100 eða 400 króna gjald yfir nýja Ölfusárbrú? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. febrúar 2022 21:30 Nýja brúin yfir Ölfusá, sem verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna en ekki er búið að ákveða hvert gjaldið verður. Vegagerðin Ef allt gengur upp verður hægt að aka yfir nýja brú yfir Ölfusá við Selfossi 2025. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Bæjarstjóri Árborgar sér fyrir sér hundrað krónu gjald en forstjóri Vegagerðarinnar fjögur hundruð krónur. Vegagerðin boðaði til opins fundar á föstudaginn í Hótel Selfossi um fyrirhugað útboð á samvinnuverkefninu ný brú yfir Ölfusá. Brúin verður glæsilegt mannvirki, stagbrú með stórum turni og 330 metra löng. Reiknað er með að um fjögur til fimm þúsund bílar munu fara yfir brúnna á sólarhring fyrsta árið. Núverandi brú við Ölfusá verður áfram í notkun en umferð þyngri ökutækja verður ekki leyfð á þeirri brú enda er hún orðin gömul og lúin. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, sem nefndi 400 króna gjald yfir nýju brúnna, sem hugmynd aðspurð á fundinum hvað gjaldið ætti að vera að hennar mati.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, núna erum við að hefja útboðsferli um að finna framkvæmdaaðila, sem er tilbúin að byggja þessa brú og fjármagna, þannig að við erum bara á góðum stað með það. Ég vonast til að það verði mikill áhugi á verkefninu, þetta er jú stórt verkefni en auðvitað er ekki komið að því að byggja alveg strax en þetta er ferli, sem tekur næstu mánuði að finna áhugasama aðila og allt það,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, sem var með kynninguna í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja brúin verður 19 metra breið með þremur akreinum og göngu og hjólastíg. Turninn verður 60 metra hár. Bannað verður að fara ríðandi á hestum yfir brúnna. „Það er mjög ánægjulegt að við skulum loksins sjá hylla undir það að brúin fer af stað því hún þyrfti sannarlega að vera komin nú þegar,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, sem fagnaði nýju brúnni á fundinum. Hann vill að gjaldið fyrir að aka yfir verði 100 krónur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það á alveg eftir að ákveða hvert gjaldið verður að aka yfir nýju brúnna. Forstjóri Vegagerðarinnar nefndi 400 krónur á fundinum en hvað segir Gísli bæjarstjóri? „Til þess að ég geti nýtt hana í mínu daglega lífi þá myndi ég helst vilja að við værum að tala um hundrað kallinn, það er að segja að hver ferð kosti 100 krónur.“ Hér er ein af glærunum á fundinum.Vegagerðin Árborg Flóahreppur Vegagerð Vegtollar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Vegagerðin boðaði til opins fundar á föstudaginn í Hótel Selfossi um fyrirhugað útboð á samvinnuverkefninu ný brú yfir Ölfusá. Brúin verður glæsilegt mannvirki, stagbrú með stórum turni og 330 metra löng. Reiknað er með að um fjögur til fimm þúsund bílar munu fara yfir brúnna á sólarhring fyrsta árið. Núverandi brú við Ölfusá verður áfram í notkun en umferð þyngri ökutækja verður ekki leyfð á þeirri brú enda er hún orðin gömul og lúin. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, sem nefndi 400 króna gjald yfir nýju brúnna, sem hugmynd aðspurð á fundinum hvað gjaldið ætti að vera að hennar mati.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, núna erum við að hefja útboðsferli um að finna framkvæmdaaðila, sem er tilbúin að byggja þessa brú og fjármagna, þannig að við erum bara á góðum stað með það. Ég vonast til að það verði mikill áhugi á verkefninu, þetta er jú stórt verkefni en auðvitað er ekki komið að því að byggja alveg strax en þetta er ferli, sem tekur næstu mánuði að finna áhugasama aðila og allt það,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, sem var með kynninguna í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja brúin verður 19 metra breið með þremur akreinum og göngu og hjólastíg. Turninn verður 60 metra hár. Bannað verður að fara ríðandi á hestum yfir brúnna. „Það er mjög ánægjulegt að við skulum loksins sjá hylla undir það að brúin fer af stað því hún þyrfti sannarlega að vera komin nú þegar,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, sem fagnaði nýju brúnni á fundinum. Hann vill að gjaldið fyrir að aka yfir verði 100 krónur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það á alveg eftir að ákveða hvert gjaldið verður að aka yfir nýju brúnna. Forstjóri Vegagerðarinnar nefndi 400 krónur á fundinum en hvað segir Gísli bæjarstjóri? „Til þess að ég geti nýtt hana í mínu daglega lífi þá myndi ég helst vilja að við værum að tala um hundrað kallinn, það er að segja að hver ferð kosti 100 krónur.“ Hér er ein af glærunum á fundinum.Vegagerðin
Árborg Flóahreppur Vegagerð Vegtollar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira