Leikskóli sem virkar fyrir alla Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 21. febrúar 2022 07:00 Mikilvægt er að allir sem koma að starfi leikskólanna vinni saman að góðu leikskólastarfi. Þá þarf þörfum allra að vera sem best sinnt; starfsfólks, foreldra og barna. Markmið okkar í fræðsluráði Hafnarfjarðar hefur verið að vinna að lausnum til að ná því. En hvernig? Starfsfólk Starfsfólk – hefur þörf fyrir hærri laun, betri starfsaðstæður og rólegt umhverfi til að ná að sinna börnunum vel. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað vel hefur gengið að undanförnu að manna lausar stöður við leikskólana okkar í Hafnarfirði. Það hefur haft líklegast haft jákvæð áhrif að í síðustu fjárhagsáætlun var samþykkt auka fjárveiting til starfsfólks leikskóla og fastur tímafjöldi yfirvinnu hækkaður hjá öllum. Það þýðir hærri útborguð laun eins og starfsmenn hafa kallað eftir. Nú hefur einnig verið samþykkt að auglýsa eftir starfsfólki til að taka að sér tímabundar afleysingar þegar upp koma lang- eða skammtíma veikindi. Það getur orðið mikið álag á starfsfólki sem er inn á deildum þegar þær eru ekki fullmannaðar. Rýmisáætlun leikskóla hefur einnig verið endurskoðuð og eru því ekki eins mörg börn í hverju rými – sem skapar rólegra og betra umhverfi fyrir nemendur og starfsmenn. Foreldrar Foreldrar – hafa þörf fyrir fyrirsjáanleika í þjónustunni og að hún virki þannig að þau geti sinnt vinnu sinni og að börnum þeirra líði vel. Þeir vilja að börnin hafi öruggt, hvetjandi umhverfi sem hlúi að tilfinningum þeirra og efli þroska. Foreldar þurfa að geta skipulagt daglegt líf sitt eftir að fæðingarorlofi lýkur og því þurfa upplýsingar um innritun barna að liggja fyrir snemma þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig. Það hefur verið tekin ákvörðun um það að fjölga leikskólarýmum í Hafnarfirði frá og með næsta hausti og þannig verður hægt að taka við mun yngri börnum. Í Hafnarfirði er komið til móts við foreldra með því að stilla leikskólagjöldum í hóf. Þau hafa ekki verið hækkuð í átta ár og systkinaafslættir hafa verið auknir á undanförnum fjórum árum. Það kemur sér vel fyrir fjölskyldur með mörg börn. Foreldrar vilja geta tekið sumarfrí með börnum sínum og var boðið upp á það á síðasta ári að hafa opið allt sumarið í leikskólum bæjarins. Þá kom í ljós að þörf var fyrir þessa þjónustu þótt síðustu tvær vikurnar í júlí væru lítið nýttar. Í kjölfarið var gerð könnun meðal foreldra og starfsfólks leikskólanna og niðurstaða hennar var að báðir hópar vildu hafa lokað þessar síðustu tvær vikur í júlí. Það fyrirkomulag býður upp á meira sveigjanleika þar sem hægt er að taka hinar tvær vikurnar í frí fyrir eða eftir þessar tvær vikur eða taka þær samfelldar á öðru tímabili. Foreldrar sem ákveða að hafa börn sín í samfelldu fjögurra vikna fríi á öðrum tíma þurfa ekki að borga skólagjöld þegar leikskólarnir eru lokaðir. Börnin Börn – Þau hafa þörf fyrir rútínu, röð og reglu. Þau þurfa tengsl, örvun og hlýju og að fá tækifæri til að tengjast starfsfólkinu. Þau þurfa líka ánægt starfsfólk sem líður vel í vinnunni. Nauðsynlegt er að skapa þeim gott umhverfi og hefur húsnæði og skólalóðum verið vel við haldið síðastliðin ár. Þau þurfa fleiri leikskólakennara til að leiða faglegt starf og við höfum unnið að því að fjölga þeim með námssamningum, enda eru leikskólar fyrsta skólastigið. Börn þurfa öruggt, rólegt og gott umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að þroskast og læra í gegnum leik. Samráð Það var stofnaður starfshópur um eflingu leikskólastigsins í Hafnarfirði í desember sl. og markmið hópsins er meðal annars að finna lausnir svo að ,,vinnuumhverfi starfsfólks og barna sé eins og best verður á kosið og að gera leikskólastarfið í Hafnarfirði sem eftirsóknarverðast.“ Starfshópinn skipa fulltrúar foreldra, leikskólakennara, ófaglærðs starfsfólks, leikskólastjóra, þróunarfulltrúi leikskóla auk pólitískra fulltrúa. Starfshópurinn er góður vettvangur til að ræða lausnir og setja hugmyndir strax í framkvæmd til að bæta leikskólana. Börnin eru eini hópurinn sem hefur ekki sinn beina fulltrúa en segja má að allir í hópnum séu fulltrúar barnanna því öll viljum við gera vel fyrir börnin. Sem foreldri barna á leikskóla hef ég beina innsýn í þessar þarfir leikskólasamfélagsins. Það er nauðsynlegt að foreldrar hafi sinn fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ákvarðanir og stefna er gerð um þessa mikilvægu starfsemi, leikskólana okkar. Mig langar að vinna áfram að því að sameina þarfir og sjónarmið þessara hópa sem koma þar að. Höfundur er fulltrúi í fræðsluráði, varabæjarfulltrúi og frambjóðandi í 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að allir sem koma að starfi leikskólanna vinni saman að góðu leikskólastarfi. Þá þarf þörfum allra að vera sem best sinnt; starfsfólks, foreldra og barna. Markmið okkar í fræðsluráði Hafnarfjarðar hefur verið að vinna að lausnum til að ná því. En hvernig? Starfsfólk Starfsfólk – hefur þörf fyrir hærri laun, betri starfsaðstæður og rólegt umhverfi til að ná að sinna börnunum vel. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað vel hefur gengið að undanförnu að manna lausar stöður við leikskólana okkar í Hafnarfirði. Það hefur haft líklegast haft jákvæð áhrif að í síðustu fjárhagsáætlun var samþykkt auka fjárveiting til starfsfólks leikskóla og fastur tímafjöldi yfirvinnu hækkaður hjá öllum. Það þýðir hærri útborguð laun eins og starfsmenn hafa kallað eftir. Nú hefur einnig verið samþykkt að auglýsa eftir starfsfólki til að taka að sér tímabundar afleysingar þegar upp koma lang- eða skammtíma veikindi. Það getur orðið mikið álag á starfsfólki sem er inn á deildum þegar þær eru ekki fullmannaðar. Rýmisáætlun leikskóla hefur einnig verið endurskoðuð og eru því ekki eins mörg börn í hverju rými – sem skapar rólegra og betra umhverfi fyrir nemendur og starfsmenn. Foreldrar Foreldrar – hafa þörf fyrir fyrirsjáanleika í þjónustunni og að hún virki þannig að þau geti sinnt vinnu sinni og að börnum þeirra líði vel. Þeir vilja að börnin hafi öruggt, hvetjandi umhverfi sem hlúi að tilfinningum þeirra og efli þroska. Foreldar þurfa að geta skipulagt daglegt líf sitt eftir að fæðingarorlofi lýkur og því þurfa upplýsingar um innritun barna að liggja fyrir snemma þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig. Það hefur verið tekin ákvörðun um það að fjölga leikskólarýmum í Hafnarfirði frá og með næsta hausti og þannig verður hægt að taka við mun yngri börnum. Í Hafnarfirði er komið til móts við foreldra með því að stilla leikskólagjöldum í hóf. Þau hafa ekki verið hækkuð í átta ár og systkinaafslættir hafa verið auknir á undanförnum fjórum árum. Það kemur sér vel fyrir fjölskyldur með mörg börn. Foreldrar vilja geta tekið sumarfrí með börnum sínum og var boðið upp á það á síðasta ári að hafa opið allt sumarið í leikskólum bæjarins. Þá kom í ljós að þörf var fyrir þessa þjónustu þótt síðustu tvær vikurnar í júlí væru lítið nýttar. Í kjölfarið var gerð könnun meðal foreldra og starfsfólks leikskólanna og niðurstaða hennar var að báðir hópar vildu hafa lokað þessar síðustu tvær vikur í júlí. Það fyrirkomulag býður upp á meira sveigjanleika þar sem hægt er að taka hinar tvær vikurnar í frí fyrir eða eftir þessar tvær vikur eða taka þær samfelldar á öðru tímabili. Foreldrar sem ákveða að hafa börn sín í samfelldu fjögurra vikna fríi á öðrum tíma þurfa ekki að borga skólagjöld þegar leikskólarnir eru lokaðir. Börnin Börn – Þau hafa þörf fyrir rútínu, röð og reglu. Þau þurfa tengsl, örvun og hlýju og að fá tækifæri til að tengjast starfsfólkinu. Þau þurfa líka ánægt starfsfólk sem líður vel í vinnunni. Nauðsynlegt er að skapa þeim gott umhverfi og hefur húsnæði og skólalóðum verið vel við haldið síðastliðin ár. Þau þurfa fleiri leikskólakennara til að leiða faglegt starf og við höfum unnið að því að fjölga þeim með námssamningum, enda eru leikskólar fyrsta skólastigið. Börn þurfa öruggt, rólegt og gott umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að þroskast og læra í gegnum leik. Samráð Það var stofnaður starfshópur um eflingu leikskólastigsins í Hafnarfirði í desember sl. og markmið hópsins er meðal annars að finna lausnir svo að ,,vinnuumhverfi starfsfólks og barna sé eins og best verður á kosið og að gera leikskólastarfið í Hafnarfirði sem eftirsóknarverðast.“ Starfshópinn skipa fulltrúar foreldra, leikskólakennara, ófaglærðs starfsfólks, leikskólastjóra, þróunarfulltrúi leikskóla auk pólitískra fulltrúa. Starfshópurinn er góður vettvangur til að ræða lausnir og setja hugmyndir strax í framkvæmd til að bæta leikskólana. Börnin eru eini hópurinn sem hefur ekki sinn beina fulltrúa en segja má að allir í hópnum séu fulltrúar barnanna því öll viljum við gera vel fyrir börnin. Sem foreldri barna á leikskóla hef ég beina innsýn í þessar þarfir leikskólasamfélagsins. Það er nauðsynlegt að foreldrar hafi sinn fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ákvarðanir og stefna er gerð um þessa mikilvægu starfsemi, leikskólana okkar. Mig langar að vinna áfram að því að sameina þarfir og sjónarmið þessara hópa sem koma þar að. Höfundur er fulltrúi í fræðsluráði, varabæjarfulltrúi og frambjóðandi í 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun