Kupp var valinn maður leiksins þegar Rams vann Cincinatti Bengals, 23-20, í Ofurskálinni. Hann skoraði tvö snertimörk í leiknum.
Kupp klæddist treyju Los Angeles Lakers með nafni Kobes aftan á þegar Hrútarnir fögnuðu sigrinum í Ofurskálinni með stuðningsmönnum sínum í gær.
„Kobe er hluti af þessu. Hann á heima hér, hann setti standarinn,“ sagði Kupp um Kobe sem lést í þyrluslysi fyrir tveimur árum. Kobe lék með Lakers allan sinn feril í NBA og varð fimm sinnum meistari með liðinu.
Kupp átti frábært tímabil með Rams og var meðal annars valinn besti sóknarmaður NFL-deildarinnar.
Sigur Rams í Ofurskálinni var langþráður en liðið hafði ekki orðið NFL-meistari síðan 1999. Þá var liðið reyndar í St. Louis. Rams flutti til Los Angeles 2016.