Eyjólfur sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2022 14:40 Eyjólfur Gíslason. Aðsend Eyjólfur Gíslason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fer fram 26. febrúar. Í tilkynningu segir að framboðið sé til marks um þá sannfæringu hans að fólk með ólíkan bakgrunn og getu skili samfélaginu bestum árangri. „Ástæða framboðsins er einlæg löngun til að gera bæinn okkar framúrskarandi á öllum sviðum velferðar, menningar- og íþróttalífs, að ógleymdum umhverfismálum. Ég tala fyrir því að samhliða mikilvægi eflingar grunnstoða samfélags okkar má ekki gleyma að ekkert bæjarfélag er undanskilið þróun samtímans og við því verður að bregðast. Fegurðin býr í fjölbreytileikanum og öll eigum við að fá tækifæri til að blómstra í fjölmenningarsamfélagi,“ er haft eftir Eyjólfi. Eyjólfur er 35 ára, fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ, þar sem hann býr með syni sínum. „Ég er með háskólagráðu í miðlun og almannatengslum og stunda meistaranám í forystu og stjórnun. Undanfarin ár hef ég starfað á rekstrarsviði Icelandair Group sem stjórnandi innan Cabin Operations. Í öllum samfélögum viðgengst vanlíðan meðal ungs fólks sem sjá ekki eigin getu né kraftinn sem býr innra með þeim. Ég legg ríka áherslu á málefni á sviði geðheilbrigðismála, forvarnarstarfs og líðan bæjarbúa. Við þurfum að opna á umræðuna enn frekar og leggja áherslu á fjölbreytt skólakerfi, tala upp aðrar námsgreinar en þær sem taldar eru hefðbundnari. Horfast í augu við þá staðreynd að ekki eru allir steyptir í sama formið og fagna því fremur að við erum allskonar. Nýta kraft nýsköpunar hér á svæðinu og þá möguleika sem fólk hefur til að búa sér til gæfuríka framtíð,“ segir í tilkynningunni. Hann hefur áður tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins með setu í stjórn Heimis og segist hafa fylgst með framgangi flokksins alla tíð. „Ég kalla eftir breytingum með nýju fólki samhliða reynslunni. Ég óska eftir stuðningi íbúa Reykjanesbæjar í 2. sæti af auðmýkt, ábyrgð og gleði,“ segir Eyjólfur. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Í tilkynningu segir að framboðið sé til marks um þá sannfæringu hans að fólk með ólíkan bakgrunn og getu skili samfélaginu bestum árangri. „Ástæða framboðsins er einlæg löngun til að gera bæinn okkar framúrskarandi á öllum sviðum velferðar, menningar- og íþróttalífs, að ógleymdum umhverfismálum. Ég tala fyrir því að samhliða mikilvægi eflingar grunnstoða samfélags okkar má ekki gleyma að ekkert bæjarfélag er undanskilið þróun samtímans og við því verður að bregðast. Fegurðin býr í fjölbreytileikanum og öll eigum við að fá tækifæri til að blómstra í fjölmenningarsamfélagi,“ er haft eftir Eyjólfi. Eyjólfur er 35 ára, fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ, þar sem hann býr með syni sínum. „Ég er með háskólagráðu í miðlun og almannatengslum og stunda meistaranám í forystu og stjórnun. Undanfarin ár hef ég starfað á rekstrarsviði Icelandair Group sem stjórnandi innan Cabin Operations. Í öllum samfélögum viðgengst vanlíðan meðal ungs fólks sem sjá ekki eigin getu né kraftinn sem býr innra með þeim. Ég legg ríka áherslu á málefni á sviði geðheilbrigðismála, forvarnarstarfs og líðan bæjarbúa. Við þurfum að opna á umræðuna enn frekar og leggja áherslu á fjölbreytt skólakerfi, tala upp aðrar námsgreinar en þær sem taldar eru hefðbundnari. Horfast í augu við þá staðreynd að ekki eru allir steyptir í sama formið og fagna því fremur að við erum allskonar. Nýta kraft nýsköpunar hér á svæðinu og þá möguleika sem fólk hefur til að búa sér til gæfuríka framtíð,“ segir í tilkynningunni. Hann hefur áður tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins með setu í stjórn Heimis og segist hafa fylgst með framgangi flokksins alla tíð. „Ég kalla eftir breytingum með nýju fólki samhliða reynslunni. Ég óska eftir stuðningi íbúa Reykjanesbæjar í 2. sæti af auðmýkt, ábyrgð og gleði,“ segir Eyjólfur.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira