Mat á árangri er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 13:01 Spurning aldarinnar að öllum öðrum ólöstuðum er án efa spurningin: Hvers vegna? Sem betur fer erum við orðin mun gagnrýnari á það hvernig hlutirnir eru gerðir og hvers vegna og það sjónarhorn virðist fleyta okkur hratt áfram. Það er nokkuð ljóst að þau sem skara fram úr spyrja sig stöðugt spurninganna: Hvað, hvers vegna og hvernig. En það sem meira er þá spyrja þau sig aftur spurninga um hvað gekk og hvað ekki. Þetta kallast að vera árangursdrifin. Að vera árangursdrifin er að setja sér markmið, skoða, mæla, meta, fylgjast með því hvort markmiðum sé náð og breyta um leið sé þess þörf. Þó að leiðirnar sem valdar voru í byrjun hafi verið tímafrekar og erfiðar eru þær hiklaust endurskoðaðar ef þær skila ekki tilsettum árangri. Afreksíþróttafólk er gott dæmi um fólk sem er árangursdrifið. Til að ná árangri er það í stöðugu mati hjá sjálfu sér og þjálfurum sínum. Það mætir á mót til að sæta mati og samanburði við aðra til að fá betri sýn á hvar það er statt í íþróttinni. Þannig er það líklegra til að ná árangri og viðhalda honum. Nú hafa tvö af þremur lykilorðum þessarar greinar verið nefnd til sögunnar, orðin árangur og mat. Síðast en alls ekki síst er orðið skólar. Skólarnir okkar þurfa og eiga vera árangursdrifnir. Enda eiga þeir stóran þátt í mótun og þroska barna og ungmenna og ég fullyrði að vandað skólastarf sé hornsteinn góðs samfélags. Hvað er betra en að vita af því að það sé sameiginlegt markmið okkar allra að börnin fái bestu mögulegu menntun í eins góðu starfsumhverfi og völ er á? Til þess að skólastarfið í landinu sé sem allra best, er mikilvægt að við tileinkum okkur árangursmiðaða hugsun. Þar sem markmið, mælingar, stöðugar umbætur og endurskoðanir eiga sér sífellt stað. Í dag er skólum skylt að sinna innra mati á skólastarfi. Það þýðir að hverjum skóla ber skylda til að skoða, vega og meta starf sitt. Það er einnig skylda sveitarfélaganna að meta og skoða skólastarfið með ytra mati, þar sem utanaðkomandi aðilar framkvæma matið. Menntamálastofnun er eina stofnunin sem hefur séð um ytra mat í skólum landsins til þessa. Á Íslandi eru rúmlega 260 leikskólar og rúmlega 170 grunnskólar víðs vegar um landið. Af því leiðir að mikil bið hefur verið fyrir sveitarfélög að komast í ytra mats ferli hjá stofnuninni, jafnvel nokkur ár. Það geta svo liðið allt að tíu ár þar til umbætur í kjölfar matsins eru endurskoðaðar aftur með ytra mati, sem segir okkur að þróun og endurbætur geta tekið afar langan tíma þrátt fyrir góðan vilja allra aðila. Því er þörf á frekari þjónustu á sviði ytra mats á Íslandi. Sveitarfélög hafa sýnt metnað í að standa vel að skólastarfi, enda eru skólamálin hagsmunamál íbúanna og stór kostnaðarliður flestra sveitarfélaga. Stöðugar umbætur eiga vera markmið allra skóla í þágu barnanna og samfélagsins alls. Það að skoða vel og reglulega hvernig gengur er stór liður í því að ganga vel. Það er því vonandi fagnaðarefni fyrir sveitarfélögin og skólasamfélagið allt að nú sé komið nýtt fyrirtæki á sviði skólamála sem sérhæfir sig í ytra mati á skólastarfi sem gerir það að verkum að sveitarfélögin geta nú sinnt ytra mati með reglulegu millibili. Höfundur er framkvæmdastjóri og stofnandi GETU - gæðastarfs í skólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Spurning aldarinnar að öllum öðrum ólöstuðum er án efa spurningin: Hvers vegna? Sem betur fer erum við orðin mun gagnrýnari á það hvernig hlutirnir eru gerðir og hvers vegna og það sjónarhorn virðist fleyta okkur hratt áfram. Það er nokkuð ljóst að þau sem skara fram úr spyrja sig stöðugt spurninganna: Hvað, hvers vegna og hvernig. En það sem meira er þá spyrja þau sig aftur spurninga um hvað gekk og hvað ekki. Þetta kallast að vera árangursdrifin. Að vera árangursdrifin er að setja sér markmið, skoða, mæla, meta, fylgjast með því hvort markmiðum sé náð og breyta um leið sé þess þörf. Þó að leiðirnar sem valdar voru í byrjun hafi verið tímafrekar og erfiðar eru þær hiklaust endurskoðaðar ef þær skila ekki tilsettum árangri. Afreksíþróttafólk er gott dæmi um fólk sem er árangursdrifið. Til að ná árangri er það í stöðugu mati hjá sjálfu sér og þjálfurum sínum. Það mætir á mót til að sæta mati og samanburði við aðra til að fá betri sýn á hvar það er statt í íþróttinni. Þannig er það líklegra til að ná árangri og viðhalda honum. Nú hafa tvö af þremur lykilorðum þessarar greinar verið nefnd til sögunnar, orðin árangur og mat. Síðast en alls ekki síst er orðið skólar. Skólarnir okkar þurfa og eiga vera árangursdrifnir. Enda eiga þeir stóran þátt í mótun og þroska barna og ungmenna og ég fullyrði að vandað skólastarf sé hornsteinn góðs samfélags. Hvað er betra en að vita af því að það sé sameiginlegt markmið okkar allra að börnin fái bestu mögulegu menntun í eins góðu starfsumhverfi og völ er á? Til þess að skólastarfið í landinu sé sem allra best, er mikilvægt að við tileinkum okkur árangursmiðaða hugsun. Þar sem markmið, mælingar, stöðugar umbætur og endurskoðanir eiga sér sífellt stað. Í dag er skólum skylt að sinna innra mati á skólastarfi. Það þýðir að hverjum skóla ber skylda til að skoða, vega og meta starf sitt. Það er einnig skylda sveitarfélaganna að meta og skoða skólastarfið með ytra mati, þar sem utanaðkomandi aðilar framkvæma matið. Menntamálastofnun er eina stofnunin sem hefur séð um ytra mat í skólum landsins til þessa. Á Íslandi eru rúmlega 260 leikskólar og rúmlega 170 grunnskólar víðs vegar um landið. Af því leiðir að mikil bið hefur verið fyrir sveitarfélög að komast í ytra mats ferli hjá stofnuninni, jafnvel nokkur ár. Það geta svo liðið allt að tíu ár þar til umbætur í kjölfar matsins eru endurskoðaðar aftur með ytra mati, sem segir okkur að þróun og endurbætur geta tekið afar langan tíma þrátt fyrir góðan vilja allra aðila. Því er þörf á frekari þjónustu á sviði ytra mats á Íslandi. Sveitarfélög hafa sýnt metnað í að standa vel að skólastarfi, enda eru skólamálin hagsmunamál íbúanna og stór kostnaðarliður flestra sveitarfélaga. Stöðugar umbætur eiga vera markmið allra skóla í þágu barnanna og samfélagsins alls. Það að skoða vel og reglulega hvernig gengur er stór liður í því að ganga vel. Það er því vonandi fagnaðarefni fyrir sveitarfélögin og skólasamfélagið allt að nú sé komið nýtt fyrirtæki á sviði skólamála sem sérhæfir sig í ytra mati á skólastarfi sem gerir það að verkum að sveitarfélögin geta nú sinnt ytra mati með reglulegu millibili. Höfundur er framkvæmdastjóri og stofnandi GETU - gæðastarfs í skólum.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun