt að greina mig að öllum hinum jafnvel með grímu, og hvort ég ætlaði að búa áfram á Íslandi, og allt á milli himins og jarðar sem benti til þess að ég væri bara útlendingur. Mér ber að ítreka að ekkert er að því að vera öðruvísi, en öðruvísi fólk er samt eins margþætt og aðrar mannverur. Öðruvísi fólk er með persónuleika, skoðanir, og allt annað sem „venjulegt“ fólk býr yfir. Þessi málefni eru ekki þess virði að ræða Það ber að fagna að íslenska stúdentahreyfingin er leiðandi í jafnréttismálum. Þó að ástandið sé langt frá fullkomið er verið að hlusta á raddir jaðarhópa með auknum mæli (t.d.trans og kynsegin stúdentar hjá HÍ sem mega nú fá prófskírteini með nafnið sitt eins og það á að vera). Því miður fá ekki allir jaðarhópar sama stuðninginn frá stúdentahreyfingunni, sérlega stúdentahreyfing Evrópu. Evrópusamtök stúdenta (e. European Students‘ Union, eða ESU) er með kynjasamþættingarstefnu (e. gender mainstreaming strategy) sem býr til vettvang fyrir konur og hinsegin stúdenta til að ræða sín málefni. Þetta er gott og gilt, enda hafa þessir hópar orðið fyrir mismunun í háskólaumhverfinu. Aðrir jaðarhópar (stúdentar af erlendum uppruna þar á meðal) fá hins vegar ekki sambærilegan vettvang á vegum þessara samtaka, algjör synd fyrir stúdenta sem myndi þurfa á því að halda. Af þeim sökum lagði LÍS fram tillögu með þeim markmiði að breyta þessu fyrirkomulagi á síðastliðnum stjórnarfundi ESU. Til þess að ná tillögunni í gegn þyrftu 2/3, eða 44 atkvæði, að vera með. 43 kusu með, og þar af leiðandi var tillagan felld. Ofan á það var framkvæmdastjórn ESU, sem eru foringjar stúdenta heillar heimsálfu, á móti tillögunni vegna meints tímaskorts. Hvers vegna eiga stúdentar af öðrum jaðarhópum það ekki skilið að tjá sig? Er ekki verið að berjast fyrir hagsmuni allra stúdenta? Ef svo er, af hverju er ekki skapað tíma fyrir umræður mismunarbreytur og margþætta mismunun (e. intersectionality) ? Hvernig eigum við að gera betur? Mikilvægt er að nefna að þetta er ekki tilraun að slaufa neinum sem koma hér að, enda er búið að tala við þau flest. Mannverur gera mistök. Forvitnin er vel skiljanleg, þar sem ég væri einnig forvitinn um mig, en ég og allir aðrir sem eru „öðruvísi“ eigum rétt á fagmennsku og almennri kurteisi. Við erum meira en hreimar, eða brún andlit, eða framandi nöfn. Ef við snúum aftur að manninum á skrifstofunni, eitt sem hann sagði mér var „Ég er búinn hér“ á meðan hann benti á hausinn á sér. En hann var það klárlega ekki. Enginn er búinn að vinna úr sínum innra bjögunum gagnvart öðrum. Það sem við eigum að stefna að er að viðurkenna okkar neikvæðu hugsanir og láta þær hafa sem minnst áhrif á aðra. Búum til pláss fyrir stúdenta af erlendu bergi brotnir til að vera besta útgáfan af sjálfum sér, og tökum á móti þeim eins og þau eru. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun