Fjölga á tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu Rannveig Þórisdóttir skrifar 22. febrúar 2022 09:00 Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki. Þannig hafa lagalegar úrbætur í málaflokknum á undanförnum árum leitt til víðari og nákvæmari lagalegra skilgreininga sem leitt hafa til fjölgunar tilkynninga. Þá getur aukið aðgengi að lögreglu leitt til þess að fleiri treysti sér til að tilkynna auk þess sem samfélagsumræða á borð við #metoo getur leitt til þess að fleiri tilkynna brot sem þau hafa orðið fyrir. Færri brot árið 2020 en árin þar á undan Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid 19 í hámarki. Ef litið er til kynferðisbrota sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota var aðeins lægri (8% færri). Ef hins vegar er litið til einstakra flokka er vert að nefna tvennt. Annars vegar fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 brotum á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Hins vegar fjölgaði tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum en þau voru 102 talsins árið 2020 en að meðaltali 70 á ári þrjú árin þar á undan (46% fjölgun). Brot gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) voru 77 árið 2021, en ný lög tóku gildi í byrjun árs sem ná yfir stafræn kynferðisbrot sem fela m.a. í sér öflun, dreifingu eða hótun um dreifingu myndefnis. Brotum fjölgaði aftur árið 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu að einhverju leyti til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður (32% fjölgun). Að meðaltali var tilkynnt um 10 nauðganir á mánuði sem áttu sér stað árið 2020 en árið 2021 voru tilvikin 13 á mánuði og 14 árið 2019. Af þessu má sjá að nauðgunum hefur fjölgað nær stöðugt frá árinu 2014, að undanskildu árinu 2020 er þeim fækkaði verulega. Grunaðir og brotaþolar Karlar eru í meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og eru flestir brotaþolar konur. Árið 2021 voru karlar grunaðir í 94% brota og konur í 6% brota. Rúmlega helmingur sakborninga voru ungir karlar. Brotaþolar eru yfirleitt ungar konur og stór hluti þeirra stúlkur undir 18 ára, sem eru börn að lögum. Fjölgun tilkynninga vegna kynferðisbrota gegn börnum endurspeglast í að sífellt hærra hlutfall brotaþola kynferðisbrota er undir 18 ára aldri. Þannig er hlutfall brotaþola undir 18 ára aldri 61% af heildarfjölda brotaþola kynferðisbrota á árinu 2021. Árið 2021 voru karlar brotaþolar í 15% brota og konur í 85% brota sem komu á borð lögreglu. Ef eingöngu er litið til nauðgana er hlutfallið 7% karlar og 93% konur meðal brotaþola. Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotum er hærri en brotaþola yfir tímabilið 2015-2021 og var 35 ár hjá körlum. Meðalaldur brotaþola í kynferðisbrotum er 23 ár hjá konum og 20 ár hjá körlum. Tilkynntum brotum á að fjölga Það er skýrt markmið hjá lögreglunni að leita allra leiða til að þau sem verði fyrir kynferðisbroti geti leitað réttar síns með því að tilkynna brotið til lögreglu. Vegna þessa má búast við því að tilkynntum brotum muni halda áfram að fjölga, enda sýna rannsóknir að mun fleiri kynferðisbrot eiga sér stað en tilkynnt er um til lögreglu. Má þar nefna rannsóknir ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um Reynslu landsmanna af afbrotum frá 2013 til 2020. Við höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og munum halda áfram að vinna að því að bæta þjónustu lögreglunnar og aðgengi fyrir þau sem þurfa á aðstoð að halda. Mikilvægt skref í þá átt er að fylgja áfram aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ég vil einnig benda á vefgátt 112 um ofbeldi fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur með upplýsingum gegn ofbeldi. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki. Þannig hafa lagalegar úrbætur í málaflokknum á undanförnum árum leitt til víðari og nákvæmari lagalegra skilgreininga sem leitt hafa til fjölgunar tilkynninga. Þá getur aukið aðgengi að lögreglu leitt til þess að fleiri treysti sér til að tilkynna auk þess sem samfélagsumræða á borð við #metoo getur leitt til þess að fleiri tilkynna brot sem þau hafa orðið fyrir. Færri brot árið 2020 en árin þar á undan Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid 19 í hámarki. Ef litið er til kynferðisbrota sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota var aðeins lægri (8% færri). Ef hins vegar er litið til einstakra flokka er vert að nefna tvennt. Annars vegar fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 brotum á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Hins vegar fjölgaði tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum en þau voru 102 talsins árið 2020 en að meðaltali 70 á ári þrjú árin þar á undan (46% fjölgun). Brot gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) voru 77 árið 2021, en ný lög tóku gildi í byrjun árs sem ná yfir stafræn kynferðisbrot sem fela m.a. í sér öflun, dreifingu eða hótun um dreifingu myndefnis. Brotum fjölgaði aftur árið 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu að einhverju leyti til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður (32% fjölgun). Að meðaltali var tilkynnt um 10 nauðganir á mánuði sem áttu sér stað árið 2020 en árið 2021 voru tilvikin 13 á mánuði og 14 árið 2019. Af þessu má sjá að nauðgunum hefur fjölgað nær stöðugt frá árinu 2014, að undanskildu árinu 2020 er þeim fækkaði verulega. Grunaðir og brotaþolar Karlar eru í meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og eru flestir brotaþolar konur. Árið 2021 voru karlar grunaðir í 94% brota og konur í 6% brota. Rúmlega helmingur sakborninga voru ungir karlar. Brotaþolar eru yfirleitt ungar konur og stór hluti þeirra stúlkur undir 18 ára, sem eru börn að lögum. Fjölgun tilkynninga vegna kynferðisbrota gegn börnum endurspeglast í að sífellt hærra hlutfall brotaþola kynferðisbrota er undir 18 ára aldri. Þannig er hlutfall brotaþola undir 18 ára aldri 61% af heildarfjölda brotaþola kynferðisbrota á árinu 2021. Árið 2021 voru karlar brotaþolar í 15% brota og konur í 85% brota sem komu á borð lögreglu. Ef eingöngu er litið til nauðgana er hlutfallið 7% karlar og 93% konur meðal brotaþola. Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotum er hærri en brotaþola yfir tímabilið 2015-2021 og var 35 ár hjá körlum. Meðalaldur brotaþola í kynferðisbrotum er 23 ár hjá konum og 20 ár hjá körlum. Tilkynntum brotum á að fjölga Það er skýrt markmið hjá lögreglunni að leita allra leiða til að þau sem verði fyrir kynferðisbroti geti leitað réttar síns með því að tilkynna brotið til lögreglu. Vegna þessa má búast við því að tilkynntum brotum muni halda áfram að fjölga, enda sýna rannsóknir að mun fleiri kynferðisbrot eiga sér stað en tilkynnt er um til lögreglu. Má þar nefna rannsóknir ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um Reynslu landsmanna af afbrotum frá 2013 til 2020. Við höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og munum halda áfram að vinna að því að bæta þjónustu lögreglunnar og aðgengi fyrir þau sem þurfa á aðstoð að halda. Mikilvægt skref í þá átt er að fylgja áfram aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ég vil einnig benda á vefgátt 112 um ofbeldi fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur með upplýsingum gegn ofbeldi. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun