Körfubolti

Martin og félagar úr leik þrátt fyrir ótrúlegan viðsnúning

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valencia Basket vs Panathinaikos epa08826355 Valencia Basket's Martin Hermannsson (R) in action against Shelvin Mack (L) of Panathinaikos during the Euroleague game between Valencia Basket and Panathinaikos at Fuente de San Luis pavilion in Valencia, eastern Spain, 17 November 2020. EPA-EFE/Miguel Angel Polo
Valencia Basket vs Panathinaikos epa08826355 Valencia Basket's Martin Hermannsson (R) in action against Shelvin Mack (L) of Panathinaikos during the Euroleague game between Valencia Basket and Panathinaikos at Fuente de San Luis pavilion in Valencia, eastern Spain, 17 November 2020. EPA-EFE/Miguel Angel Polo

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia þurftu að sætta sig við svekkjandi þriggja stiga tap, 86-83, er liðið tók á móti Murcia í átta liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í körfubolta í kvöld.

Gestirnir í Murcia voru mun sterkari aðilinn í fyrsta leikhluta. Þeir skoruðu níu af fyrstu ellefu stigum leiksins og leiddu með 14 stigum að leikhlutanum loknum, 28-14.

Murcia náði tuttugu stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta og hélt því forskoti fram að hálfleik. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 52-33, Murcia í vil.

Martin og félagar mættu hins vegar dýrvitlausir til leiks í síðari hálfleik, en Valencia skoraði fyrstu 22 stig þriðja leikhlutans og náði forystu. Liðið leiddi með þremur stium þegar komið var að lokaleikhlutanum, 64-61.

Mikið jafnræði var með liðunum í fjórða leikhluta og engin afgerandi forysta náðist. Gestirnir í Murcia leiddu með einu stigi þegar hálf mínúta var til leiksloka og heimamenn klikkuðu á sinni sókn. Murcia jók muninn í þrjú stig af vítalínunni þegar tæpar átta sekúndur voru eftir á klukkunni og heimamenn fengu því eina lokatilraun til að jafna metin. Þeir klikkuðu hins vegar á lokasókninni og gestirnir fögnuðu þriggja stiga sigri, 86-83.

Martin Hermannsson skoraði tíu stig fyrir Valencia, ásamt því að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Liðið er úr leik, en Murcia mætir annað hvort Barcelona eða Baxi Manresa í undanúrslitum á morgun klukkan 20:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×