Körfubolti

Jón Axel og félagar unnu nauman sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson og félagar í Creilsheim Merlins unnu numan sigur í kvöld.
Jón Axel Guðmundsson og félagar í Creilsheim Merlins unnu numan sigur í kvöld. FIBA

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins þurftu að hafa fyrir hlutunum þegar þeir tóku á móti fallbaráttuliði Giessen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Heimamenn í Crailsheima unnu að lokum nauman sex stiga sigur, 87-81.

Mikið jafnræði var með liðunum allt frá upphafi til enda, en gestirnir í Giessen sigu fram úr undir lok fyrsta leikhluta og leiddu með sjö stigum að honum loknum. Þeir héldu því forskoti út hálfleikinn, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 48-41, Giessen í vil.

Jón Axel og félagar söxuðu hægt og bítandi á forskot gestanna í þriðja leikhluta og náðu yfirhöndinni stuttu fyrir lokaleikhlutann. Þeir leiddu með fimm stigum þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Heimamenn létu forystuna aldrei af hendi eftir það og unnu að lokum nauman sex stiga sigur, 87-81.

Jón Axel skoraði átta stig fyrir Crailsheim Merlins í kvöld, ásamt því að taka eitt frákast og gefa eina stoðsendingu. Liðið situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig eftir 19 leiki. Giessen situr hins vegar í næst neðsta sæti deildarinnar með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×